Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 9
Aðeins tveir geta tekið þátt ( þessum
leik, en það er bót [ máli, að áhorfend-
ur láta sér varla leiðast meðan þeir
horfa á.
Settu stóla með undirskál á f sinn
hvorn enda á stofunni, og láttu svo fimm
steinvölur undir hvorn stól. Þátttakend-
ur staðnæmast svo hvor við sinn stól
með skeið I hendinni. Þegar skipað er:
i.Af stað“, taka þeir steinvölu ( skeið-
ina og hlaupa með hana að stólnum I
hinum endanum og leggja hana á und-
irskálina og hlaupa svo aftur eftir næsta
steini og svo koll af kolli. — Sá, sem
verður fyrstur með alla steinana, vinnur,
en mundu, að það er óleyfilegt að koma
við steinvölurnar með hendinni, aðeins
má nota skeiðina. Leikurinn er skemmti-
legur fyrir þá, sem horfa á, því að leik-
endurnir eru alltaf að rekast á og missa
þá steinana og verða að ná þeim upp
aftur með skeiðinni.
LEIKUR FYRIR TVO
Kletturinn, þar sem lík Jesú var lagt.
Utan I Móríahæð stendur enn hinn forni Grátmúr Gyð-
inga, og hefur hann verið grafinn upp af fornfræðingum.
Þar í námunda hefur verið grafið upp gólf I höll Heródesar
frá dögum Krists.
Þarna I Jerúsalem á hver staður sína sögu. Eln frægasta
gatd borgarinnar og jafnframt mikil verzlunargata er Vegur
þjáninganna eða Via dolorosa; eftir þeirri götu gekk Jesú
og bar sinn kross á leið til Golgata, en Golgata þýðir hausa-
skeljastaður.
Margar kirkjur frá mörgum þjóðum hafa verið reistar
Kristi til dýrðar. Kirkjur þessar eru frá ýmsum öldum, og
hafa þær verið reistar eins fagrar og mikilfenglegar og
menn framast gátu. I mörgum þessara kirkna logar fjöldi
kertaljósa á mörgum ölturum daga og nætur, og þar eru
menn á ferli allan sólarhringinn, og þar fer fram stöðug
guðsdýrkun I einhverri mynd.
Til Jerúsalem streymir ótölulegur fjöldi ferðamanna,
þegar hægt er fyrlr ófriði, og má þar heyra flestar heims-
tungur talaðar. Við nokkrir íslendingar göngum um þessi
stræti og hlustum á sögu borgarinnar, og vlð heyrum
dyn aldanna, elns og nið margra vatna. Sólin skln og
himinninn er heiður, en þó vitum við, að borginni er sklpt
Nokkrir Islendingar staddir f Getsemanegarði.
I tvennt með múr og gaddavír, og hefur svo verið frá þvl,
er Ásmundur biskup var þarna á ferð I sinni Jórsalaför
érið 1939.
Þorvarður Magnússon.
Gamlir menn á gangi I Jerúsalem.
7