Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 15
nokkur lltil barrtré uxu, og settust I svellkaldan sjóinn. Þau
þrýstu sér hvort aS öðru, þvl að nistandi kuldi var. Jóla-
pakkana lögðu þau í snjóinn og biðu og vonuðu, að veðrið
lœgðl.
Bylurinn lamdi og skók grenltrén.
Börnin horfðu á skaflana framundan, þar sem snjórinn
þyrlaðist upp I háa stróka, sem svifu á milli hæðanna.
Loks fóru þau að sjá myndir af álfum og jólasvelnum
birtast i fjúkinu.
„Sjáðul" sagðl drengurlnn við systur sina og benti fram
fyrir slg, „sérðu ekkl álfana, sem dansa þarna? Sérðu ekki
álfameyjuna með Ijósið i hendinni og þessa, sem er að
blása kúlunum, ó, og sko, þarna er sjálfur álfakonungurinn,
hann stlgur dans við drottningu sína. — Nei, sko jólasvein-
ana, sem eru að lelka sér þarna i snjónum ... heyrirðu,
þeir eru að hlæja og flissa!"
Jú, jú, hún systir hans sá þetta allt og heyrðl. Augu barn-
anna Ijómuðu af öllum þessum furðusýnum.
„Og þarna, sérðu, hafa álfar og álfameyjar sleglð hring
um stórt jólatré," hélt drengurinn áfram. „Sjáðu þarna hana
jólasveinamömmu, hún er að elda — sjáðu eldinn, sem
logar undir stóra, svarta pottinum hennar, — finnurðu ekkl
llmlnn?"
Jú jú, hún fann ilminn hún systir hans.
„Nel sko — sjáðu lltla jólasveinlnn, sem situr við hliðlna
á henni og slelklr út um," og drengurinn fór að skellihlæja
— en hann hætti þvi strax, þegar hann fann, hve svangur
hann var orðinn, og systlr hans tók um magann — hún var
orðin svo svöng.
Ennþá hélt áfram að kyngja niður snjó, og sifellt varð
börnunum kaldara og kaldara, og jólaljósin, sem áður höfðu
Ijómað svo skært f hjörtum þeirra, döpruðust nú óðum.
Þá heyrðu þau ámátlegt ýlfur, líkast hundsýlfrl, og skimuðu
nú I kringum slg. Sáu þau þá lítinn hvolp, sem skrelddist
skjálfandi til þeirra. Þau tóku hann i kjöltu sér og hlúðu að
honum, og litla stúlkan, sem hríðskalf sjálf, lagði hann að
barmi sínum og breiddi kápuna sína yfir hann. Svarti feldur-
inn var gaddfreðinn, og hún horfði I þakklát svört augu
hvolpslns.
Drengurinn reyndl að skima í allar áttir, en hvergi sá
hann rofa til i hriðinni.
Og nú horfðu systkinln döprum augum á jólapakkana,
sem afi og amma áttu að fá, og voru nú fenntir I kaf.
Allt I einu hrópaði stúlkan: „Sjáðul Þarna er stjarna,
björt og skær, það er stjarnan, sem alltaf hefur visað okkur
leiðina til afa og ömmu."
„Það er að birta til," hrópaði drengurinn. „Sérðu, það
er að glaðna til.“
13