Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 30
Riddararnir
tveir
Linu slnni voru uppi tveir hug-
rakkir riddarar, sem fóru um
víða veröld og drýgðu dáðir. Annar
þeirra hét Hinrik, hinn Páll.
Ég get ekki sagt ykkur frá öllum
þeim ævintýrum, sem þeir lentu i, því
að það yrðl of langt mál, en orðstír
þeirra og frásagnir af hetjudáðum þeirra
barst til eyrna konungsins og einnig
til Rósu prinsessu hinnar fögru, sem
hlýddi á allt það, sem um riddarana var
sagt.
„Annar þeirra á að verða maðurinn
minn og ráða hér ríkjum, þegar pabbi
minn er látirtn," hugsaði prinsessan.
„En hann á ekki aðeins að vera hug-
rakkur heldur og lítillátur, hjálplegur
og góður. Ella yrði hann harðstjóri."
Síðasta afrek riddaranna var að vinna
kastala og land af ræningjum, sem kon-
ungurinn hafðl ekki haft í fullu tré við.
Nú höfðu þelr sezt að í kastalanum, en
dag nokkurn fengu þeir skilaboð:
„Konungurinn óskar eftir því, að sá
hrausti riddari, sem hér býr, komi til
veizlu í höllinni," sagði sendiboðinn.
„Prinsessan ætlar að dansa við ridd-
arann' allt kvöldið.11
„Konungurinn á við mig!“ sagði Hin-
rik. „Prinsessan hefur án efa heyrt,
hvað ég er góður dansmaður.11
Hann belgdi sig allan út og virtist
mjög hreykinn. Nú ætlaði hann að
eignast prinsessuna og rikið.
Eitt sinn voru tveir hraustir riddarar.
„Hvers vegna heldurðu, að konung-
urinn hafi ekki átt við mig?“ spurði Páll.
„Það vita allir, að ég er hraustur, en
dansmaður er ég vist enginn!"
„Þá sérðu sjálfur, hvernig í pottinn
er búið,“ sagði Hinrik riddari með fyrir-
litningu.
Einmltt um þetta leytl kom fátæklega
klædd stúlka til riddaranna tveggja og
sagði:
„Ég er að lelta að hugrökkum ridd-
ara, sem getur frelsað mig úr klóm
voðalegs trölls. Mér var sagt, að hann
byggi ( þessum kastala."
Fátæklega klædd stúlka kom til ridd-
aranna.
„O, ætli hann Páll riddarl frelsi ekki
betlarastelpu frá bergrisa hvenær sem
er!“ glotti Hinrik fyrirlitlega. „Ég aetla
hins vegar að fara í mín beztu föt og
halda til konungshallarinnar."
„Þú hefur ekki villzt á leið þinni,"
svaraði Páll riddari vingjarniega. „Eg
skal hjálpa þér, þótt félagi minn vilji
ekki gera það, því að riddurum ber að
hjálpa þeim, sem eru fátækir og hjálpar
þurfi."
Betlarastúlkan vlsaði honum veg til
kofa síns. En hann furðaði sig á því á
ieiðinni, hve lagieg hún var og gáfuð, og
svo talaði hún eins og menntuð kona.
Samt var hún í betlarafötum. Þegar þau
komust loks að kofanum, var allt fullt
af reyk.
„Tröllið sltur ofan á skorsteininum,
og þá leitar reykurinn frá arninum hing-
að inn,“ sagði stúlkan. „Bergrisinn vill
kvelja mig, og enginn rekur hann héð-
an.“
„Ég skal sjá um hann,“ sagði ridd-
arinn, og svo kllfraði hann upp á þakið.
„Burt með þig!“ sagði hann við berg-
risann, sem sat á skorsteininum og
glotti.
„Hvað er svona mannkvikindi að
koma og ónáða mig?“ öskraði þursinn.
En riddarinn sá, að skorsteinninn var
KLUNNI MÓÐGAST — Framhald af bls. 43.
Hann var nú ágætur, þessi prófessor, en skelfingarbjáni."
Morguninn eftir tvisteig Mikkl Mús fyrir utan heimill
Klunna. Hann hljóp til póstslns, þegar hann kom auga á
hann.
„Ertu með bréf til Klunna?" spurðl hann. „Ég skal færa
honum það, þvi að ég er á leiðinnl tll hans.“
„Já,“ sagði pósturinn og rétti Mikka Mús stórt, gult um-
slag. „En Klunni er víst ekki læs!“
Mikki Mús vissi það vel, og því vlldl hann lesa bréfið
fyrir Klunna. Klunni sagðist líka hafa týnt gleraugunum
slnum.
Mikki rétt ieit yfir bréfið og sá, að prófessor Skallagrím-
ur taldi, að Klunni væri á vitsmunastigi tiu ára barns, en
það vildi hann alls ekki segja Klunna.
„Prófessorinn segir, að þú lítir vei út og sért hraustlegur,"
sagði Mikki. „Þú ert fótstór og hjartagóður. Hann sagði þér,
að rétt væri, að þú færir í veiðiferð sem fyrst."
„Þessir aurar fóru ekki til einskis. Nú hef ég bréf upp á
það, að ég er enginn klunni, og verkstjórinn má eiga aur-
ana sína. Við förum á veiðar!"
„Það var hvergi minnzt á það i bréfinu, að þú værir
klunni," sagði Mikki Mús, og honum létti mikið, þvf að nú
sagði hann sannleikann.
28