Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 20

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 20
ÞORA M. STEFANSDOTTIR: LÓAIitla landnemi „Við skulum syngja ,Frjálst er í íjallasal‘,“ sagði Hulda og íór að syngja. Hin tóku öll undir og sungu allar vísurnar. „Jæja,“ sagði Lóa að söngnum loknum. „Nú verðum við að flýta okkur að fylla ílátin og komast heim, Aður en l'er að riikkva." Þau stóðu öll upp og héldu enn á ný inn í skóginn til }>ess að finna meira af jarðarberjum. Eftir stundarkorn voru þau búin að fylla ílátin. Lóa var íyrst búin og hjálpaði Beggu litlu að fylla sína krukku. Nú héldu þau heim á leið. Lóa gekk á undan og hélt á Beggu litlu, }>ví hún var farin að verða lúin eftir allan ganginn um daginn. Hin systkinin kornu á eftir, og var Siggi af og til að glett- ast við þær Huldu og Dóru, en þær svöruðu í sömu mynt. Allt í einu heyrir Lóa að Siggi hrópaði: „Æ, æ, berin mín, jarðarberin mínl“ Lóa leit við og sá, hvar Siggi lá endilangur á jörðinni, en berjaboxið hans lá rétt hjá honum og jarðarberin úr því í hrúgu á jörðinni. Lóa og hinar systurnar flýttu sér til hans og fóru að hjálpa honum við að tína upp berin. Þegar J>ví var lokið, héldu þau ái'ram heim á leið og komust brátt á skógargötuna. Nú gekk ferðin greiðlega heim, og voru þau sæl og fegin, þegar þau sáu kvöldsólina sþeglast í litlu glugga- rúðunum heima í Skógum. Þegar þau voru komin inn og höfðu heilsað foreldrum sínum og Ingu litlu, fengu þau leyfi til að leggja á borðið handa öllum, og svo helltu þau úr öllum berjaboxunum í stóra skál og settu hana á mitt borðið. Mamma þeirra gaf þeim rjóma í könnu og sykur í skál og létu þau það líka á borðið. Síðan buðu þau foreldrum sínum að gera svo vel, og fjöl- skyldan settist í kringum borðið og borðuðu allir með beztu lyst jarðarber með sykri og rjóma. Berin voru svo mikil, að þau gátu meira að segja fengið sér annan skammt á diskinn. Síðan fóru þau öll að sofa, sæl og ánægð yfir góðum degi, þakklát Guði og foreldrum sínum, sem veittu þeim öll þessi gæði. Þau voru notalega þreytt og sváfu sætt og rótt til morguns, en þá byrjaði nýr virkur dagur og þau hófu störf sín, smá og stór, hvert eftir sinni getu, með nýjum kröftum og glöðu geði. Þau langaði til að sýna foreldrum sínum það í verki, að þau væru þeim þakklát fyrir að hafa lofað þeim í þessa skemmtilegu berjaför. Hömlur og viðbragðstími. Sjálfstjórn Þeir, sem dreypt hafa lítið eitt á áfengi, verða oftast örari í framkomu en þeim er eðlilegt. Þeir verða glaðværari, skraf- hreyfnari, djarfari og framtakssamari, og áhyggjur, séu þær einhverjar, virðast minnka eða hverfa. Þetta er oft skýrt þannig, að sé áfengis neytt aðeins lítillega, hafi það örvandi áhrif. En það er biekking. Hin ímyndaða tilfinning um aukna orku og framtak er til komin vegna skorts á sjálfsrýni. Hreyfingar manna verða ýktar og óör- uggar, þegar þeir eru undir áhrifum áfeng- is. Það er vegna þess, að samræmið milli tauga og vöðva slaknar eða sljóvgast. Jafnvel mjög lítið magn af áfengi getur sljóvgað þær taugar, sem stjórna við- brögðum manna. Hinar andlegu hömlur, sem hindra okk- ur í, eða vernda okkur gegn því, að gera eitthvað það, sem er hættulegt, óviðeig- andi og vanhugsað, eða fremja athafnir, sem varða við lög, — þær hömlur veikir áfengið eða brýtur hreinlega niður. Alveg eins og það er hættulegt að aka bíl eða reiðhjóli með bilaða hemla, eins er mikil áhætta í því fólgin að koma fram með sljóvgaðan viðbragðsflýti, því að þá eru þær taugastöðvar, sem stjórna hinum persónulegu hömlum manna, lam- aðar eða komnar úr sambandi. Hvernig breytist viðbragðstíminn? Við gerum okkur ekki grein fyrir ýms- um skynjunum (sjón, heyrn, tilfinning o. fl.) fyrr en áhrif þeirra hafa borizt með tauga- þráðum til aðalstöðvarinnar, — heilans. Frá heilanum eru svo send boð til ákveð- inna vöðva um það, hvað gera skuli. Þetta eru kölluð viðbrögð, — skynjanaviðbrögð. Og tíminn, sem líður frá skynjun til verkn- aðar, kallast viðbragðstími. Áfengið lengir viðbragðstimann og veik- ir öll viðbrögð. Tilraun, sem gerð var við Háskóiann í Kaupmannahöfn, leiddi I Ijós, að 2 staup af áfengi lengdu viðbragðstim- ann um 17 af hundraði. 356
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.