Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 57
Úr kvikmyndinni „FlóttamaSurinn", frá árinu 1917.
mér sem ég sigldi undir fölsku flaggi, ég
létist vera lögmætur hótelgestur, — en I
rauninnl væri ég bara flækingur í leit að
húsaskjóli. Ég gekk inn og hrasaði strax
um fæturna á konu nokkurri, sneri mór
við og tók ofan í afsökunarskyni. Ég sneri
frá hennl, og nú hrasaði ég um hrákadall,
sneri enn við og tók ofan. Þeir voru farnir
að hlæja handan við kvikmyndavélina.
Múgur og margmenni hafði safnazt þar
saman, — ekki bara leikararnir úr hinum
flokkunum, heldur líka sviðsfólkið, smið-
Irnir og fólkið úr fatageymslunni. — Þetta
var viðurkenning I lagi! Áður en langt um
leið sá ég hvar Ford Sterling gægðist
fram yfir axlir þeirra. Og þegar þessu var
lokið, vissi ég, að nú hafði mér tekizt upp.
Þetta varð langt atriðl, meira en 75 feta
filma. Síðar ræddu þelr Sennett og Lehr-
man það sín í milli, hvort ekki ætti að
stytta hana; meðallangt gamanatriði var
sjaldan yfir tíu fet. „Skiptir lengdin máli?“
spurði ég, „ef það er bara sniðugt.“ Þeir
klipptu ekki burtu eitt einasta fet. Og þar
sem klæðnaðurinn hafði blásið mér leikn-
um í brjóst, ákvað ég á stundinni, að ég
skyldi halda mig við þetta gervi eftirleiðis,
hvað sem I skærist.
Flækingurinn var öðruvísi en allir aðrir
og alveg ókunnur amerískum áhorfendum;
ég þekkti hann ekkl einu sinni sjálfur. En
þegar ég var kominn í gervi hans, fannst
mér hann raunveruleikl, lifandi maður.
Úr kvikmyndinni „Hundalíf".
Sannlelkurinn er sá, að frá honum fékk ég
alls kyns fáránlegar hugmyndir og uppá-
tækl, sem mér hefði aldrei dottið i hug
sjálfum — fyrr en ég var kominn I gervi
flækingsins.
Ég undi vel leiðsögn Sennetts; allt gerð-
ist á sviðinu og kom eins og af sjálfu sér.
Enginn var með öllu viss I sinni sök —
ekki einu sinni leikstjórinn sjálfur — mér
fannst því ég hlyti að kunna eins mikið fyr-
Ir mér og hver annar. Af þessu óx mér
sjálfstraust; ég kom með uppástungur, sem
Sennett tók þakksamlega. Þannig kom mér
sú trú, að ég gæti sjálfur samið mína eigin
gamanleiki. Það átti ég Sennett að þakka.
En þótt ég hefði fallið Sennett i geð, átti
ég enn eftir að vinna mér hylli áhorfenda.
GAMANLEIKUR OG
ELTINGALEIKUR
í næstu mynd var ég aftur undir stjórn
Lehrmans. Eins og fyrri daginn hafði ég
nógar hugmyndir á takteinum, þegar við
hófumst handa. Hann hlustaði á mig og
brosti við, en vísaði öllu á bug. „Þetta kann
að þykja skoplegt í leikhúsi," sagði hann,
„en i kvikmyndum er enginn tími til þess
arna. Okkur liggur á, — gamanleikur er
eltingaleikur."
Ég var ekki sammála. „Kímni er kímni,
hvort sem er á sviði eða í kvikmynd,“ sagði
ég. En hann heimtaði S'ífellt það sama
gamla, það sem Keystone hefði alltaf gert.
— Lelkur varð ævinlega að vera hraður:
hlaup og stökk á húsþökum og uppi á
strætisvögnum, fram af árbökkum og
bryggjum. Mér tókst að koma ofurlltlu af
mínu eigin gamni á framfærl ( blórá við
allar kenningar hans; en eins og áður
spillti hann því öllu [ klippingu.
Framh.
Hvar er hann?
FELUMYND
55