Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1970, Side 9

Æskan - 01.07.1970, Side 9
hermennirnir viku tii hliðar fyrir Andrési. Hann gekk hnar- reistur fram hjá þeim í átt til hallarinnar. Nú gekk hann upp margar, margar marmaratröppur, svo lá leiðin eftir nokkrum löngum göngum, unz hann kom skyndilega inn [ danssal, sem var lýstur upp með sklnandi Ijósum. Þar inni voru konur klæddar mjög fallegum silkikjólum og að auki höfðu þær skreytt sig með dýrmætum gimstein- um. Svo voru þar karlmenn í glæsilegum einkennisbúning- um og báru á brjósti sér orður skreyttar gulli, silfri og demöntum. En fegurst af öllum var prinsessan sjálf, og þegar hún sá Andrés í dyrunum, flýtti hún sér til hans og heilsaði honum. Samkvæmisgestirnir sneru sér strax við til að sjá, hverj- um hún heilsaði. Og þeir hneigðu sig allir djúpt, þegar Andrés kom gangandi við hlið hennar með fínu, rauðu húfuna á höíðinu. Hann hlaut að vera einhver prinsinn. Prinsessan leiddi hann að borði i hinum 0nda salarins. Á það hafði verið lagður gullborðbúnaður og glös stóðu þar fyllt með göfugum veigum. Einnig voru á borðinu stór silfurföt með alls konar kökum og ískremi, og skálar voru þar með súkkulaði og konfekti. Prinsessan settist á gull- stól og Andrés við hlið hennar. ,,En þú mátt ekki þorða með húfu á höfðinu," sagði hún. „Jú, ég borða jafnvel, þó ég hafi húfuna," sagði Andrés og greip í hana með báðum höndum. Prinsessan brosti. „Viltu gefa mér húfuna, ef þú færð einn koss í staðinn?" sagði hún. Andrés hristi höfuðið. Prinsessan var yndisleg, og hann vildi gjarnan fá koss frá henni, en hann gat ekki látið frá sór húfuna, sem mamma hans hafði saumað. Nú fyllti prinsessan vasa hans af súkkulaði og konfekti. Síðan lagði hún demantshálsmenið sitt um háls honum og kyssti hann. „Viltu nú láta mig fá húfuna," sagði hún. Andrés þakkaði henni kurteislega fyrir hálsmenið og góðgætið, en sagðist þvi miður ekki geta látið húfuna sina. Nú opnuðust stóru dyrnar á salnum og kóngurinn gekk inn. Hann bar purpurarauða kápu á herðum og hún var brydduð hreysikattaskinnum. Á höíði bar hann gullkórónu, sem í voru glitrandi demantar. Hann kom auga á Andrés, þar sem hann sat við hlið prinsessunnar, og brosti vin- gjarnlega til hans. „Þú ert með fallega húfu, ungi maður,“ sagði kóngurinn. „Viltu skipta á henni og kórónunni minni?“ Hann tók af sér kórónuna og ætlaði að fá Andrési hana. En Andrés sýndi engin merki um, að hann ætlaði að taka af sér húfuna. Hann vissi, að ekki mátti mótmæla því, sem kóngurinn sagði, og þess vegna sagði hann ekki neitt. Hann greip eins fast og hann gat með báðum höndum utan um húfuna og hljóp af stað eins hratt og hann komst, þvert yfir gólfið í salnum, síðan eftir hinum óralöngu göngum, niður allar marmaratröppurnar og fram hjá vörðunum tveim- ur í hiiðinu. Þeim varð bilt við. Hann hugsaði ekki um annað en að komast heim með 345

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.