Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 26
Flestir þekkja ævintýri H. C. Andersens um litlu stúlkuna
meS eldspýturnar. AnnaS heimsfrægt skáld, Dostojevski,
hefur skrifað um svipað efni, og fer saga hans hér á eftir
í íslenzkri þýðingu.
Fjodor Dostojevski.
Beininga-
drengurinn
Smásaga eftir
FJODOR DOSTOJEVSKI
g er skáld og ég býst við, að ég hafi skáldað þessa
sögu. Þegar ég segi „býst við“, þá er ég raunar
viss um, að ég hafi skáldað hana. En af einnl eða annarri
ástæðu finnst mér, að þetta hljóti raunverulega að hafa
gerzt, það hlýtur að hafa borið við jólakvöld nokkurt I
stórri borg í miklum kulda.
Ég sé drenginn fyrir mér, þetta er lítill drengur, aðeins
sex ára eða yngri. Þessi drengur vaknaði að morgni dags
I hráköldum kjallara. Hann var í eins konar frakkaræfli
utan yfir sér, en skalf af kulda. Hvítur gufustrókur stóð út
úr hónum, þegar hann andaði, og hann skemmti sér við það,
þar sem hann sat á harðri kassabrík, að banda gufunni
frá sér út [ loftið. En hann var óskaplega svangur. Hvað
eftlr annað hafði hann gengið að fletinu, þar sem móðir
hans lá veik á næfurþunnu teppisræksni. Hvernig hafði hún
komlzt hingað? Frá einhverju smá sveitaþorpi hafði hún
komið hingað með drenginn sinn, en hafði svo skyndilega
orðið veik. Kerlinguna, sem leigði út svefnfleti fyrir fá-
tækt fólk, hafði lögregian tekið daginn áður vegna ölæðls,
en hún hafði byrjað hátíðina í fyrra lagi. I öðru skúmaskoti
I kjallaranum lá áttræð aðframkomin kona og stundi af
kvðlum. Hún var amma og hafði gætt barna sinna og barna-
barna, en lá nú þarna einsömul og háði dauðastríð sitt.
Hún rumdi og stundi og atyrti drenginn, svo að hann varð
hræddur og þorði ekki að koma nærri henni.
Hann hafði fundið vatn útl I ganglnum, en gat hvergi
fundið svo mikið sem brauðskorpu til að eta, og margsinnis
reyndi hann að vekja móður sína. Að lokum varð hann
myrkfælinn, það rökkvaði, en enginn kveikti Ijós. Hann
þreifaði á andliti móður sinnar, en skildi ekkert í því, hvern-
ig á því.stóð, að hún hreyfði sig ekkert; hún var köld eins
og múrveggir kjallarans. Það var hryllilega kalt hérna,
hugsaði hann. Hann stóð stundarkorn kyrr með hendurnar
á öxlum liksins, svo blés hann i kaun til þess að ylja sér
á fingrunum, fann húfuna sína í hálfmyrkrinu og smaug út
úr kjallaranum. Hann vildi hafa komizt út fyrr, en var hrædd-
ur við stóran hund, sem allan daginn hafði verið geltandi
á tröppum við dyr nábúans. Nú var hundurinn farinn, og
drengurinn gekk út á götuna.
En sú borg! Aldrei hafði hann séð neitt þessu likt. ( þæn-
um, sem hann kom frá, var kolsvarta myrkur á næturnar,
aðeins eitt Ijósker fyrir alla götuna. Byrgt var fyrir glugga
litlu húsanna og göturnar voru mannlausar eftir að myrkt
var orðið. Fólkið lokaði sig inni í húsum, það voru aðeins
hundarnlr — og það var nóg af þeim — sem héldu uppi
hávaða og gelti um nætur. En þar hafði honum samt liðlð
vel, fengið nóg að borða og verið hlýtt. Ó, guð gæfi að
hann gæti nú fengið ofurlítið að borða! Þvilík umferð og ys
og þys alls staðar, blindandi skær Ijós og mannhaf um
allt — og þar að auki hestar og vagnar. En kuldinn, þessi
bftandi kuldi. Hln várma andgufa steig sem strókur út frá
nösum hestanna og niður um þunnt snjólagið yfir götu-