Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1973, Síða 41

Æskan - 01.10.1973, Síða 41
GRÆNMETISBAKSTUR 100 g hvltkál 100 g gulrætur 1-2 laukar 100 g gulrófur 1 tsk. salt 2 dl mjólk V2 dl hveitl 2 egg 1- Þvoið og hreinsið grænmetið og rífið á grófu rífjárni eða skerið smátt. 2- Smyrjið eldfast mót og stráið brauð- mylsnu I það. Látið grænmetið I mótið, stráið salti yfir. 4- Hristið saman mjólk og hveiti og lát- ið hveitijafninginn I mótið. Þeytið eggin, hellið þeim I mótið, látið lok eða málmpappír yfir og bak- ið við 200°C I 30—35 mínútur. Berið grænmetið fram i mótinu með hrærðum kartöflum. GULRÓFUSALAT 200 g rifnar gulrófur IV2 dl ávaxtasafi (,,djús“, sem fæst i fernum) hlotið frekar fínt rífjárn. Látið rófurnar 1 skál og hellið safanum yfir. Gott er að 'áta salatið bíða í 30—60 mín. áður en Það er borðað. GULRÓTASALAT m/RÚSÍNUM 200 g rifnar gulrætur 100 g rúsinur 1 sítróna 1 msk. sykur LIFUR Ll^ers vegna borðum við kindalifur? ®var: Lifur inniheldur meira af járni en n°kkur önnur fæðutegund, sem völ er á, °9 mikið af A-vítamíni. Auk þessara efna r [ lifrinni eggjahvítuefni, B-, C- og D- ahiin og örlítið af kalki. Þess vegna ^ðum við að borða lifur í einhverri mynd nnst einu sinni i viku. ^vernig geymist lifur? u ^Var: Lifur þarf að hraðfrysta I góðum ^Jhbúðum elns og gert er hér á landi i turhúsunum. Þannig geymist lifrin í 6—8 ahuði. Þegar lifur er keyþt út úr þúð, er uru99ast að hún sé frosin I sinum réttu ^húðum. Það tekur aðeins 30—60 min. ^ýða lifrina i vatni. Fryst llfur sem þýdd ^®fur verið og látin liggja í bakka ( kæll- rði i 2—3 daga, er tæþlega neyzluhæf. Hvernig á að matreiða lifur? a. Brúnið lifur f lítilli fitu við meðalhita á báðum hliðum og sjóðið í 5 mín. í frekar litlu vatni. b. Brúnið lifur og látið steikjast í gegn. c. Búið til lifrarpylsu eða lifrarkæfu. STEIKT LIFUR 450 g lifur 3 msk. hveiti 1 tsk. salt örlítill pipar 50 g smjörlíki 1-2 laukar 2 dl vatn 1 dl mjólk 1. Afhýðið og þverskerið laukinn. 2. Þvoið og þerrið lifrina og skerið í þunnar sneiðar. 3. Brúnið laukinn í smjörliki og geymið á diski. 4. Blandið saman hveiti, salti og pipar og veltið lifrinni úr hveitiblöndunni. 5. Brúnið lifrina á báðum hliðum og gætið þess að brenna hana ekki. Ef lifur brennur á pönnunni, mynda syk- urefnin í lifrinni óþægilegt bragð. 6. Látið vatnið á pönnuna og látið lifur og lauk sjóða í 5 min. 7. Hristið saman mjólk og afganginn af hveitiblöndunni og jafnið sósuna á pönnunni. 8. Látið suðuna koma upp og berið lifr- Ina fram vel heita með soðnum kart- öflum og hráu salati. Ath.: Lifur þarf að steikja í þunnum sneiðum, svo að ekki þurfi að sjóða hana nema í 5 mín. Ef lifur er soðin of lengi, verður hún þurr og hörð. Kindalifur er mest notuð til matar hér á landi, en einnig má nota nauta-, hrossa- og svfnalifur. Lif- ur fullorðinna spendýra er ekki eins góð og lifur ungviðis, t. d. er folaldalifur mjög Ijúffeng, en lifur úr 10 vetra hesti er gróf og hörð. STEIKT LIFUR m/BEIKONI 450 g lifur 2 msk. hveiti 1 tsk. salt örlítill pipar 100 g beikon 3 laukar 1. Hreinsið lauk og skerlð i sneiðar. 2. Þvoið og þerrið lifrina og smáskerið I þunnar sneiðar. 3. Skerið beikonið I bita og iátið á kalda pönnu, svo að þeir hitni með pönnunni, við það fer feitin úr þeim. 4. Léttþrúnið beikonið og geymið á diski. 5. Brúnið laukinn í beikonfeitinni og látið á diskinn hjá beikoninu. 6. Blandið saman hveiti, salti og pipar, veltið lifrarsneiðunum úr hveitiblönd- unni og steikið í 3—4 mín. á hvorri hlið. 7. Raðið lifrinni á fat. Hitið beikon og lauk upp, ef með þarf, og raðið því hvorutveggja yfir lifrina. Berið llfrina fram nýsteikta og vel heita með hrærð- um kartöflum. LIFRARKÆFA V2 kg lifur V2 kg svínaspik 2 tsk. salt 25 g smjörliki 80 g hveiti 2 laukar 1/2 tsk. pipar r/s tsk. kardimommur V4 tsk. majorm (kryddtegund, sem má sleppa) i/s tsk. 3. kryddið % tsk. allrahanda 3 dl mjólk 1. Hakkið lifur, spik og lauk 2—3 sinn- um í hakkavél. 2. Blandið saman þurrefnunum og hrær- ið þau saman við ásamt mjólkinni. Hrærið vel. 3. Smyrjið mótið með smjörlíkinu og látið delgið i. 4. Bakið mótið í vatnsbaði í ofnskúffu ( 75 mín. við 180°C hita. Berið lifrarkæfu fram heita með soðnu grænmeti eða kalda sem álegg á brauð. 39

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.