Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 27
Jólaskipið
Jólaskipið er gert úr furufjöl, sem er 30 cm á lengd og 9 cm
á breidd. Þykktin á fjölinni mætti vera 2 cm.
Með laufsög er gerður stafn á skipið, og öll er fjölin hefluð og
slipuð vel með sandpappír. Tvö göt eru gerð, þar sem siglutrén
standa, en þau eru nú raunar kerti.
Fjórar holur þarf að bora niður í þilfarið til þess að stinga I
9i"enigreinunum. Tvær þeirra eru aftur í skut, ein í miðju skipi og
ein frammi í stafni. Að síðustu eru svo nokkur epli lögð á þilfarið.
Skipig mætti mála með skærum litum, t. d. þilfarið gult en kinn-
unga rauða. Kertahaldara úr málmi þarf að setja í holurnar, þar
sem kertin standa.
steinunum heyrðist glaumur af hófaskellum þeirra, er þeir
tróðu eftir götunum. — Ó, guð hvað hann var svangur, —
bara að hann fengi ofurlítinn bita. Hann tók. að sviða af
kulda í litlu, grönnu fingurna sína. — Lögregluþjónn gekk
fram hjá, en hann leit undan til þess að þurfa ekki að horfa
á drenginn.
Og nú blasti við ný gata. En hvað hún var breið. Hér
hlaut oft að vera ekið yfir fólk, — eins og fólkið líka hleypur
og eins og farartækin aka! Eða Ijósin — allt í Ijóshafi! Og
hvað var nú þetta? Geysistór gluggi. Og Innan við rúðuna
tré, sem nær alveg upp I loftið þar inni. Það er jólatré
með mörgum smáum Ijósum, silfur- og gullpappír og epl-
um og litlum hestum og brúðum; og umhverfis það hleypur
barn í stofunni og það er í svo fallegum fötum, og það
lelkur sér og hlær, og borðar og drekkur dýrindis krásir.
Og nú byrjar lítil telpa að dansa við drenginn; en hvað hún
var falleg, litla stúlkan! Og tónllst berst út um gluggann.
Lltli drengurinn úti á götunni horflr inn um gluggann, og
hann hrífst svo með gleði barnanna, að hann tekur að
hlæja, enda þótt hann verki f tærnar af kulda og fingur
hans séu rauðir og stirðlr. En hann finnur skyndilega, hve
örðugt hann á með að beygja þá. Hann verkjar þá svo sárt,
að hann fer að gráta og hleypur áfram.
En hann ber að öðrum glugga og innan við hann er Ifka
jólatré, og þar er borð, fullt af kökum og rauðum og gulum
möndlum, og þarna sitja nokkrar stúlkur og gefa kökur
þeim, er inn koma. Og stöðugt streymir fólk inn frá göt-
unni. Litli drengurinn þokar sér að dyrunum, og skyndilega
opnar hann og gengur inn. Ó, vinur kær, hrópuðu stúlk-
urnar til hans og böðuðu út öllum öngum, og ein lítil stúlka
kom hlaupandi til hans, stakk skildingi í lófa hans og opn-
aði sjálf fyrir hann hurðina. Hann varð svo hræddur! Skild-
ingurlnn skondraði úr hendi hans niður eftir tröppunum,
Þvl að hann gat ekki haldið honum í krókloppnum fingr-
unum. Hann hljóp í brott svo hratt sem hann komst, án
þess að hugsa um það, hvert hann hljóp. Hann vildl gráta,
en vissl, að hann gæti ekki bara hlaupið og bláslð I kaun
tll þess að verma fingur sina. Hann var svo vansæll og
óhamingjusamur, hann fann sig svo undarlegan og ein-
mana í öllu þessu mannhafi — svo einmana og yflrgeflnn.
En skyndilega .. . Ó, guð, hvað var nú þetta? Hópur fólks
stendur úti fyrir einum glugganum og á milli þess getur
hann séð inn um rúðuna, hvar þrjár stórar grænklæddar
brúður voru, og þær lita alveg eins út og lifandi verur. Ein
þeirra... það er raunar gamall maður ... situr og lelkur á
fiðlu, en hinar standa við hlið spilarans og kinka kolli og
bæra varirnar, eins og þær séu að tala saman, en ekkert
heyrist þó frá þeim út fyrir rúðuna. Fyrst áleit drengurinn,
að þetta væri lifandi fólk, en þegar hann sá, að svo var
ekkl, tók hann að hlæja. Aldrei hafði hann séð annað eins;
honum var grátur í hug, en þó hló hann, þvf.að þetta var svo
kátleg sjón! En í sömu andrá var kippt f hann aftan frá;
það var stór stráksláni, og þessi óþokki sló hann f hnakk-
ann, reif af honum húfuna og sparkaði f hann. Litli dreng-
urinn féll við, og fólkið hrópaði upp yfir sig. Hann brölti
aftur á fætur og hljóp á brott; hann var örvita af angist og
hljóp éins og fætur toguðu, hugsunarlaust og utan við slg,
unz hann fann sér afdrep í kjallaranum. Þar fleygði hann
sér niður bak við þvottabala. Hér fann hann sig öruggan.
Þarna var myrkur, svo að ,,þeir“ mundi ekki geta fundið
hann.
Þarna sat hann og náði vart andanum af ótta. En allt I
einu, já, alveg skyndilega, leið honum orðið vel; hann fann
ekki lengur neina verki í höndunum eða fótunum, og hon-
um varð svo notalega hlýtt, alveg eins og hann sæti uppi
á ofninum heima. Hann hafði næstum sofnað. En hvað það
hlaut að vera gott að sofa hér. Ég ætla að hvfla mig hér
um stund, og svo ætla ég að fara aftur og Ifta á brúðurnar,
hugsaði drengurinn og brosti með sjálfum sér — alveg
eins og þær væru lifandi!... Þá heyrðist honum sem móðir
25