Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 43
Ferðalangarnir í heimsókn hjá Volvo-verksmiSjunum í Gautaborg.
móttökusal gistihússins, og ekki lét
Karin standa á sér. Þarna beið hún,
vel útsofin og brosmild og var í bezta
skapi, enda þótt hún hefði orðið að
bíða eftir þeim til kl. 23:00 kvöldið
áður. Nú var ekið sem leið lá til Volvo-
verksmiðjanna. Þær liggja úti á Tors-
landa, örskammt frá flugvellinum. Þar
er geysistórt svæði, sem tilheyrir þess-
ari stærstu bílaverksmiðju á Norður-
löndum og sennilega stærsta einka-
fyrirtæki í Skandinavíu. Veðrið var
svo dýrðlega gott, að það var næstum
synd að fara inn í vinnusalina, eða
svo fannst drengjunum. Þó var til-
hlökkunin og forvitnin vegna þess að
I eiga nú að sjá, hvernig bíll væri smíð-
aður, öllu öðru yfirsterkari. Við aðal-
inngang í verksmiðjuna tók maður úr
kynningardeild fyrirtækisins á móti
þeim. Þau urðu að skilja myndavélar
sínar eftir við hliðið, því að bannað
er að taka myndir inni í verksmiðj-
unni. Iðnaðarnjósnir eru ekki síður
vel þekkt fyrirbrigði en pólitískar- og
hernaðarlegar njósnir. Öll fyrirtæki,
sem eiga í harðri samkeppni við önn-
ur svipaðs eðlis, banna því mynda-
tökur gesta, sem koma í heimsókn.
Þetta kom þó ekki að sök vegna þess
að fyrirtækið gaf þeim myndir og
bæklinga með upplýsingum um starf-
semina, sem er margþætt og mjög
umfangsmikil. Þau settust upp á lít-
inn vagn, sem dreginn var af litlum
traktor. Maðurinn, sem hafði tekið á
móti þeim, stóð fremst á vagninum
og talaði við þau í gegnum hljóð-
nema og hátalarakerfi. Þetta var hin
skemmtilegasta ökuferð meðfram verk-
smiðjubyggingunum, sem þarna eru
1300 metrar á lengd. Þau héldu fyrst
inn í verksmiðju, þar sem þrykktir
5 eru hlutir, sem eiga að fara í bílana.
Þarna voru stórar rúllur úr stáli. Af
rúllunum var dregið eins og þegar
! umbúðapappír er tekinn til þess að
pakka inn vörum í matvörubúð.
Þarna fóru hins vegar stálþynnurnar
inn í stórar vélar, margra mannhæða
háar, sem skáru þær til og mótuðu,
stönsuðu þannig að úr urðu hliðar í
bíla, þök í bíla, kistulok, vélarhús,
vélarhlífar og allt, sem heiti hefur.
Þau óku hægt um inni í þessum
stóru vinnuskálum og horfðu á risa-
vaxnar vélarnar móta stálið og klippa
það. Risahendur úr stáli gripu plöt-
urnar um leið og þær komu undan
þessum þungu pressum, sem þrýsta
með mörg hundruð lesta þunga. Fjöl-
mennt starfslið stóð við vélarnar,
stjórnaði þeim og færði hluti milli
þeirra. Þarna tók eitt við af öðru og
varð ekkert lát á.
Áfram hélt vagninn með þau, og nú
sáu þau, hvar byrjað var að setja sam-
an bílana. Gólfin í þéssa verðandi
bíla komu rennandi á færibandi. Síð-
an komu hliðarnar, þá þakið, og allt
var þetta soðið saman með risavöxn-
um punktsuðuvélum. Sjálfvirkni var
geysilega mikil, en fararstjórinn út-
skýrði, að sumt væri ekki hægt að
vinna með vélum. Þar yrði manns-
höndin að koma til.
Þarna unnu karlar og konur hlið
við hlið að hinum vandasömustu iðn-
aðarstörfum. Konur eru fjölmennar
í starfsliði Volvoverksmiðjanna og
gegna þær margar miklum ábyrgðar-
stöðum sem verkstjórar og eftirlits-
menn. Á þessu ferðalagi varð þeim
ljóst, hversu geysistórt fyrirtæki Volvo
er. Áfram var haldið, og eftir því sem
ferðinni miðaði meðfram samsetning-
arböndunum sáu þeir meira af því,
hvernig Volvobílarnir verða til. Þeg-
ar sjálft bílhúsið var tilbúið, voru
settar á það hurðir, kistulok og vélar-
húslok. Við samsetningarböndin stóð
fólk sérþjálfað í þessum störfum og
virtist ekki hafa mikið fyrir lífinu,
en auðvitað varð hver maður að vinna
sitt ákveðna hlutverk á meðan bíllinn
var á lians „yfirráðasvæði". Ef það
skeikaði, þá gat komið til þess, að t. d.
vantaði eina hurð í bílinn, og allir
vita, að hurðarlausan bíl er ekki gott
að kaupa. En eftirlitsmenn sjá um,
að allt sé rétt saman sett og vel gert.
Endanlega er svo farið yfir allan bíl-
inn, áður en hann er málaður. Stúlk-
ur, sem eru sérhæfðar í þeim störfum,
krítuðu með venjulegri skólakrít á
„boddíið“, þar sem þurfti að fylla í
eða lagfæra, og síðan fóru þessir bíl-
ar, sem nú voru búnir að taka á sig
41