Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 5
r“
Þjóðsaga frá Skotlandi
\
m skozka fjalllendinu er hérað, sem Kintyre nefnist.
g Landið er þarna klettótt og illt yfirferðar. í Kin-
tyre eru nokkrar risastórar holur og gjótur, sem
mönnum hættir enn þann dag í dag til að villast í.
Sú trú hefur frá alda öðli verið ríkjandi í Kintyre, að langt
niðri í þessum jarðhellum haldi undirheimafólk til, og
þarna niðri séu dýrðlegar veizlur haldnar í glæsilegum, uþþ-
lýstum veizlusölum.
Á tunglskinsbjörtum nóttum hefur fólk í Kintyre meira
að segja þótzt heyra undurfagran söng og hljóðfæraslátt
upp úr gjótunum, og eru þá verur undirheimanna að
skemmta sér og stiga dans. En enginn má hætta sér of
nálægt bústöðum undirheimanna því þá á hann víst, að
hann hendi eitthvert ólán.
Einu sinni bjó í Kintyre maður að nafni Alasdair. Hann
var vinsæll og dáður meðal almennings fyrir það, hve dug-
legur hann var að spila á belgpípu sína fyrir dansi, sem
gjarnan dunaði langt fram á nótt. Og var alkunna, að
enginn í öllu landinu gæti leikið á belgpípu eins og
Alasdair.
Á einu slíku kvöldi þegar skemmtunin stóð sem hæst og
Alasdair spilaði af hjartans lyst og betur en nokkru sinni
áður, sagði hann: „Kæru vinir, nú ætla ég að spila fyrir
ykkur nýtt lag, sem er ennþá fallegra og betra en allt sem
áður hefur heyrzt. Meira að segja tónlist undirheimabúa
verður lítilfjörleg við hliðina á laginu mínu.“ Hann þreif
síðan belgpípuna og ætlaði að fara að spila. Þessi talsmátl
kom mönnum mjög á óvart og var ekki frítt við að menn
yrðu gripnir hræðslu. Menn vissu nefnilega, að undirheima-
búar þoldu ekki að gert væri lítið úr þeim á neinn hátt.
Þess vegna sagði gamall bóndi, MacGrew að nafni, við
Alasdair: „Góði vinur, taktu þessi orð aftur, þú hefur fengið
þér fullmikið neðan í því og ímyndar þér þess vegna, að
þú sért duglegastur af öllum. — En það er satt, að þú
spilar betur en aðrir sem til þekkist, en undirheimabúar
þola ekki slíkan talsmáta. Tónlist þeirra ber af öllu öðru,
og engin mannleg vera getur komizt í hálfkvisti við þá.“
En Alasdair sat við sinn keip. Hann sagði: „Enginn spilar
betur en ég! Ég skal sýna ykkur það! Nú í nótt ætla ég
að ganga um dalinn, þar sem hellarnir eru, og blása í
belgpípuna mína, og sannið þið til, mig mun ekkert ólán
henda."
Við þetta svar urðu allir orðlausir. Menn skildu, að Alas-
dair meinti hvert orð og hann ætlaði raunverulega að
bjóða verum undirheimanna byrginn. Og hann tók belg-
pípuna og spilaði fegursta lag, sem fólkið hafði nokkurn
tíma heyrt. Það var sem það heyrði bylgjurnar gjálfra við
klettana, þyt vindsins i trjánum, kyrrlátan nið árinnar og
iuglasöng loftsins. Allir, sem á hlýddu, héldu niðrl í sér
andanum og stóðu grafkyrrir. Enginn hafði nokkru sinni
heyrt neitt þessu líkt.
Og Alasdair hélt áfram að spila. Hann stóð upp, gekk út
úr húsinu og tók stefnu að jarðhellunum. Allir veizlugest-
irnir fylgdu á eftir honum, þar til hann kom að stóru gjót-
unni, sem lá að bústöðum undlrheimafólksins. — Þorði
hann að halda áfram? — Alasdair lét sér hvergl bregða,
hann spilaði sem mest hann mátti og hélt ótrauður áfram.
Fólkið stóð lengi og beið, aiveg fram á morgun, og vonað-
ist til að sjá hann aftur. En Alasdair kom ekki til baka.
Menn kölluðu á hann en enginn svaraði. Og enginn þorði
að fara niður í gjótuna. Þannig hvarf Alasdair fyrir fullt
og allt. Og allir söknuðu hins duglega belgpípuleikara.
Nótt eina löngu seinna vaknaði MacGrew og heyrði
greinilega spilað á belgpípu. Konan hans vaknaði lika.
„Heyrirðu þetta,“ hvíslaði hún, „þetta er Alasdair."
MacGrew hljóþ út, og í þokunni þóttist hann geta greint
mann með belgpíþu. Var það Alasdair? Hann kallaði nafn
hans, en maðurinn hvarf, en ómur belgpípunnar heyrðist
lengi á eftir.
Enn þann dag í dag er sagt, að annað slagið megl heyra
Alasdair spila á belgpípuna sína að næturlagi i Kintyre.
/
3