Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 54

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 54
SJÖTTI KAFLI Nú bárust fréttir um það frá Norrlandi, að mömmu liði eftir atvikum vel, og þótti því alveg óþarft, að Magga færi strax norður. „Við erum orðnar svo æfðar í hjúkrunarstörfum, telp- ur mínar,“ skrifaði frú Schott, „að þið megið treysta því, að við látum mömmu ykkar líða vel. Læknirinn hérna er ungur og ötull og hefur orð á sér fyrir að vera mjög góður. Væri ekki betra, að þið kæmuð hingað um jólin? Þá verður Siri vonandi komin á fætur. Systir mín segir, að þið séuð velkomnar, og ekki er skortur á húsrúmi, eins og þið vitið. Og hún hefur ágætar þjónustustúlkur, sem hafa lengi haldið tryggð við hana, svo að þið þurfið ekki að óttast heldur, að átroðningurinn sé tilfinnan- legur. Heimilið er alveg eins og gömlu herragarðarnir, sem ég þekkti, þegar ég var ung, þar sem haldið er tryggð við gamla og góða siði. Nú fyrst finn ég, að ég er heima. Fyrst, þegar ég kom hingað, var allt svo framandi og þungt og dapurt. Þið vitið, að líf systur minnar hékk á þræði. Nú er hún orðin svo hress aftur, að hún annast stjórn heimilisins eins og tengdamóðir hennar gerði í gamla daga. Þið megið vera öruggar um, að ykkur leiðist ekki, ef þið komið . . „O, nei, nei,“ sagði Anna. „Ekki skil ég, að þið þurfið að óttast það. Ég er sjálf alin upp á svona herragarði, og mér fer ekki úr minni, hve gaman var að halda jólin með öllum þessum gömlu siðum og venjum. Helzt ættuð þið að fara nokkru fyrir jól, svo að þið gætuð notið þess að taka þátt í undirbúningnum. Það liggur við, að hann sé skemmtilegastur af öllu saman, og þá nýtur maður bezt ánægjunnar, þegar allt er orðið fágað og prýtt.“ Tim fannst blátt áfram hún finna ilminn af grenibarri og nýbökuðu jólabrauði. Og glaður bjölluhreimur og há- tíðlegur hljómur frá kirkjuklukkum ómaði fyrir eyrum hennar. Hún sá í huganum stórt bál og fannst það mundi vera á kirkjuhólnum, því að auðvitað hlaut að vera þar kirkjuhóll, og sjálfsagt var kynt bál þar á jóladagsmorg- uninn. Hún sá fyrir sér gamaldags herbergi og sal með hvít- þvegnum trégólfum og stífuðum, hvítum gluggaskýlum. Veggfóðrið var með ljósum rósum eða röndum, og fjöl- skyldumyndir af liðnum kynslóðum héngu þar auðvitað á veggjunum. Fagrar konur í flegnum og blómskreyttum knipplingakjólum. Karlmennirnir báru auðvitað heiðurs- merki, voru með geysiháa flibba og ef til vill hárkollur. Óðalið hafði fylgt sömu ættinni í meira en tvö hundruð ár. í dagstofunni stóð sjálfsagt forn slagharpa, sem gaf frá sér veika tóna, ef slegið var á gulnaðar nóturnar. Það væru helgispjöll að leika jazzlög eða nýtízku negratónlist á hana. Nei, auðvitað átti aðeins að leika á hana Vínár- valsa og þess konar hæglát og tíguleg danslög... „Um hvað ertu að hugsa?“ spurði Magga og lagði lóf- ann í hönd hennar. Það var á sunnudagsmorgni, sem bréfið kom, og syst- urnar voru báðar inni í herbergi mömmu, en Anna var farin niður í eldhús. „Ekki nokkurn skapaðan hlut,“ svaraði Tim glettnis- lega. „Víst væri yndislega gaman að fara,“ sagði Magga. „Ég er búin að grennslast eftir því, að ég get fengið frí á skrifstofunni.“ „Það er nú alveg sjálfsagt, að þú farir,“ sagði Tim og tók af skarið. „Það er skylda þín, því að annars mundi mömmu leiðast svo um jólin, að henni gæti hreint og beint versnað, ef þú ferð ekki.“ Magga var mjög efablandin, þó að hún vissi, að Tim hafði rétt fyrir sér. Auðvitað varð að koma því svo fyrir, að Tim gæti farið líka. Ekki gat hún skilið Önnu og hana einar eftir um jólin. „Ég skal reyna að komast eftir því með hægð og lagi,“ sagði Tim, „en forstjórinn er nú í ferðalagi, og ég er ekki hið minnsta inn undir hjá ungfrú Jónson, sem er deildar- stjórinn okkar, ekki hið minnsta, skal ég segja þér, svo að ég verð að fara ákaflega kænlega að, ef ég á ekki að missa stöðuna eins sviplega og ég fékk hana auðveldlega. Þú getur því nærri, Magga, að mig langar ekki síður til að fara en þig. Ég verð að doka við og sjá, hvað setur, og grípa tækifærið, ef einhvern tíma skyldi liggja svo vel á ungfrú Jónson, að ég þori að spyrja hana. En það verður að liggja alveg dásamlega vel á henni, þvi að þetta er svoddan blessuð tindabykkja, skal ég segja þér.“ „Elskan mín góða, ég held að það sé þá ekki annað en að þú færð þér aðra stöðu, ef ekki er hægt að mæla hana máli,“ sagði Magga. Bæði þetta „elskan mín“ og uppá- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.