Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 28
hans væri a5 syngja. — „Mamma, ég er sofandl, þa3 er
gott að sofa hér!"
„Komdu til jólatrésins míns, barnið mitt,“ hvislaði mild
rödd rétt hjá honum.
Fyrst hugsaði hann að þetta væri móðir sln, en það var
ekki hún. Hver gat það þá verið, sem var að kalla á hann?
Hann sá engan, en einhver beygði sig yfir hann og faðm-
aði hann að sér I myrkrinu. Hann breiddi út hendurnar —
nei, þvílík tindrandi Ijósadýrð! Og, nei, og þetta líka jólatré!
En gat þetta annars verið tré? hann hafði aldrei séð annað
eins tré. Hvar var hann staddur? Tindrandi Ijós allt um-
hverfis hann, og margar, margar brúður. Nei, annars, þetta
voru ekki brúður, það voru smádrengir og telpur, svo björt
yfirlitum, og þau dönsuðu kringum hann og flugu til hans
og kysstu hann, og hann starði á þau — og þarna sá hann
móður sina, hún horfði svo hamingjusöm á hann.
„Mamma, mamma, ó hve gott er að vera hér!“ hrópar
hann, og hann kyssir hin börnin og vill strax fara að segja
þeim frá brúðunum I verzlunargluggunum, og hann spyr
þau: „Hverjir eruð þið, drengir, og hverjar eruð þið, litlu
stúlkur?" Hann hlær og leikur við hvern sinn flngur.
„Þetta er jólatré Jesús," svara þau. „Þetta kvöld hefur
Kristur alltaf jólatré handa þeim börnum, sem ekki eiga
jólatré sjálf...“ Og þá vissi hann, að öll börnin I kringum
hann voru fátæk elns og hann; sum höfðu verið rekin frá
dyrum ókunnugs fólks og höfðu frosið I hel f einhverjum
húsagarðlnum. Önnur höfðu dáið í rennustelnunum; þegar
þau voru send út af fátækrabarnasjúkrahúsunum og enn
önnur höfðu orðið hungurmorða við köld brjóst mæðra sinna
[ járnbrautarlestum á þriðja farrými, þar sem kuldinn hafði
níst hjarta þeirra. En nú voru þau öll englar, gestir Jesús,
og hann var meðal þeirra. Hann réttl þeim hönd sína og
blessaði þau og hinar syndugu mæður þeirra. Og þarna
skammt frá þeim standa mæður þelrra og gráta. Þær þekkja
aftur litla drenglnn sinn eða litlu dótturina, og börnin
hlaupa upp í fang þeirra og kyssa þær og þurrka tár mæðra
sinna með litlu höndunum sinum, og biðja þær að hætta
að gráta, þvi að þau séu svo hamingjusöm núna...
Og niðri í kjallaranum fann húsvörðurinn litla drenginn
látinn á jóladagsmorguninn, þar sem hann hafði kropið
bak við þvottabalann. Móðirin fannst líka... Hún hafðl
látizt á undan drengnum. En þau höfðu hitzt aftur hjá guði
á himnum.
Hvers vegna hef ég skáldað upp aðra eins sögu og þessa
í dagbók mina, sem einungis átti að geyma raunverulega
hlutl? En þið skiljið það ef til vill, að ég get ekki komlzt
hjá því að hugsa mér, að allt þetta hafi raunverulega borið
við — ég á við það sem gerðist í kjallaranum við þvotta-
balann. Hvað jólatré Krists viðvíkur, get ég ekki fullyrt, að
hve mlkiu leyti það er raunveruleiki. En eitthvað verður skáld
þó að hafa leyfi til að skrifa um.
Veðrið var svo indælt. Ég var að
leika mér við Lalla og Imbu úti á hóln-
um. Þau voru nýkomin að Selhólum, og
mér þótti svo gaman að leika mér við
þau. Við vorum búin að raða skeljum
og völum um allan hólinn. Það var féð
okkar. Við tókum ekkert eftir þvi, að
regnskýin færðust smátt og smátt yfir
loftið. Þegar leikurinn stóð sem hæst,
kom dynjandi rigning.
Ég góndi upp í loftið og hugsaði sem
svo: „Æ, hvaða ósköp er að sjá þetta!
Svona mikið vatn getur ekki streymt
niður um litla sprungu." Ég var ekki
lengur i neinum vafa. „Ó, Guð hjálpi
mér, og mamma líka! — Imba! Imba!
Sérðu ekki gluggann, sem hefur brotn-
að þarna uppi?“ hrópaði ég og benti
upp ( loftið.
„Jú, ég held ég sjái það!“ sagði Imba
og fór að háskæla.
Himna-
glugginn
brotnar
Við vorum að smala fénu okkar, öll
rlðandi á prikum, þegar ósköpin dundu
yfir. Ég henti frá mér prikinu mínu,
skildi eftir öll gullin min og hljóp skæl-
andi heim túnið, eins og ég ætti lífið
að leysa. Lalli og Imba komu æpandi á
eftir mér. Þau vissu, að ég var speking-
ur að viti, það þurfti svo sem ekki að
rengja það, sem ég sagði, enda sá
Imba sjálf, með sínum eigin augum,
gluggann brotna!
Við æddum inn göngin og skelltum á
eftir okkur öllum hurðum. Lalli og Imba
gripu dauðahaldi i pilsfald mömmu sinn-
ar. Þau ætluðu alveg að æra hana með
óhljóðum, en ég stóð úti í horni skjálf-
andi af hræðslu.
„Eruð þið gengin af vitinu, börn?"
spurði húsmóðirin og hleypti brúnum.
„Það brotnaði einn glugginn þarna
uppi á himninum rétt áðan,“ svaraði
Imba kjökrandi, „og það streymdi svo
mikið vatn yfir okkur."
„Snáfið þið burt frá augunum á mér,
ellegar ég skal flengja ykkur," sagði
mamma hennar, „þetta er bara rign-
ing!“ Sigurbjörn Sveinsson.