Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 34
f'
MiðdegisverSur. TakiS eftir ianga brauðinu á borSinu.
A4 Jann heitir Christian Tichet, 9 ára, og býr í París,
jppi höfuðborg Frakklands. Við skulum bara kalla
\/ hann Kristján, og svo skulum við fylgjast með
honum einn dag, bæði heima og í skólanum.
Hið fyrsta, sem við tökum eftir hjá frönskum skólabörnum
er það, hve þau hegða sér settlega, ef svo mætti segja,
og hve líkt þau tala og fullorðna fólkið. Uppeldi þeirra er
nokkuð á annan hátt en hér á islandi.
Pabbi og mamma Kristjáns litla eiga hótel í París, ekki
neitt risahótel að vísu, en þó hreinlegt og vel viðhaldið.
Gestaherbergin eru að vísu fá, en oftast búa þar einhverj-
ir gestir, og þeir sömu koma oft aftur og aftur.
Fjölskylda Kristjáns, foreldrar og einn stærri bróðir,
Jean Paul að nafni, býr í þriggja herbergja íbúð á götu-
hæðinni.
Kl. 7 að morgni vaknar Kristján til þess að búa sig í
skólann og borða. Hann fer í Ijósbláan skólabúning. í
Frakklandi eru öll skólabörn eins klædd, a. m. k. þau,
sem eru í sama skóla. Það er til þess, að enginn geti bent
á annan og sagt: „Þú ert ekki í eins fínum fötum og ég!“
Þegar Kristján er klæddur, fer hann út í brauðbúðina til
þess að kaupa nýtt „Pain riche", en það er franskbrauð,
næstum einn metri á lengd. Það kostar nálægt 10. kr. (sl.
1
Jafnaldrar oki
. „ „„ „ „
Brauðið er mikið borðað í Frakklandi, stundum borðar
Kristján tvo metra af brauði á dag, en þess má geta, að
þessi löngu brauð eru mjög mjó. Fjölskyldan snæðir öll
morgunverðinn saman, en hann er: Kaffi með heitri mjólk,
brauð og smjör. Klukkan hálfníu er hringt inn í skólanum,
en Kristján litli býr nú rétt hjá honum, svo að honum nægir
ein eða tvær mínútur til þess að hlaupa þangað.
8.30-11.30
Kristján var bara á 5. árinu, þegar hann byrjaði í „La
maternelle“, sem er eins konar milliskóli milli dagheimila
og smábarnaskóla. Þegar hann kom svo í barnaskólann,
byrjaði hann í 10. bekk! Já, það er von þið rekið upp
stór augu, en þannig stendur á því, að Frakkarnir telja
bekkina öfugt við okkur hér. Börnin byrja í 10. bekk og
halda svo áfram niður eftir töluröðinni og enda í ,,La
finale", þegar barnaskóla lýkur. Kristján, sem er 9 ára, er
því núna í 8. bekk, næsta ár verður hann í 7. bekk o. s.
frv. Þrír fyrstu skólatímarnir, með frímínútum á milli, líða,
og kl. 11.30 er hlé í heila tvo tíma, ætlað til miðdegisverð-
ar. Flest börnin, þar á meðal Kristján, fara heim til sín til
þess að borða, en þau sem vilja geta fengið keyptan mat
í skólanum. Miðdegismáltíðin tekur nokkuð langan tíma
hjá fjölskyldu Kristjáns, enda nógur tíminn. Fyrst er snædd-
ur forréttur og síðan kemur heitur matur með miklu af
grænmeti. Loks ábætir.
frönskurc
við köll‘jr
a
og er
aldri. Ha11
í höfuðö0
lands. Vi®
með Kfi5
dag, b*®'
í skólan'
eldi hans
uð á ann'
við þekK)
landi.
Reiðhjól,
rúlluskautar og fótbolti
Faðir Kristjáns tekur sér gjarnan dagblað í hönd eftir
matinn, en Kristján litli unir ekki inni þennan klukkutima,
sem enn er eftir af miðdegisfríinu. Ef sólin skín (og það
gerir hún oftast), spennir hann á sig rúlluskautana sína
og rennir sér þar sem sléttast er í hliðargötunni, ef til vill
hittir hann skólafélaga, sem stinga upp á því að fara í
fótbolta eða þá að hjóla smáspotta á reiðhjólunum. —
Klukkan 1.30 er svo aftur hringt inn í skólann, og þá
þurfa þeir allir strákarnir að vera í röðinni sinni á leik-
svæði skólans.
370