Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 29

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 29
Marcellus brá sverSi. Þá var3 allt svo Ijómandi bjart... í stjörnubliki — BARNASAGA EFTIR AXEL BRÆMER — Pegar Kiriníus var landshöfSingi I Sýrlu, var einn her- manna hans, sem hét Vítellíus, staðsettur i gyðinga- bænum Betlehem, og hann var raunamæddur. Hann þráði konu sina og litla dóttur, sem bjuggu í Róm, og hann fór út að ganga til að slæva heimþrána. Vitellíus áttl óvin, hermann, sem hét Marcellus og hataðist við Vítellíus, því að hann hafði komið upp um, að Marcellus hafði rangt við í spilum. Þessi vondi hermaður elti hann til að stinga hann á hol á einhverjum heppilegum stað. Vítellíus gekk um göturnar og átti sér einskis ilis von. Það var mannmargt á götunum, því að Ágústus keisari hafði lagt svo fyrir, að manntal skyldi fara fram og allir, sem fæðzt höfðu í Betlehem, komu því til borgarinnar. Öll herbergi voru þéttsetin og stöðugt bættust nýir ferðamenn í hópinn. Vítellíus nam staðar fyrir utan eina krá i útjaðri bæjarins, því að hann heyrði gestgjafann segja ruddalega: „Hér er ekkert herbergi að fá! Hypjið ykkur!" „Við höfum farið um allt, og enginn getur hleypt okkur inn," sagði maðurinn, sem svo var ávarpaður, blíðlega en þó biðjandi. „Konan mín á von á barni. Þú verður að hýsa okkur!" Vítellíus virtl þau nánar fyrir sér. Maðurinn, sem gest- gjafinn var að reka á brott, var augsýnilega fátækur hand- verksmaður, 'máske trésmiður. Hann teymdi asna, og kona hans sat á asnanum. Hún var veikluleg og þreytt að sjá, en þó Ijómaði á andliti hennar eitthvað svo undursamlega hreint og fagurt, að hranalegi hermaðurinn laðaðist ósjálfrátt að henni, og honum fannst stór, dökk augu hennar horfa biðj- andi á sig. Víteilíus var góður maður, og hann kenndi í brjósti um þessi vegvilltu hjón, sem bersýnilega voru Gyð- ingar. Hann gekk nær og sagði skipandi: „Útvegaðu þeim húsaskjól, gestgjafi! Eitthvert skot hlýtur að vera laust." Gestgjafinn horfði feimnislega á stoltan Rómverjann og svaraði sleikjulega: „Ja, fyrst hermaðurinn óskar þess. En ég get aðelns boðið þeim í fjárhúsið. Þau verða að hvíla þar.“ Iðnaðarmaðurinn þakkaði glaður fyrir sig, og konan hans brosti mildilega. Vítellíus komst undarlega við af þessu brosi. Hann gekk sína leið léttari í bragði og hafði ekki hugmynd um, að óvinur hans fylgdi honum fast eftir. Hann fór út fyrir bæinn til að geta hugsað um ástvini sina heima í næði. Myrkrið féll á, og stjörnurnar blikuðu á himninum. Vítellí- us gekk og gekk, og Marcelius fylgdi honum fast eftir eins og vondur skuggi. Loks fannst honum stundin upp runnin til að fremja illvirkið. VíteHíus hafði numið staðar útl á engi, og þar stóð hann og starði á stjörnurnar. Sérstaklega stór og falleg stjarna hafði vakið athygli hans. Honum fannst hún stefna til bæj- arins. Skyldl hún skína yfir Rómaborg? hugsaði hann. Yfir konu minni og dóttur? Ætli þær hugsi tii mín núna? Marcellus hafði ekki veitt stjörnunni eftirtekt, því að hann hugsaði aðeins um illvirkið. Hann skimaði flóttalega um- hverfis sig. Fáeinir hjarðmenn voru skammt frá, og hann glotti. Þeim yrði kennt um morðið. Hann dró sverð sitt úr slíðrum og læddist nær. Nú ætlaði hann að fremja ódæðið. Vítellíus stóð eins og stytta og sneri baki við honum; betra tækifæri gat hann ekki kosið. Marcellus tók tvö skref enn og brá sverðinu. Villt hefndarþrá afmyndaði andlit hans. En einmitt þegar dauðinn var ekki steinsnar frá Vitellíusi, Ijómaði himnesk birta um allt, og englasöngur heyrðist af himnum. Marcellus lét höndina falla og starði skelfdur og sleginn á þessar yfirnáttúrlegu verur, sem svifu frá himn- um að þeim stað, sem fjárhirðarnir lágu á, og mild rödd sagði: „Óttist ei, því að ég boða yður mikinn fögnuð. Yður er í dag frelsari fæddur!" Vítellíus kraup undrandi á kné, en hann var ekkert hræddur meðan hann varð vitni að þessum dásamlega at- burði. Hann hljóp með fjárhirðunum til bæjarins, þegar Ijós- ið hvarf, söngurinn þagnaði og allt varð dimmt á ný. „Hér er þaðl" sögðu þeir og námu staðar við krána, sem fjárhúsið var við, en yfir því Ijómaði stjarnan svo mikil og björt. Og þeir fóru inn. Þá sá Vítellíus, að þetta var sama kráin og hann hafði staðið fyrir utan skömmu áður. Hann elti hjarðmennina, og sjá — maðurinn og konan, sem hann hafði aðstoðað, voru þar inni, og í jötunni lá nýfætt barn, sem hirðarnir krupu fyrir. Vítellíus kraup líka, og honum fannst barnið og móðir þess brosa svo fagurlega til sín, að hann gleymdi þvi aldrei. Hann var mjög hrærður, þegar hann yfirgaf fjárhúsið og fór aftur til herbúða sinna. Hann sá ekki fyrr en daginn eftir, að hægri handleggur Marcellusar hékk lamaður við hlið hans. Höndin, sem hann hafði notað til að gefa rangt í spilum og ætlaði að vega með launvíg, var orðin máttlaus, því að hann lamaðist fyrstu jólanóttina á enginu við Betlehem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.