Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1973, Page 26

Æskan - 01.10.1973, Page 26
•VUiV1 ^ -é-ti'C, Folinn minn af öllum folum ber, með faxið bjart og gullna stjörnu’ í enni. Sólfaxi minn er sætastur! Já, það finnst mér! Stolt hans og hreysti ég kenni. Ég held líka’ að honum þyki nú harla vænt um mig, vegna þess hann þýtt mig leit, þótt hann væri’ á belt. Hvenær gerðist það fyrst? ^^"•ætum við hugsað okkur tilveruna án plasts? Já, ef til vill gætum * við það, en óneitanlega mundu þá hverfa af sjónarsviðinu ýmsir þeir hlutir, sem okkur finnast svo sjálfsagðir ( dag. Margir eru þó enn á því, að plastið sé aðeins gerviefni, sem notað sé í stað hinna ,,ekta“ efna, svo sem postulíns, trés, málma og marmara. „Plastöldin" hófst fyrir rúmum hundr- að árum með því, að upp var fundið og framleitt efni, sem kallað hefur verið celiuloid. Það var fyrst i stað notað sem staðgengill fyrir hið dýra fílabein, t. d. f skrautgripi, blævængi, flibba og brúðu- höfuð. Efni þetta kom sem sagt til sög- unnar árið 1870 og náðl fijótlega all- mikilli útbreiðslu. Um síðustu aldamót varð breyting á i þessum málum. Fyrirtækið Bakelite fékk einkaleyfi á framleiðslu nýs efnis, sem þó var mjög skylt celluloid. Var það nefnt „bakelite” eða ,,raf“. Þetta nýja efni var sérstaklega mlkið notað f rafmagnslðnaðinum og svo í ýmsa aðra muni, eins og hárgreiður, hárspennur, púðurdósir, hátalara o. fl. Svo leið timinn fram að síðari heims- styrjöldinni 1939. Styrjaldir ýta oft undir nýjar uppfinningar, og svo fór einnig hér. Ýmsar þjóðir bjuggu við skort á mörgum náttúrlegum hráefnum, svo sem gúmmí og harpis, og tóku því margir hugvitsmenn til við að reyna að frarn- leiða eitthvert gerviefni, sem nota maehl til margs konar hluta, t. d. í umbúðir ýmiss konar. Þá rann upp plastöldin fyrir alvöru, og núna er það svo, að plastið er orðið mjög snar þáttur í dag- legu lífi manna. Við skulum taka sem dæmi umbúðaiðnaðinn. Smátt og smátt er plastið að taka við hlutverki glersins, plastflöskur, brúsar og alls konar sma- ílát, gerð úr ýmsum tegundum plasts, sjást nú á næstum hverju heimili, en voru óþekkt fyrir minna en mannsaldri- Og vafalaust leynast enn þá margir möguleikar í framleiðslu plastefna, sem enn þá hafa ekki séð dagsins Ijós. Brúðuhöfuð og fllbbl úr cellulold. Simtól úr plasti. Hlutir úr bakelite. 24

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.