Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 60

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 60
GILSBAKKAÞULA Höfundur Gllsbakkaþulu er séra Kolbeinn Þorsteinsson, sem slðast var prestur I Miðdal. Kolbeinn var fæddur 1731, en dó 1783. Hann varð prestur I Sandfelli 1757, aðstoðarprestur séra Jóns Jónssonar á Gilsbakka 1759 og fékk loks Miðdal 1765. Hann þjóðist af holdsveiki síðustu ár sln. Hann er sagður hafa verið gáfumaður, skarpvitur og iðjusamur. Þá var hann vel skáldmæltur, meðal annars sneri hann Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á latlnu. Kona Kolbeins var Arndís, dóttlr séra Jóns á Gilsbakka og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur. Kolbeinn hefur ort þuluna á árunum 1759—64 til Guðrúnar eldri dóttur sinnar, og er verið að lýsa viðtökunum, sem hún fái hjá afa og ömmu á Gilsbakka á jólunum. Þessi ár bjó séra Kolbeinn á Bjarnastöðum í Hvítársíðu. Jón eldri og Jón yngri, Markús, Vilborg, Sigríður, Guðný og Margrét eru systkini Arndísar, móður-Guðrúnar litlu, en óvíst er um Þórð og Rósu. Gilsbakkaþula var fyrst prentuð I heild I Huld, safni alþýðlegra fræða íslenzkra, V. hefti, Reykjavík 1895. Kátt er ó jólunum, koma þau senn, — þá munu upp líta Gilsbakkamenn, upp munu þeir lita og undra það mest, útl sjá þeir stúlku og blesóttan hest, útl sjó þelr stúlku, sem um talað varð: „Það sé ég hér ríður Guðrún mín I garð, það sé ég hér ríður Guðrún mín heim.“ Út kemur hann góði Þórður einn með þeim, út kemur hann góði Þórður allra fyrst, hann hefur fyrri Guðrúnu kysst, hann hefur fyrri gefið hennl brauð, — tekur hann hana af baki, svo tapar hún nauð, tekur hann hana af baki og ber hana inn i bæ. „Kom þú sæl og blessuð," segir hann æ, „kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn, kannski þú sjáir hann afa þinn, kannski þú sjáir hann afa og ömmu þina hjá, þfnar fjórar systur og bræðurna þrjá; þlnar fjórar systur fagna þér bezt; af skal ég spretta og fóðra þinn hest, af skal ég spretta reiðtygjum þín; leiðið þér inn stúlkuna, Sigriður min, lelðið þér inn stúlkuna, og setjið hana i sess.“ „Já,“ segir Sigríður, „fús er ég til þess; já,“ segir Slgrlður — kysslr hún fljóð — „rektu þig ekki i veggina, systir mín góð, rektu þig ekkl I veggina, gakktu með mér.“ Koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer; koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð, — þar situr fólkið við tedrykkjuborð, þar situr fólkið og drekkur svo glatt, fremstur sltur hann afi með parruk og hatt, fremstur situr hann afi og anzar um sinn: „Kom þú sæl, dóttir min, velkomin inn, kom þú sæl, dóttir min, sittu hjá mér, nú er uppi teið, en ráð er við þvf, ég skal láta hita það aftur á ný, ég skal láta hita það helzt vegna þfn, — heilsaðu öllu fólkinu, kindin min, hellsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt.“ Kyssir hún á hönd sína og þá er hún nett, kyssir hún á hönd sína og heilsar án móðs; allir í húsinu óska henni góðs; allir i húslnu þegar I stað taka til að gleðja hana, satt er það, taka til að gleðja hana. Ganga svo Inn Guðný og Rósa með teketilinn, Guðný og Rósa með glóðarker. Anzar hann afi: „Nú líkar mér;“ anzar hann afi við yngra Jón þá: „Taktu ofan bollana og skenktu þar á, taktu ofan bollana og gáðu að því, sparaðu ekki sykrið að hneppa þar i, sparaðu ekki sykrið, því það hef ég til, allt vil ég gera Guðrúnu í vil, allt vil ég gera fyrir það fljóð; langar þig [ sirópið, dóttir mín góð? langar þig i sírópið?" afi kvað. „Æi ja ja, dáindi þykir mér það. Æi ja ja, dáindi þykir mér te.“ „Má ég bjóða þér mjólkina?" „Meir en svo sé.“ „Má ég bjóða þér mjólkina? Bið þú þá við. Sæktu fram rjóma í trogshornið, sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst, — vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst, vertu ekki lengi, þvi nú liggur á.“ Jón fer að skenkja á bollana þá, Jón fer að skenkja, ekki er það spé, sírópið, mjólkina, sykur og te, sfrópið, mjólkina; sýpur hún á; sætt mun það vera. „Smakkið þið á." Sætt mun það vera; sýpur hún af lyst, þangað til ketillinn allt hefur misst, þangað til ketillinn þurr er i grunn, þakkar hún fyrir með hendi og munn, þakkar hún fyrir og þykist nú hress. „Sittu nokkuð lengur, til samlætis, sittu nokkuð lengur, sú er min bón.“ Kallar hann afi á eldra Jón, kallar hann afi: „Kom þú til min,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.