Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 59

Æskan - 01.10.1971, Page 59
Kaupskip - Guðm. Sæmundsson FRANCIS HYDE Seglskip úr eik með gufuvél. Staerð: í blaðinu Ægi frá þessum ^ma er Francis Hyde talinn vera um 1200 brúttórúmlestir. Ólafur Davíðsson útgerðarmaður í Hafnarfirði keypti skip þetta í New Orleans í Bandaríkjunum árið 1916. Síðar eignuðust Ólafur Johnson stórkaupmaður og fleiri skipið. Mun Francis Hyde þá hafa verið skráð í Wilmington i Delaware i Dandaríkjunum, svo að óvíst er að skipið hafi nokkurn tima verið skráð hérlendis. Francis Hyde var afarsterkbyggt, enda smíðað W grjótflutninga til hinnar stóru Manhattanbrúar í New York árið 1905. Skipið kom fyrst hingað til Islands í maí 1918 undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar stýrimanns, þar sem skiþstjórinn hafði •átizt á leiðinni. Francis Hyde fór nokkrar ferðir milli íslands og útlanda. Flutti skipið saltfisk út, en olíu, salt, kol og timbur hingað aftur. Francis Hyde var svo selt olíufélagi í London árið 1919. þetta var eign íslenzka verzlunarsamlagsins í Bergen í Noregi og skrásett þar. Árið 1872 keypti Samlagið skipið frá Svíþjóð fyrir 40 þúsund spesíur og átti það næstu tvö árin. Hlaut það þá nafnið Jón Sigurðsson eftir hinum ástsæla leiðtoga þjóðarinnar. Jón Sig- urðsson mun hafa verið um 350 lestir að stærð, 130—140 feta langur, búinn tveimur farrýmum. Þá hafði skipið fallbyssu eins og títt var um kaupskip á þessum tíma. Áhöfn skipsins i fslands- ferðunum var 25 manns, sem skiptist þannig: skipstjóri, 2 stýri- menn, 2 vélstjórar, 1 bryti, 2 þjónar, 1 þerna, þá 16 menn, sem voru hásetar og kyndarar. Skipið var smíðað árið 1868 og þá fyrir Hallands Ángfartygs A.B. í Halmstad i Sviþjóð. Jón Sigurðsson lagði svo upp í fyrstu ferð sína frá Bergen til íslands þann 13. maí 1872. Eftir þrettán sólarhringa ferð með viðkomu í Skotlandi og Færeyjum kom skipið svo til Reykjavíkur. Eftir nokkurra daga viðstöðu í Reykjavík og Hafnarfirði var lagt af stað í fyrstu strand- ferðina að kvöldi og komið til Stykkishólms seinnipart dagsins næsta í bezta veðri. Má nokkuð af þessu ráða um ganghraða skipsins. Aðrar hafnir, sem Jón Sigurðsson sigldi á í þessari ferð, voru: Flatey á Breiðafirði, isafjörður, Borðeyri og Grafarós við Skagafjörð, þar sem skipið sneri við til Reykjavíkur með viðkomu á sömu höfnum og áður. Jón Sigurðsson fór síðan nokkrar ferðir á milli Noregs og islands, ávallt með viðkomu á framantöldum höfnum, og mun Dýrafjörður hafa bætzt þar við. Margir notuðu tækifæri og ferðuðust með skipinu hér. Til dæmis kostaði farið á öðru farrými frá Reykjavík norður til Grafaróss 6 dali og mál- tíðin hálfan dal. Því miður þóttu ferðir þessar ekki borga sig og var þeim hætt. Kom þar margt til. Skipið þótti óþarflega stórt og dýrt í rekstri og engir slyrkir fengust frá danska ríkinu. Þar með lauk þessum merkilega áfanga í samgöngumálum þjóð- arinnar, og var skipið selt aftur til Svíþjóðar, fyrst til Gautaborgar og síðar til Hárnösand, þar sem það hlaut nafnið Oscar II. Það var tekið af skrá árið 1883. Meðan skipið var í ferðum hér á landi var áhöfnin að mestu norsk, en þó voru á því 2 Svíar og einn ís- lendingur. — Hér birtist teikning af skipinu, en það hafði upphaf- lega heitið Carlsund og kennt við Halland i Svíþjóð. E/S JÓN SIGURÐSSON Fyrsta strandferðaskip við island, sem sigldi eftir áætlun, var 9ufuskipið Jón Sigurðsson, en áður höfðu dönsku verzlunarskipin aðelns haft viðkomu á Seyðisfirði á leið sinni til Reykjavíkur. Skip 57

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.