Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 61
Rósin
rósin gul
Talið er, að gríska skáldkonan Sapphó (uppi á 6. öld
f. Kr.) hafi gefið rósinni nafnið „drottning blómanna". Það
heiðursnafn ber hún enn í dag.
Rósarækt er ævaforn. Sagt er, að skáldskapur Persa
hinna fornu ilmi af rósum. Þeir ortu mikið um rósir og
næturgala og gátu rímað þau orð saman á sínu máli (gul og
bulbui). Soldáninn svaf á rósablöðum og þurfti ærnar
birgðir frá rósagarðinum mikla (Gulistan), sem ævintýra-
legar frásagnir gengu af.
Persar fluttu rósavatn til Evrópu á miðöldum, og hafa
Evrópumenn ef til vill lært rósarækt af þeim. Grikkir fluttu
rósir til Italiu, og var jafnvel kornökrum breytt [ rósagarða.
Rómverjar komu rósarunnum í blóm í desember f eins kon-
ar gróðurhúsum. Veizluborð Rómverja voru skreytt rósa-
blöðum, og rósablöð flutu i víninu. Stúlkurnar notuðu feikn
af rósaolíu, sem varð afar dýr munaðarvara. Neró keisari
keypti rósir fyrir 200 þúsund krónur til elnnar stórveizlul
Margir kannast við máltækið að segja eitthvað „undir
rós". Voru Rómverjar vanir að hafa mynd af rós I loftinu á
matsölum sínum sem merki þagmælsku um það, er hjalað
var undir borðum.
Með Germönum var rósin tákn og ímynd ástarinnar. Unga
stúlkan gaf unnusta sínum rósagrein sem tryggðapant.
Síðar tók kaþólska kirkjan rósina I þjónustu trúar og listar.
Flestar munu hlnar fornfrægu rósir hafa verið rauðar
eða hvítar. En svo komu Tyrkir til sögunnar. Þeir ræktuðu
gular rósir um aldamótin 1600, og breiddust þær út um
Evrópu á 17. öld.
Nú eru ræktaðar allmargar tegundir villirósa og geysi-
legur fjöldi kynbættra tegunda eða bastarða. Algengasta
INGÓLFUR DAVlÐSSON.
garðrósin á íslandi er ígulrósin (Rosa rugosa), sem þrifst
hér prýðilega, þótt komin sé alla leið frá Norður-Kína,
Kóreu og Japan. Hin skemmtilega rauðblaðarós er ættuð
frá fjöllum Mið- og Suður-Evrópu. Meyjarrósin (Rosa Moy-
esii) vex villt I Kina, skammt frá landamærum Tíbets, I
2000—3000 metra hæð yfir sjó. Samt blómgast hún ágæt-
lega I Reykjavík og á Akureyri og verður 2—3 m há alsett
rauðum blómum. Margar fleiri rósategundlr vaxa vel I
görðum hér á landi.
En eru til islenzkar rósir? Já, meira að segja tvær teg-
undir: glitrós og þymirós. Glitrósin vex aðeins hjá Kvi-
skerjum í Öræfum og á þar í vök að verjast í skriðurunninnl
brekku. Eggert Ólafsson nefnir hana ( ferðabók sinnl.
Þyrnirósin vex aftur á móti á allmörgum stöðum (sbr. Flóru
fslands). Um miðjan ágúst s.l. var t. d. allstórt svæði við
Hestakleifagil (við Arnarstapahlíð) í (safirði vestra hvítt af
rósablómum að sögn bæjarfógetans í (safjarðarkaupstað.
Þyrnirós vex á talsverðu svæði að Klungurbrekkum i Dala-
sýslu. Staðarnafnið er merkilegt og eflaust fornt. Klungur-
er nefnilega gamalt nafn á rós (og lifir enn í Noregl). „Að
hlaupa um kletta og klungur" merkir upprunalega að hlaupa
um grjót og rósarunna, sem jafnan eru ærið þyrnóttir og
erfiðir yfirferðar.
Ræktaðar eru rósir á (slandi [ görðum, gróðurhúsum og
stofum. Rósin er jafn vinsæl og dáð og fyrlr þúsundum ára.
NÝR ÞÁTTUR
— sæktu ofan í kjallara messuvin,
sæktu ofan I kjallara messuvín og mjöð,
ég ætla að veita henni, svo hún verði glöð,
ég ætla að veita henni vel um stund.“
Brátt kemur Jón á föður síns fund,
brátt kemur Jón með brennivínsglas,
þrífur hann staupið, þó það sé mas,
þrifur hann staupið og steypir þar á;
til er henni drukkið og teygar hún þá,
til er henni drukkið ýmislegt öl,
glösin og skálarnar skerða hennar böl,
glösin og skálarnar ganga um kring,
gaman er að koma á svoddan þing,
— gaman er að koma þar Guðný ber
Ijósið i húsið, þá húmið að fer.
Ljósið i húsinu logar svo glatt,
amma gefur brauðið, og er það satt,
amma gefur brauðið og ostinn við;
Margrét er að skemmta að söngvara sið,
Margrét er að skemmta, það er henni sýnt,
— þá kemur Markús og dansar svo fínt,
þá kemur Markús i máldrykkjulok,
leikur hann fyrir með latinusprok,
leikur hann fyrir með lystugt þel.
— Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel.
Kolbeinn Þorsteinsson.