Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 19

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 19
..Já, en, pabbi, — sérðu ekki, hvað þetta er skemmtilega skringilegt," kallaði kóngssonur hlæjandi. i.Hvað er það, sem þér finnst svona skemmtilegt?" spurði kóngur önugur. ..Sérðu ekki grísinn, sem lætur alltaf ginnast af gulrót, en fær a|drei að bíta í hana? Og sérðu ekki fíflið, sem situr á svíninu °9 spilar á flautu til þess að stúlkunni og grisunum leiðist ekki? *"*a- •. ha... ha.. .ha.“ Kóngur var þvermóðskulegur á svipinn. Hann langaði alls ekki W að gefa einhverjum einföldum eða kannski rugluðum bónda- strák hálft konungsríkið. Það var allt annað mál, ef það hefði verið eitthvert hinna frægu hirðfífla með gylltar orður á brjósti. Hann hefði getað samþykkt það. En venjulegur bóndastrákur, — nei, það var alveg fráleitt. ..Ég ætla að gefa lífverðinum fyrirmæli um að vísa þessum einfeldningl burt úr borginni," sagði kóngur og veifaði til yfirlíf- Varðarins, sem kom að vörmu spori. i.Farið strax niður, yfjrlffvörður, og segið þessum bóndastrák Þarna að hypja sig tafarlaust burt úr borginni," sagði kóngur ákveðið. i.Skal gert, yðar hátign," svaraði yfirlífvörðurinn og sló saman ttaslum, Síðan gekk hann niður á hallarhlaðið og beint til Grísa- Gvendar. ,,Ég kem hér með skipun frá konunginum," þrumaði hann, „að þú ...“ Svínahirðirinn ungi tók djarflega fram í og sagði: ,,Er það skipun frá konunginum, að við skiptum um hlutverk? Gott og vel, herra yfirlífvörður, — gjörið svo vel að taka sæti yðar.“ Síðan vatt hann sér leifturhratt af baki og þvingaði yfirlífvörð- inn til að setjast klofvega á svínið feita. Og þar sat hann um stund, reiður og ráðvilltur, með sverðið dinglandi við hlið og einkennishúfuna úti [ öðrum vanganum. Svíninu brá illa við, því að yfirlífvörðurinn var miklu þyngri en pilturinn, tók viðbragð mikið, svo að manngreyið datt af baki og veltist um á veliinum. Og þá hló fólkið meira en nokkru sinni fyrr, og kóngssonur hló sjálfur svo dátt, að tárin runnu niður kinnar hans. Drottningin gat ekki heldur stillt sig um að hlæja, og að lokum fór svo, að konungurinn sjálfur skellihló. „Látið svínahirðinn koma hingað til mín,“ kallaði konungur. „Við kaupum alla grísina hans hæsta verði.“ Því næst kom Grísa-Gvendur upp í höllina til konungs og drottningar. Kóngssonar hló enn, þegar þeir tókust í hendur og heilsuðust. En þegar hin fagra systir Grísa-Gvendar hneigði sig fyrir kóngssyni, — því að auðvitað kom hún með bróður sínum, — varð hann fyrst mjög alvarlegur og horfði stundarkorn á hana án þess að segja neitt. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.