Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 57

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 57
Úr kvikmyndinni „FlóttamaSurinn", frá árinu 1917. mér sem ég sigldi undir fölsku flaggi, ég létist vera lögmætur hótelgestur, — en I rauninnl væri ég bara flækingur í leit að húsaskjóli. Ég gekk inn og hrasaði strax um fæturna á konu nokkurri, sneri mór við og tók ofan í afsökunarskyni. Ég sneri frá hennl, og nú hrasaði ég um hrákadall, sneri enn við og tók ofan. Þeir voru farnir að hlæja handan við kvikmyndavélina. Múgur og margmenni hafði safnazt þar saman, — ekki bara leikararnir úr hinum flokkunum, heldur líka sviðsfólkið, smið- Irnir og fólkið úr fatageymslunni. — Þetta var viðurkenning I lagi! Áður en langt um leið sá ég hvar Ford Sterling gægðist fram yfir axlir þeirra. Og þegar þessu var lokið, vissi ég, að nú hafði mér tekizt upp. Þetta varð langt atriðl, meira en 75 feta filma. Síðar ræddu þelr Sennett og Lehr- man það sín í milli, hvort ekki ætti að stytta hana; meðallangt gamanatriði var sjaldan yfir tíu fet. „Skiptir lengdin máli?“ spurði ég, „ef það er bara sniðugt.“ Þeir klipptu ekki burtu eitt einasta fet. Og þar sem klæðnaðurinn hafði blásið mér leikn- um í brjóst, ákvað ég á stundinni, að ég skyldi halda mig við þetta gervi eftirleiðis, hvað sem I skærist. Flækingurinn var öðruvísi en allir aðrir og alveg ókunnur amerískum áhorfendum; ég þekkti hann ekkl einu sinni sjálfur. En þegar ég var kominn í gervi hans, fannst mér hann raunveruleikl, lifandi maður. Úr kvikmyndinni „Hundalíf". Sannlelkurinn er sá, að frá honum fékk ég alls kyns fáránlegar hugmyndir og uppá- tækl, sem mér hefði aldrei dottið i hug sjálfum — fyrr en ég var kominn I gervi flækingsins. Ég undi vel leiðsögn Sennetts; allt gerð- ist á sviðinu og kom eins og af sjálfu sér. Enginn var með öllu viss I sinni sök — ekki einu sinni leikstjórinn sjálfur — mér fannst því ég hlyti að kunna eins mikið fyr- Ir mér og hver annar. Af þessu óx mér sjálfstraust; ég kom með uppástungur, sem Sennett tók þakksamlega. Þannig kom mér sú trú, að ég gæti sjálfur samið mína eigin gamanleiki. Það átti ég Sennett að þakka. En þótt ég hefði fallið Sennett i geð, átti ég enn eftir að vinna mér hylli áhorfenda. GAMANLEIKUR OG ELTINGALEIKUR í næstu mynd var ég aftur undir stjórn Lehrmans. Eins og fyrri daginn hafði ég nógar hugmyndir á takteinum, þegar við hófumst handa. Hann hlustaði á mig og brosti við, en vísaði öllu á bug. „Þetta kann að þykja skoplegt í leikhúsi," sagði hann, „en i kvikmyndum er enginn tími til þess arna. Okkur liggur á, — gamanleikur er eltingaleikur." Ég var ekki sammála. „Kímni er kímni, hvort sem er á sviði eða í kvikmynd,“ sagði ég. En hann heimtaði S'ífellt það sama gamla, það sem Keystone hefði alltaf gert. — Lelkur varð ævinlega að vera hraður: hlaup og stökk á húsþökum og uppi á strætisvögnum, fram af árbökkum og bryggjum. Mér tókst að koma ofurlltlu af mínu eigin gamni á framfærl ( blórá við allar kenningar hans; en eins og áður spillti hann því öllu [ klippingu. Framh. Hvar er hann? FELUMYND 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.