Æskan - 01.07.1970, Síða 10
húíuna sína. Hann tók ekki eftir því, að hann missti súkku-
laðið, konfektið og hálsmenið á leiðinni. Hann hljóp heim
í einum spretti. Foreldrar hans og systkini þutu til hans,
þegar hann kom másandi inn um dyrnar með hendurnar
klemmdar utan um húfuna.
Hann sagði þeim frá öllu, sem gerðist, — frá öllum, sem
hann mætti á leiðinni, dáðust að nýju, rauðu húfunni hans
og vildu eiga hana. Svo sagði hann mömmu frá kóng-
inum, sem vildi láta hann hafa kórónuna i stað húfunnar,
og þá hrópuðu systkini hans öll í einu: „Voðalega varstu
heimskur, Andrés. Hugsaðu þér alla fallegu hlutina, sem
þú hefðir getað eignazt, ef þú hefðir orðið kóngur. : ú
hefðir getað eignazt hástígvél, vasahnífa og eins margar
rauðar húfur og þú hefðir kært þig um.“
Þá varð Andrés ákveðinn á svip og sagði: ,,Ég var ekki
heimskur. Ekkert í allri veröldinni jafnast á við rauðu húf-
una, sem hún mamma saumaði mér.“
Þegar móðir hans heyrði þetta, tók hún Andrés í fang
sér og kyssti hann blítt og innilega.
MARGT BYR I SJONUM
fyrri hiuta 17. aldar bjó maður sa í Stokkseyrarhverfi,
er Jón hét. Hann var ákaflega harðger og sterkur vel,
en fátækur var hann, og var hann því vanur að ganga á
reka til þess að vita hvort hann fyndi ekki eitthvað, er gagn
væri að. — Einu sinni gekk Jón á reka sem oftar, en
fann þá ekki annað en kefli eitt lítið. Þá er Jón hélt af stað
heimleiðis, var tekið að skyggja. Hann sá þá eitthvað liggja
í fjörunni rétt hjá sér og kom honum fyrst til hugar að
þetta væri dauð kind. Jón fór að svipast betur eftir þessu,
en þegar hann var rétt kominn að hrúgunni, sá hann, að
þetta gat ekki verið kind, því að bæði var það nokkuð
stærra og svo ólíkt kind í sköpulagi. — Hausinn var ákaf-
lega stór, og eyrun voru svo síð og lafandi, að þau tóku
niður íyrir hausinn. — Skepna þessi var lík tryppi að stærð,
en fæturnir voru svo lágir, að Jón sá óglöggt, hvort þeir
voru nokkrir eða engir. Dýr þetta var allt þakið skeljum
að utan og glamraði í þvf, eins og þá er gengið er á
þurrum skeljum, en í augun glóði eins og í glyrnurnar á ketti.
— Jóni þótti nú komið í óvænt efni um ráð sitt, þar sem
hann var kominn að voðalegu skrímsli, og bjóst hann við
að það mundi drepa sig þá og þegar. — Skrímslið réðst
líka á hann, en Jón lét keflið ríða á því af öllu afli og gat
hann varið sig lengi á þennan hátt. Ekki var samt neirin
bilbug finna á skrímslinu, og voru það þó ómjúk högg,
er Jón greiddi því. Eftir langa viðureign tók skrímslið
heldur að linast og að hrista hausinn, því að húð öll var
gengin af honum. Þó sótti það enn að Jóni, en hapn lamdi
það í sífellu, þangað til það stökk á burt og fram í sjó; var
Jón þá kominn að þrotum og svo móður, að hann lagðist
fyrir, þar sem hann var kominn, og lá þar til þess er dagaði;
skreiddist hann þá á fætur með veikum burðum og hélt
heim, en þegar þar var komið, lagðist Jón í rúmið og
lá lengi rúmfastur á eftir. — Ekki vildi Jón segja frá þvi
í bráðina, hvað fyrir hann hafði borið, en ioksins gat kona
hans þó haft það upp úr honum og breiddist sagan út
eftir það. —
(Eftir handriti Lárusar Halldórssonar írá Miðhraurii í
Dalasýslu 1898. — Sögur úr Flóa. Þjóðsögur Ólafs
Davíðssonar).
JÓN á Stokkseyri og sjóskrímslið
346