Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 46

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 46
H. H. í Reykjavik skrifar: „Hvernig get ég bezt búiíí mér til lítið, ódýrt gróðurhús i garðinum heima? Hef hitaveitu- vatn.“ Svar: Jú, ef þú gætir útvegað þér 10 stengur af steypustyrkt- arjárni, sverleiki 10 millimetrar og lengd á hverri stöng ca. 6 metrar. Bursta þarf ryðið af j’árninu með vírbursta og bera á það ryðvarnarmáiningu. Stengurnar þarf síðan að beygja í hálfhring og stinga þeim niður i jörðina þannig, að þær myndi hálfkúlu. Síðan er glært plast breitt yfir. Þetta hús gæti orðið u. þ. b. 6 fer- metrar. — Kostnaður við þes$a byggingu ætti ekki að þurfa að vera mikill. Eggert, Akureyrl, apyr: „Hve gamall þarf ég að vera til þess að byrja nám sem vél- stjóri á flugvélum? Svar: Þú þarft að hafa lokið gagnfræðaprófi og vera 16 eða 17 ára. Námið er mikið verklegt nám á verkstæði hjá meistara og tekur nálægt 5 árum. Þar af eru 2 mánuðir á ári nám 1 iðnskóia. Nonnl frá Vestmannaeyjum spyr: „Hver er unanáskrift hjá Andrés-Önd-blaðinu? Er liægt að gerast áskrifandi þess? Svar: Utanáskriftin er: And-. ers And (Andrés Önd), Guten- bergshus, Vognmagergade 11, 1120 Köbenhavn K, Danmark. M. G. P., Skagaflrðl, skrlfar: „Mig langar til að komast i bréfasamband við einhvern i Færeyjum. Hvernig get ég það?“ Svar: Reynandi væri fyrir þig að skrifa til Barnatíðindi, J. Berg, Vágur, Fproyar. Óhætt mun að skrifa á íslenzku. Guðmundur, Fjöllum, Keldu- hverfi, skrifar: „Ég safna úr- blásnum eggjum. Hvernig er bezt að geyma ]>au?“ Svar: Það er auðvitað hægt að smíða grunnan trékassa með smáhólfum, en það er dálitið SPURNINGAR OG SVÖR verk. Hins vegar mætti líka benda þér á eggjageymslur úr stinnum pappa, sem oft er hægt að fá i verzlunum fyrir litið eða ekkert verð. Magnús, Brekku, skrlfar: „Hvaða próf þarf að hafa til þess að komast í læknanám?" Svar: Þetta er háskólanám, og þvi þarf stúdentspróf til þess að komast i það. Svar til Arnalds, Húsavík: Nei, ekki vitum við um tölu flugvéla hér á landi, enda mun hún vera breytileg eins og t. d. tala skrásettra bifreiða. Fjöldi farartækja er breytilegur næst- um því frá degi til dags. Svar tii Jónu, Keflavík: Já, við skulum hér með koma þeirri orðsendingu til þeirra barna, sem skrifast á fyrir milligöngu Æskunnar, að rita alltaf greini- lega heimilisfang sendanda aft- an á bréfin. T. d. hefur bréfrit- ari gleymt heimilisfangi Guð- nýjar H. Óladóttur og biður hana vinsamlegast að senda sér það á ný. — Heimilisfang bréf- ritara er: Jóna Ingólfsdóttir, Hólabraut 14, Keflavik. Svar til G. S., Vík: Liklega er það svo, að munnhörpuleik- arar læra á þetta hljóðfæri með því að æfa sig sjálfir dag út og dag inn, þar til nokkurri leikni er náð. — Fjarstýrðar módel- flugvélar fást líklega helzt i hinum stærri tómstundabúðum 1 Reykjavík. — Næst þegar þú kemur hingað til höfuðborgar- innar skaltu reyna að spyrja um ensk flugblöð í Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Svar til Dldda, Sigga, Palla og Magga, Akureyri: Já, satt er orðið, verðbólgan kemur við Æskuna eins og annað nú til dags. Það er rétt hjá ykkur, Æskan kostaði aðeins kr. 2,50 „i gamla daga“, eða á árunum 1920—1930. Ég man, að þá var ég hálfan dag að vinna í vega- vinnu fj'rir einum árgangi af Æskunni. Núna eruð þið kann- ski lengur en hálfan dag að vinna fyrir árganginum, en þá er að gæta þess, að í gamla daga var Æskan aðeins 8 blað- síður. — Já, margt þarf að taka með i reikninginn, þegar verð- lagið „i gamla daga“ er borið saman við nútímann. Svar til D. S.: Spurning hans var: Hver voru Ólympíumetin i hundrað metra hlaupi, lang- stökki og stangarstökki fyrir 50 árum? — Á Ólympiuleikun- um 1920 var árangurinn: 100 m hlaup 10.8 sek., langstökk 7.15 m og stangarstökk 4.09 m. Svar til G. B„ Flateyri: Bezt mun vera fyrir þig og aðra, sem óska bréfavina, að senda 25 krónurnar i ónotuðum fri- merkjum. Svar til Katrínar, Hellu: í Færeyjum er t. d. gefið út blað- /■----------------------------- 'V. ið „Gladustrok" og er það 1110 barnasíðu. Utanáskrift: Mál 0 mentan, Box 222, TórsbavÐ’ Fproyar. Svar tll H. M. H.: Já. sC“d“ bara söguna og vertu e feimin við það. Vertu velko ^ in. Utanáskrift: Æskan, P hólf 14, Rvik. Já, Svar tli stelpu I Keflav , j tillaga þín um Lesendapos^ blaðinu er ágæt, en bygfDst a , vitað á því, að lesendur sc^ duglegir við að skrifa 11111 hugamál sín. Um verð ■®s'í““s. ar og stærð er rætt fyrr * Pc um þætti. Svar til L. G. F„ Brclðhoh1' Nei, ekki getum við frætt ^ um ætt þessa leikara eða he> ilisfang hans. HJÁLPIÐ MÖMMU ▼ Nælonsokkar þoma fljót- lega, ef þeim er vafið inn i handklæði eða dagblað og kreistir og hnoðaðir dálitla stund. ▼ Brennsluspíritus nær burt blekblettum úr kúlupennum. y Gott er að láta sjóðandi vatn standa um stund í skál, sem mamma ætlar að bræða i smjörlíki og sykur til baksturs, við það bráðnar það fyrr og blandast mun betur. y Látið mömmu vita af þvi góða ráði, að þegar hún hef- ur þvegið gluggarúðurnar, þá verða þær gljáandi lirein- ar, ef liún nuddar þær á eftir með dagblaðshnoðra. ▼ Sagt qr, að sé aspirín sett út í vatn, sem afskorin blóm standa í, auki það við ævi þeirra. ▼ Eftir baksturinn er gott fyr- ir mömmu að vefja kök- urnar inn í vaxborinn papp- ir, þá eiga þær ekki að þorna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.