Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Síða 23

Æskan - 01.07.1970, Síða 23
föður sínum, þar til sólin gekk til viðar í Karíbahafinu, og það var komin nótt. Dag einn, er hann kom heim úr skólan- um, sá hann marga ókunnuga menn í kof- anum. Þeir ræddu glaðlega við föður hans. Mennirnir voru ekki frá Haiti. ,,Ég held við getum komið einhverju til leiðar hér,“ sagði einn gesturinn. „En það tekur sinn tíma og krefst samvinnu allra bændanna í Fermathe." ,,Ég veit ekki,“ sagði íaðir Francois. „Það er eins og jörðin hafi alltaf barizt gegn okkur!“ Hann sneri sér við og kom auga á Francois. „Komdu hingað, góði minn,“ sagði hann. „Þessir menn eru frá fjarlægu landi, frá Belgíu. Sameinuðu þjóðirnar sendu þá hingað.“ Francois kannaðist við Sameinuðu þjóð- irnar. Hann og skólabræður hans höfðu oft talað saman um S.Þ. „Þeir geta hjálpað okkur,“ sagði Fran- cois. Á nokkrum mánuðum reistu mennirnir frá S.Þ., en þeir voru landbúnaðarsérfræð- ingar, tilrauna- og leiðbeiningarstöð í Fer- mathe. Þar sýndu þeir föður Francois og öðrum bændum, hvernig þeir gátu ræktað jarðepli og nýjar grænmetistegundir. Dag einn kom faðir Francois heim með útsæðiskartöflur, sem hann setti fyrir utan kofann. Hann skýldi plöntunum vandlega. Hann og hinir bændurnir stofnuðu einn- ig með sér samyrkjufélag. Síðan bað faðirinn Francois um að hjálpa sér að setja nýtt þak á húsið. Það var málmþak. Efnið fékk hann hjá hinu opinbera. En þakrenna lá niður af þakinu og í steingeymi. Þegar rigndi, söfnuðu þeir regnvatni í geyminn. Viku eftir fyrstu kartöfluuppskeruna fór faðir Francois og hinir bændurnir til höf- uðborgarinnar Port-au-Prince. Þeir höfðu meðferðis fjölda af kartöflupokum. Fran- cois, móðir hans og systur stóðu við gluggann og horfðu á eftir vögnunum renna eftir mjóum, bugðóttum fjallveginum, þar til þeir hurfu sjónum þeirra. Sólin leið hægt niður í Karíbahaf. Myrkr- ið skall á. Francois háttaði og sofnaði. Hann heyrði ekki, er faðir hans kom heim. Næsta morgun vakti sólin Francois. Hann heyrði, að foreldrar hans ræddu saman í næsta herbergi. Þau hlógu. — Það var langt síðan Francois hafði heyrt foreldra sína svo glaða. Hann settist upp í rúminu, teygði úr sér og steig berum fótum niður á gólfið. Hann hrökk í kút. Því á stólnum í her- bergi hans lágu spánýjar buxur og skyrta, sem faðir hans hafði keypt í Port-au-Prince. — Og undir stólnum voru Ijómandi fal- legir, gljáandi skór. HAFIÐ Norður-lshafið liggur kringum Norðurpólinn. Mikið er þar um rekís og borgaris. Samfelld íshella lykur um pólinn. 359

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.