Æskan - 01.10.1971, Page 68
^'"^uan, hinn fimmtán ára gamli son-
ur Barenos lestarstjóra, skimaði
úr vélarrúmi lestarinnar út í
rökkrið, sem umlukti brautar-
teinana, er lágu gegnum brasilíska frum-
skóginn. Honum var oft leyft að fara
með þennan stutta spöl frá stöðvarbæn-
um El Vica, þar sem hann átti heima, til
silfurnámustöðvarinnar Santa Diego og
heim aftur. Juan hafði gaman af ferðum
þessum og reyndi að verða að liði á
leiðinni, að hluta við að hjálpa kynd-
aranum og að hluta við varðstöður. Þetta
kvöld var hann sérstaklega vel á verði,
af því að lestin, sem var á heimleið,
flutti ekki aðeins mikið magn af hrásilfri,
heldur var einnig fjöldi farþega með,
efnaðir námuverkamenn, sem ætluðu til
stöðvarbæjarins með nýfengin laun sín.
Árásir á járnbrautarlestir voru ekki óal-
gengar í þessum héruðum Brasilíu.
Skyndilega hrópaði Juan: „Stanzið,
eitthvað svart liggur yfir teinana hérna
framundan. Tálmi hefur verið settur á
þá."
Faðir hans þreif í hemlana. Lestin
hægði ferðina og náði að stanza aðeins
nokkra þumlunga frá trjádrumþunum,
sem lágu þvert yfir teinana.
„Madre de diosi" hrópaðl Bareno.
„Heilaga guðsmóðir! Við hefðum farið
út af teinunum, ef þú hefðir ekki aðvarað
okkur á réttu andartaki. Þú hefur af-
stýrt miklu slysi."
Á samri stundu spratt hálf tylft grimu-
klæddra manna út úr skógarjaðrinum
og réðst inn í farþegavagnana.
Lestin hægði ferðina og náði að stanza
aðeins nokkra þumlunga frá trjádrumb-
unum...
Fulla ferð
aftur á
bak
„Ógæfan er ekki liðin hjá,“ hrópaði
kyndarinn, „jafnvel þótt ræningjunum
hafi ekki tekizt að koma okkur af
sporinu, munu þeir samt sem áður ræna
iestina."
„Nei,“ hrópaði Juan, „við getum
hindrað það. Settu á fulla ferð aftur á
bak, pabbi!“
Faðir hans skildi strax, hvað hann
ætlaðist fyrir. „Hjálpaðu til við kynd-
inguna," skipaði hann, „mokaðu kolum
undir katlana, svo að við náum sem
mestri ferð.“
Á næsta andartaki fór lestin af stað.
Vagnarnir skröltu við höggið — síðan
jókst ferðin meir og meir, þar til lestin
þaut aftur á þak með fullum hraða.
„Þessu hafa ræningjarnir ekki búizt
við,“ sagði kyndarinn brosandi og mok-
aði sem mest hann mátti.
„Nei, þeir sleppa ekki út fyrr en í
Santa Diego — og þar fá þeir hlýlegar
móttökur," sagði Bareno hlæjandi. „Þú
ert dugnaðardrengur, Juan.“
Lestin hélt hinn miklu ferð aftur á bak
alla ieið að silfurnámustöðinni. Úr’eim-
vagninum sá Juan, að einn ræningjanna
hætti á að stökkva af lestinni. Hann hef-
ur áreiðanlega goldið það með lífi sínu
Að minnsta kosti fylgdi enginn fordæmi
hans.
Þegar þeir námu loks staðar við
stöðina, voru ræningjarnir umsvifalaust
handteknir. Til allrar hamingju hafði
enginn farþeganna slasazt.
Juan var hetja dagsins. Næstu daga
á eftir kölluðu dagblöðin hann „Ofjarl
lestarræningjanna", og faðir hans fékk
mikii verðlaun. Drengurinn tók frægð
sinni með ró. „Ég gerði nú ekki neitt,
sagði hann, „nema kalla fulla ferð
aftur á bak!“
itUMt /V'
Hvergi i heiminum blómstrar stjörnuspekin sem í Frakk-
landi. Er fjöldi fólks I flestum löndum ies stjörnuspár viku-
og dagblaðanna með bros á vör, er það milljónum Frakka
fúlasta alvara. Það hefur verið reiknað út, að á ári hverju
eyði þeir 42 milljörðum króna í alls konar spámenn. Það
kvað vera einn stjörnuspámaður á hverja 120 ibúa í París,
en einungis einn læknir á hverja 514 íbúa. Hafi Parísarbúi
týnt einhverju, spyr hann spámann, hvað orðið hafi af því.
Óski maður velgengni í einhverju, ráðfærir maður sig við
einhvern þeirra mörgu spámanna, sem auglýsa í hinum
stóru stjörnuspekiblöðum, sem koma út mánaðarlega. Sé
maður í vafa um ástmey sína eða elskhuga, þá er ákveðinn
„prófessor", sem getur sagt allt um persónuleika hennar
eða hans, sjái hann einungis rithönd þess, er sálgreina á.
Þó verður að taka það fram, að flestir þeir, sem eru svo
hjátrúarfullir, eru sveitafólk, komið á efri ár, og er það
oftast snautt af veraldlegum auði.
Hjátrúarfullir Frakkar