Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1973, Síða 33

Æskan - 01.10.1973, Síða 33
FKÁ UNGLINGAREGLUNNI Hilmar Jónsson, Sveinn Skúlason, Ólafur Jónsson og Árni Helgason. Barnastúkan Eyrarrós nr. 68 50 ára Barnastúkan EYRARRÓS var stofnuð 14. janúar 1923. — Telur nú 180 félaga, flest börn á aldrinum 7—14 ára Árin 1922 og 1923 voru mikil happaár fyrir bindindis- starfsemina í Siglufirði. — Stúkan Framsókn nr. 187 var stofnuð 10. nóv. 1922 af 30 Siglfirðingum og varð því 50 Sra s.i. nóvember. Um 40 ára skeið starfaði stúkan af mikl- Urn þrótti. Veitti hún mörgum ómetanlega hjálp i baráttunni við áfengisnautnina og gaf öðrum tækifæri til félagsþroska °9 samstarfs að góðum málum. Stúkan starfrækti Sjómanna- °9 gestaheimili Siglufjarðar um margra ára bil. Barnastúkan Eyrarrós nr. 68 var stofnuð 14. janúar 1923. Voru stofnendurnir um 50 börn og unglingar í Siglufirði. Einn aí stofnendunum er enn félagi í stúkunni. Er það Frið- Þóra Stefánsdóttir, en hún var í fyrsta embættismannahópi stúkunnar. Eyrarrós hefur þannig starfað óslitið í 50 ár til mikils gagns og blessunar fyrir siglfirzka æsku. Fyrsti gæzlumaður Eyrarrósar og aðalhvatamaður að stofnun hennar var Guðrún Jónsdóttir frá Yztabæ. Þrjár kon- Ur voru lengst af gæzlumenn Eyrarrósar fyrstu 35 árin. ^oru það Guðrún, Kristín Þorsteinsdóttir og Þóra Jóns- óóttir, systir Guðrúnar, sem var gæzlumaður stúkunnar um 26 ára skeið. Allar þessar konur voru frábærir gæzlumenn og uppalendur og reyndust þær siglfirzkri æsku hollir leið- beinendur, og verður þeirra starf fyrir æskufólk Siglufjarðar seint fullþakkað. Núverandi gæzlumaður stúkunnar er Jó- hann Þorvaldsson. Félagar Eyrarrósar eru nú um 180, svo til allt börn á aldrinum 7—14 ára. Má segja, að stúkan starfi nú sem bindindisfélagsskapur barna úr Barnaskóla Siglufjarðar. Stúkan heldur fundi annan hvern sunnudag yfir vetrarmán- uðina. — Leggja börnin til sjálf, undir stjórn gæzlumanns, öll skemmti- og starfsatriði. T. d. munu um 90 börn hafa komið íram á fundum í vetur og allmörg oftar en einu sinni. Fundarsókn er góð, eða um og yfir 60% félaganna. 31

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.