Æskan - 01.07.1970, Page 28
Hvers vegna á ÍSLAND að vera
i Sameinuðu bjúöunum?
Enn einu sinni getur ÆSKAN glatt lesendur sína
með því að tilkynna þeim nýja ritgerðasamkeppni.
Að þessu sinni eru það Æskan, Loftleiðir og Félag
Sameinuðu þjóðanna á íslandi, sem efna til sam-
keppninnar í tilefni af 25 ára afmæli Sameinuðu þjóð-
anna 24. októþer næstkomandi.
Ritgerðarefni verður:
HVERS VEGNA
Á ÍSLAND AÐ VERA í SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM?
Sex glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þeztu rit-
gerðirnar:
1.—2. verðlaun: Flugfar fram og til þaka frá Reykja-
vík til New York og heimsókn í aðalstöðvar Sam-
einuðu þjóðanna.
3. verðlaun: Á söguslóðum, eftir W. G. Collingwood.
Myndir úr íslandsför sumarið 1897. Gefandi: Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs.
4. verðlaun: Hundrað ár í Þjóðminjasafni, eftir forseta
íslands, dr. Kristján Eldjárn. Gefandi: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
5. verðlaun: Fuglar. Myndabók um íslenzka fugla.
Gefandi: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
6. verðlaun: Ævintýri og sögur. Ný útgáfa í 2 bindum
á safni H. C. Andersens, sem Æskan gefur út á
komandi hausti.
RitgerOasamkeppni, sem
Æskan, Félag Sameinuðu
þjóðanna á ÍSLANDI og
Loftleiðir gangast fyrir I
tilefni af 25 ára afmæli
Sameinuðu þjóðanna
364