Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 34
HITT og ÞETTA
JÓLAINNKAUPIN
▼ Fámennasti rikisher í heimi
er i ítalska smárikinu San
Marino. í honum eru a?Seins
11 menn. Þrjú smáriki:
Costa Rica, ísland og Liecht-
enstein hafa engan her.
▼ Lífseigasta baktería, sem
menn þekkja, nefnist á lat-
nu Micrococcus radiodurans.
Hún þolir 10.000 sinnum
meiri geislavirkni en mað-
urinn (ca. 650 röntgen).
▼ Stærstu óshólma (deltu) i
heimi mynda stórárnar
Ganges og Bramaputra i
sameiningu. Þeir eru i A.-
Pakistan (nú Bangladesh) og
Vestur-Bengal (í Indlandi).
Óshólmar þessir eru 80.000
ferkiiómetrar að flatarmáli.
▼ Stærsta bankabygging heims
er Chase Manhattan bygg-
ingin í New York. Húsið er
248 m á hæð og var fuligert
árið 1961. Það er 64 hæðir,
og i þvi er stærsta banka-
hólf veraldar 107x30x2.4 m
að stærð. Það vegur 894 smá-
lestir. Hurðirnar á hólfinu
eru 6 að tölu, og vegur hver
þeirra 41 lest. Dyrum hólfs-
ins er hægt að loka með
þrýstingi vísifingurs.
▼ Gateway Arch (Hliðsboginn)
í St. Louis í Missouri í
Bandaríkjunum er stærsta
minnismerki heims. Smíði
bogans var lokið 28. okt.
1965. Hann var reistur til
minningar um landaukning-
una vestur á bóginn við
kaupin á Lousiana árið 1803.
Þessi risabogi er úr ryðfríu
stáli. Hann er 192 m breiður
og jafnhár. Boginn var
smíðaður eftir teikningu
finnst-ameriska arkitektsins
Eeros Saarinens (d. 1961).
Hann kostaði 29 milljónir
dollara.
▼ Stærsta stálbogabrú heims
er yfir höfnina í Sydney i
Ástralíu og nefnist Sydney
Harbour Bridge. Aðalbogi
hennar nær yfir 502.94 m,
og ber hann uppi tværbraut-
ir rafknúinna járnbrautar-
lesta, átta akreinar og tvær
gangbrautir í 52.4 m hæð
yfir vatnsfleti Sydneyhafn-
ar. Smiði brúarinnar tók sjð
ár og kostaði sem svarar um
1080 millj. isl. kr. miðað við
gengi í marz 1970. Brúin er
1149 m á lengd. Hún var
opnuð til umferðar 19. marz
1932.
var fyrir flokknum. „Við vorum komnir af stað til að
leita að konunginum, þegar við heyrðum í flautunni
þinni, en hvað er orðið af konunginum, og hvaða hljóm-
sveit er það, sem þú hafðir safnað um þig?“ Þeir sáu nú
vegsummerkin á jörðinni og hættu allri gamansemi.
Bertel hafði nú tekizt að klifra ofan úr trénu, þótt
stirður væri af kulda. Hann sagði: „Ef þið hafið lausan
hest, skal ég sýna ykkur leiðina, sem konungurinn hefur
farið.“
Þeir voru með lausa hesta og Bertel steig á bak einum
þeirra og svo var haldið af stað. Þeir riðu nú um stund
án þess að verða nokkurs varir, en allt í einu sáu þeir
bóndabæ, og er þeir nálguðust, heyrðu þeir mikla skot-
hríð.
„Blásið í herlúðurinn!" skipaði liðsforinginn. Um
leið og það hafði verið gert, sáu þeir dökkleitar verur
hlaupa frá bóndabænum.
„Kósakkar!" hrópaði liðsforinginn, „áfram!“
Þegar þeir komu að bæjarhúsunum, stóð Karl 12. þar
í dyrunum með rjúkandi byssuna í hendi. Hann hafði
fengið að hvíla sig þarna hjá bændafólkinu en verið um-
kringdur af Kósökkum, sem voru þarna í grennd. Hann
hafði varizt vel, en það var á síðustu stundu, sem her-
lúðurinn hljómaði og hræddi óvinina á burt.
Svo var haldið af stað með konunginn til herbúða Sví-
. anna, og á leiðinni fékk Karl 12. að heyra um hetjudáð
Bertels flautuleikara. Hann sá, að hann átti þessum unga,
hugdjarfa og ráðsnjalla dreng líf sitt að launa, og er
hann hafði hlýtt á frásögnina, rétti Karl 12. Bertel hönd
sína og mælti:
„Þú ert þratt fyrir ungan aldur hughraustur maður,
°g deginum í dag útnefni ég þig liðsforingja í her
mínum og bið þig að fyrirgefa mér orð mín, er ég efaðist
um hugrekki þitt.“
Bertel varð hljóður en glaður við þessi orð. Svo klapp-
aði hann með hendinni á hnakktöskuna, þar sem flautan
hans var geymd og sagði brosandi: „Það er blessuð flaut-
an, sem ég á þessa vegsemd að þakka.“
L. M. þýddi og endursagði.
32