Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1973, Side 46

Æskan - 01.10.1973, Side 46
H. H. í Reykjavik skrifar: „Hvernig get ég bezt búiíí mér til lítið, ódýrt gróðurhús i garðinum heima? Hef hitaveitu- vatn.“ Svar: Jú, ef þú gætir útvegað þér 10 stengur af steypustyrkt- arjárni, sverleiki 10 millimetrar og lengd á hverri stöng ca. 6 metrar. Bursta þarf ryðið af j’árninu með vírbursta og bera á það ryðvarnarmáiningu. Stengurnar þarf síðan að beygja í hálfhring og stinga þeim niður i jörðina þannig, að þær myndi hálfkúlu. Síðan er glært plast breitt yfir. Þetta hús gæti orðið u. þ. b. 6 fer- metrar. — Kostnaður við þes$a byggingu ætti ekki að þurfa að vera mikill. Eggert, Akureyrl, apyr: „Hve gamall þarf ég að vera til þess að byrja nám sem vél- stjóri á flugvélum? Svar: Þú þarft að hafa lokið gagnfræðaprófi og vera 16 eða 17 ára. Námið er mikið verklegt nám á verkstæði hjá meistara og tekur nálægt 5 árum. Þar af eru 2 mánuðir á ári nám 1 iðnskóia. Nonnl frá Vestmannaeyjum spyr: „Hver er unanáskrift hjá Andrés-Önd-blaðinu? Er liægt að gerast áskrifandi þess? Svar: Utanáskriftin er: And-. ers And (Andrés Önd), Guten- bergshus, Vognmagergade 11, 1120 Köbenhavn K, Danmark. M. G. P., Skagaflrðl, skrlfar: „Mig langar til að komast i bréfasamband við einhvern i Færeyjum. Hvernig get ég það?“ Svar: Reynandi væri fyrir þig að skrifa til Barnatíðindi, J. Berg, Vágur, Fproyar. Óhætt mun að skrifa á íslenzku. Guðmundur, Fjöllum, Keldu- hverfi, skrifar: „Ég safna úr- blásnum eggjum. Hvernig er bezt að geyma ]>au?“ Svar: Það er auðvitað hægt að smíða grunnan trékassa með smáhólfum, en það er dálitið SPURNINGAR OG SVÖR verk. Hins vegar mætti líka benda þér á eggjageymslur úr stinnum pappa, sem oft er hægt að fá i verzlunum fyrir litið eða ekkert verð. Magnús, Brekku, skrlfar: „Hvaða próf þarf að hafa til þess að komast í læknanám?" Svar: Þetta er háskólanám, og þvi þarf stúdentspróf til þess að komast i það. Svar til Arnalds, Húsavík: Nei, ekki vitum við um tölu flugvéla hér á landi, enda mun hún vera breytileg eins og t. d. tala skrásettra bifreiða. Fjöldi farartækja er breytilegur næst- um því frá degi til dags. Svar tii Jónu, Keflavík: Já, við skulum hér með koma þeirri orðsendingu til þeirra barna, sem skrifast á fyrir milligöngu Æskunnar, að rita alltaf greini- lega heimilisfang sendanda aft- an á bréfin. T. d. hefur bréfrit- ari gleymt heimilisfangi Guð- nýjar H. Óladóttur og biður hana vinsamlegast að senda sér það á ný. — Heimilisfang bréf- ritara er: Jóna Ingólfsdóttir, Hólabraut 14, Keflavik. Svar til G. S., Vík: Liklega er það svo, að munnhörpuleik- arar læra á þetta hljóðfæri með því að æfa sig sjálfir dag út og dag inn, þar til nokkurri leikni er náð. — Fjarstýrðar módel- flugvélar fást líklega helzt i hinum stærri tómstundabúðum 1 Reykjavík. — Næst þegar þú kemur hingað til höfuðborgar- innar skaltu reyna að spyrja um ensk flugblöð í Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Svar til Dldda, Sigga, Palla og Magga, Akureyri: Já, satt er orðið, verðbólgan kemur við Æskuna eins og annað nú til dags. Það er rétt hjá ykkur, Æskan kostaði aðeins kr. 2,50 „i gamla daga“, eða á árunum 1920—1930. Ég man, að þá var ég hálfan dag að vinna í vega- vinnu fj'rir einum árgangi af Æskunni. Núna eruð þið kann- ski lengur en hálfan dag að vinna fyrir árganginum, en þá er að gæta þess, að í gamla daga var Æskan aðeins 8 blað- síður. — Já, margt þarf að taka með i reikninginn, þegar verð- lagið „i gamla daga“ er borið saman við nútímann. Svar til D. S.: Spurning hans var: Hver voru Ólympíumetin i hundrað metra hlaupi, lang- stökki og stangarstökki fyrir 50 árum? — Á Ólympiuleikun- um 1920 var árangurinn: 100 m hlaup 10.8 sek., langstökk 7.15 m og stangarstökk 4.09 m. Svar til G. B„ Flateyri: Bezt mun vera fyrir þig og aðra, sem óska bréfavina, að senda 25 krónurnar i ónotuðum fri- merkjum. Svar til Katrínar, Hellu: í Færeyjum er t. d. gefið út blað- /■----------------------------- 'V. ið „Gladustrok" og er það 1110 barnasíðu. Utanáskrift: Mál 0 mentan, Box 222, TórsbavÐ’ Fproyar. Svar tll H. M. H.: Já. sC“d“ bara söguna og vertu e feimin við það. Vertu velko ^ in. Utanáskrift: Æskan, P hólf 14, Rvik. Já, Svar tli stelpu I Keflav , j tillaga þín um Lesendapos^ blaðinu er ágæt, en bygfDst a , vitað á því, að lesendur sc^ duglegir við að skrifa 11111 hugamál sín. Um verð ■®s'í““s. ar og stærð er rætt fyrr * Pc um þætti. Svar til L. G. F„ Brclðhoh1' Nei, ekki getum við frætt ^ um ætt þessa leikara eða he> ilisfang hans. HJÁLPIÐ MÖMMU ▼ Nælonsokkar þoma fljót- lega, ef þeim er vafið inn i handklæði eða dagblað og kreistir og hnoðaðir dálitla stund. ▼ Brennsluspíritus nær burt blekblettum úr kúlupennum. y Gott er að láta sjóðandi vatn standa um stund í skál, sem mamma ætlar að bræða i smjörlíki og sykur til baksturs, við það bráðnar það fyrr og blandast mun betur. y Látið mömmu vita af þvi góða ráði, að þegar hún hef- ur þvegið gluggarúðurnar, þá verða þær gljáandi lirein- ar, ef liún nuddar þær á eftir með dagblaðshnoðra. ▼ Sagt qr, að sé aspirín sett út í vatn, sem afskorin blóm standa í, auki það við ævi þeirra. ▼ Eftir baksturinn er gott fyr- ir mömmu að vefja kök- urnar inn í vaxborinn papp- ir, þá eiga þær ekki að þorna.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.