Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 33
Nú varð konungur reiður og hrópaði: >,Þegiðu, ég vil
ekki heyra orð um þetta — þú ert sem fleiri hræddur um
líf þitt.“ Og eins og til að undirstrika þetta sló konungur
í hest sinn, svo að hann þaut af stað og Bertel dróst
aftur úr.
Bertel sárnaði, að konungur skyldi halda, að hann væri
hræddur. Hann var alls ekki hræddur — hann hafði bara
sagt skoðun sína á því, sem hann var spurður um, því
honum fannst sem liðsforingjunum, að þessar ferðir kon-
ungs væru ekki til annars en hætta lífi hans til einskis.
Hvar voru þeir staddir, ef konungsins missti við? Það
var hann, sem öllu stjórnaði.
Allt í einu fann Bertel, að hnakkgjörð hans hafði losnað.
Hann fór af baki til þess að spenna hana betur. Er hann
var að stíga af baki, leit konungurinn um öxl. „Já, farðu
bara aftur til herbúðanna, ef þú ert hræddur,“ kallaði
hann um leið og hann hvatti hest sinn sporum og var
brátt úr augsýn.
Nú helclur hann, að ég hafi farið af baki vegna hræðslu,
hugsaði Bertel, en ég hlýt að ná honum.
En hnakkgjörðin hafði bilað, og í kuldanum tók það
hann Iangan tíma að koma henni í Iag aftur. Farið var
að bregða birtu, er Bertel steig aftur á bak hesti sínun\.
En um leið sá hann sjón, er fyllti hann ótta, því út úr
dimmum skóginum á vinstri höncl honum þaut flokkur
gráleitra skugga út á snjóbreiðuna.
Bertel sá strax, að þetta voru úlfar, hungraðir úlfar
að elta bráð, er J)eir höfðu fengið veður af. Þeir liöfðu
ekki fundið lyktina af Bertel, því vindurinn stóð af úlf-
unum til hans, þótt hann væri nálægt, en það var kon-
ungurinn, scm Jjeir eltu. Bertel skalf við hugsunina um
það, sem gerast mundi, ef þeir næðu konunginum. Eng-
inn hestur mundi hafa við úlfunum. í einu vetfangi tók
Bertel ákvörðun. Hann sneri hesti sínum og rak upp óp
mikið.
Úlfarnir sperrtu eyrun og komu nú auga á Bertel, þar
sein liann Jiaut eftir sléttunni, og þeir breyttu stefnu og
eltu hann. Bertel keyrði hestinn áfram, en brátt fann
bann, að hesturinn var að gefast upp, og nú voru góð ráð
dýr. Þarna stóðu nokkur stök tré upp úr sléttunni; bara
að hann næði þangað, Jiað gæti orðið honum til bjargar,
en veslings hestinum yrði hann að fórna. Þegar hann var
rótt kominn að einu trénu, sendi hann kúlu í gegnum
höfuð hestsins, sem féll um leið niður. Bertel var fljótur
að losa sig úr ístöðunum, greip flautuna sína og klifraði
upp í tréð.
Úlfarnir komu nú og réðust á hestshræið, en Bertel
hafði klifrað svo hátt upp í tréð, að hann var úr allri
hættu. Þegar villidýrin höfðu satt hungur sitt að mestu,
reyndu Joau að ná til Bertels í trénu, en Jiegar Jxið tókst
ekki, settust úlfarnir í hring umhverfis tréð og störðu á
Bertel með glóandi glyrnunum.
Þegar Bertel sá, að hann var ekki í bráðri hættu, kom
liann sér vel fyrir á stórri grein og studdi bakið við
stofninn, tók fram flautuna sína og byrjaði að leika.
Þunglyndislegir flaututónarnir bárust út yfir sléttuna.
Úlfarnir voru ekkert hrifnir af þessum tónum, því öðru
hverju ýlfruðu Jieir allir í kór, en það var eins og ýlfur
þeirra snerti ekki Bertel. Hann var allur á valdi tón-
anna úr flautunni sinni.
Þó að Bertel væri vel búinn og varinn fyrir frostinu,
var honum auðvitað kalt, og öðru hverju hætti hann að
spila til að berja sér til hita. Nóttin var að nálgast. Það
var tunglskin og stjörnubjart. Allt í einu heyrði hann
lúðurhljóm í fjarska. Hann þekkti strax, að þetta var
merki frá hans mönnum. Hann blés eins fast í flautuna
og hann orkaði til svars, og rétt á eftir heyrði hann lúður-
hljóminn aftur og nú nær.
Að lítilli stundu liðinni sá hann sér til gleði flokk
sænskra hermanna koma í Ijós úti á sléttunni. Hann liélt
áfram að leika á flautuna til að vísa þeim veginn, og úlf-
arnir ýlfruðu enn þá undir trénu, en allt í einu hættu
þeir og lúskruðust af stað með rófuna milli fótanna. Þeir
hiifðu komið auga á flokkinn, sem stefndi í áttina til þeirra
og sáu fljótt, að þar var við ofurefli að etja.
Hermennirnir runnu á flautuhljóminn og komu að
trénu.
„Nú, þarna ert þú þá, Bertel,“ sagði liðsforinginn, sem
31