Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1971, Side 53

Æskan - 01.10.1971, Side 53
— Við fengum að heimsækja nýlendu ,,Hutterites“. Það er afskaplega sérkenni- !egt fólk, konurnar eru allar í síðum, dökk- um pilsum með svuntu og skýluklút — já, °Q stelpurnar líka. Karlmennirnir eru allir svartklæddir. Þetta fólk kom víst frá Austur- n’ki á 16. öld, settist fyrst að í Bandarikj- unum, en fluttist síðan til Kanada. Þeir hafa samyrkjubú og vilja vera algerlega ein'angraðir frá öðru fólki. Hafa sem sagt sitt eigið þjóðfélag. Þeir eru ákaflega strangtrúaðir og segja sig þjóna Guði bezt með þvi að lifa fábrotnu lífi, iifa í friði við alla og eiga allt sameiginlega. Þeir hafa fil skamms tíma neitað að sækja lækni, ef sjúkdóm ber að höndum, en nú hafa þeir lækni, og það var einmitt hann, sem tók okkur með sér og fékk að sýna okkur samastað þeirra. — Nú eigum við eftir það bezta, bættu þær við. — Nú, hvað er það? — Heimsóknin að GLmli — íslendinga- hyggðinni, og þá sérstaklega heimsóknin á elliheimilið Betel. Við vorum á Gimli i 3 daga og bjuggum hjá formanni þjóðrækn- isdeildarinnar þar. Okkur var auðvitað sýnt allt markvert. T. d. var okkur sýnd styttan af víkingnum, sem Ásgeir Ásgeirsson, fyrr- verandi forseti íslands afhjúpaði á sínum tíma. Þess er minnzt þar með sérstakri Qleði. Og svo fórum við í fleiri heimsóknir á elliheímilið. Þar eru um 80 vistmenn, ís- lenzkt fólk, sem talar móðurmál sitt svo vel, að við urðum alveg hissa. Á Betef er haft afmælisboð einu sinni í mánuði fýrir alla, sem hafa átt afmæli þann mánuð. Við vorum boðnar í afmælisboð júlimánað- ar. Sáfnazt var saman í stórum sal, þar sem sungið var mikið — allt íslenzk ætt- jarðarlög, lesin upp íslenzk Ijóð o. fl. þar sýndum við litskuggamyndaseríuna og gáf- um þeim hana síðan til eignar og afnota fyrir heimilið. Einnig gáfum við þeim 80 Póstkort i litum — allt frá íslenzku þjóð- k’fi og landslagsmyndir. — Hvað fannst ykkur nú vera það at- hyglisverðasta og eftirminnilegasta við ferð- ina? Sólveig: Hve allir af íslenzku bergi brotn- 'r sýna miklnn áhuga á íslandi, og hve Þeir tala yfirleitt vel islenzku. Ingibjörg: Já, — og allir segjast þeir vilja koma til íslands 1974. Sólveig: Svo var það heimssýningin í Montreal, hún var alveg stórkostleg. ingibjörg: Við vorum í heilan dag að skoða hana, og hrökk ekki til. Sólveig: Það var líka gaman, þegar frænka mín tók okkur með sér og sýndi okkur næturlifið í franska hverfinu í Mont- real. H. T.: Hvað segirðu, var þetta ekki einum of mikið, voruð þið ekki hræddar? Báðar: Nei, nei, við fórum hvergi inn, vorum bara úti, það var allt fullt af fólki. Ingibjörg: Svo fórum við í kinverska hverfið, borðuðum kínverskan mat. Hann var afskaplega góður, og við borðuðum með prjónum. Sólveig: Við erum að æfa okkur í því — að borða með prjónum. H. T.: Það er kannski grennandi, maður er svo lengi að borða, að maður nennlr ekki að standa í því lengi. Sóiveig: Það var mjög gaman að fara I heimsókn í sumarbúðir Winnipegskáta. Ingibjörg: Já, það var gaman, en það er svo ólíkt okkar starfi. T. d. fá þær próf- merki, sem við köllum, fyrir að taka þátt i ýmsu skátastarfi, en ekki fyrlr að taka próf í því. Sólveig: Mér finnst allt vera miklu einfald- ara hjá okkur. H. T.: Já, kjarninn er sá sami, en hver þjóð hefur sinn hátt á framkvæmdunum. Alls staðar gildir þó sú regla, að ALLIR SKÁTAR ERU GÓÐIR LAGSMENN. Sólveig: Við vorum þó einna mest hrifn- ar af heimsókninni að Gimli. Við hrifumst svo af þeirri sterku þjóðerniskennd, sem við urðum varar við þar. Ingibjörg: Og þá sérstaklega hjá gamla fólkin í Betel. Það er að vísu mikii þjóð- ernisleg vakning hjá unga fólkinu. Það er t. d. hægt að læra islenzku í háskólanum, þar er hún að vísu valgrein, en fleiri og fleíri velja hana sem námsgrein. H. T. Kynntust þið nokkuð kirkjustarfi? Báðar: Það virtust allir, sem við kom- umst í kynni við, vera mikið kirkjufólk. T. d. halda skátarnir þar til með fundi sína, já, og annar æskulýðsfélagsskapur einnig. Það eru alls konar safnaðarfélög. Til gámans má geta þess, að við vorum mikið sþurðar um rúllupylsu og vínartertu, en það hafa íslénzkar konur svo að segja innleitt með því að koma með það á kirkjukvöld og bazara. Kanadísku frúrnar búa þetta til nú engu síður en þær islenzku. Við höfum aldrei heyrt vínartertu nefnda. (Ég vil skjóta því inn, að það er til upp- skrift af vínartertu í gömlum Kvennafræð- ara, sem ég á.) Þá er komið að lokum þessa spjalls okk- ar. Stúlkurnar eru mjög þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara þessa ferð. Við erum allar sammála um það, að íslenzk ungmenn! verði að vera á verði, svo þeim lærist að meta land sitt og þjóð og menn- ingu. Að þau efli sína þjóðerniskennd, fegri FRÉTTIR FRÁ SUMRINU: Hraunbúamótið var 29.—31. maí í Krýsu- vík. Víkingamót (Hamrabúar) 2., 3. og 4. júlí í Innstadal. Mót hjá Akureyrarskátum 2.—4. júlí i Vaglaskógi. Landnemamót í Viðey 24.—25. júlí. Birkibeinamót (Dalbúar) 13.—15. ágúst að Bringum í Mosfellssveit. 3 skátadrengir fóru á Jamboree til Japan. 1 skátadrengur fór á mót í Englandl. 2 stúlkur dvöldu 5 vikur í boði banda- -rískrá skátastúlkna í Bandaríkjunum. 2 stúlkur dvöldu 3 vikur í Kanada á veg- um kvenskáta þar. 8 skátastúlkur fóru á skátamót til Eng- lands. 2 bandarískar skátastúlkur dvöldu í boði B.i.S. í 1 viku hér á landi. mál sitt og standi vörð um allt, sem islenzkt er. Og skátarnir mega ekki láta sitt eftir liggja. Svo þakka ég Sólveigu og Ingibjörgu fyrir spjallið og óska þeim gæfu og gengis á skátabrautinni. (H. T.) 51

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.