Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Síða 22

Æskan - 01.07.1970, Síða 22
FRANCOIS rancois horfði niður á bera fætur T f sína og bætt fötin. ,,Pabbi,“ sagði hann, ,,ég skammast mín, þegar ég kem í skólann. Ég er eini drengurinn f bekknum, sem ekki á skó.“ Faðirinn klappaði á beinaberar herðar drengsins. ,,Ég veit það, góði minn,“ sagði hann. „Það er erfitt. En ég get ekkert við þvi M lauia gert. Jörðin hérna gefur ekki mikið af sér. En ef til vill kemur sá dagur, að ég get keypt skó bæði handa þér, systrum þínum og móður þinni. Við verðum að vera þolinmóð." Francois beit sig I neðri vörina. Hann gekk að eino glugganum á kofanum og starði út. Hann átti heima í strákofa á eyjunni Haiti. Héraðið heitir Fermathe. Brún augu hans horfðu á bugðóttan veg- inn niður eftir til Port-au-Prince, höfuð- borgar Haiti. Francois vissi vel, að jarðvegurinn var ekki upp á það bezta. Kringum bæinn og langt út frá honum sá Francois trén niður- brótin. Rok og regn hafði skolað jarð- veginum brott, svo sá í bera fjallsgrund- ina á mörgum stöðum. Þessi lltilfjörlegi reitur, sem kofinn stóð á, gat ekki gefið annað af sér en baunir og banana. Francois minntist þess ekki að hafa nokkru sinni bragðað aðra fæðu. Og daglega urðu hann og faðir hans að ganga þrjá kílómetra eftir mjóum fjall- stígum til að sækja vatn. Francois sneri sér við til að segja við föður sinn, að honum þætti leitt, að hann skyldi kvarta yfir því að eiga ekki skó á fæturna. En faðir hans var farinn. Þá heyrði hann í stunguskóflu, sem risti jörð- ina íyrir utan. Hann hljóp út og hjálpaði 358

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.