Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 44

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 44
sköpulag, inn í málningarhúsið á stóru færibandi. ÞEIR RÚLLA UM ALLAN HEIM Árið 1972 framleiddu Volvoverk- smiðjurnar 232.172 fólksbíla og yfir 16.800 vörubíla og hátt á annað þús- und stóra langferðabíla. Fyrirtækið, sem hefur aðalstöðvar í Gautaborg, hefur útibú og verksmiðjur hingað og þangað um Svíþjóð, þar sem fram- leiddir eru hinir ýmsu hlutir í bílana, en sem síðan eru sendir til Gautaborg- ar f samsetninguna. Meðan þeir ferðafélagarnir dvöldu þarna, sáu þeir stóra vörubíla, sem komu með tilbúnar bílvélar. Leið- sögumaðurinn sagði, að þessar vélar hefðu verið smíðaðar daginn áður, og það liðu ekki nema átta klukkustund- ir frá því þær væru tilbúnar í véla- verksmiðjunni, þar til þær væru sett- ar í nýja bíla í verksmiðjunni á Tors- landa í Gautaborg. Auk bíla framleiðir Volvo skipa- vélar og vélar í flugvélar og báta. Þessu til viðbótar fengu þeir félagarn- ir Þormar og Óskar líka að vita, að 75% af allri framleiðslu Volvo er flutt til útlanda. Aðeins Í5% fer á innanlandsmarkað í Svíþjóð. Sólin skein glatt fyrir utan verk- smiðjuna, og öðru hverju var ekið á milli skála á þessum ágæta opna vagni. Þeir komu þar að, sem verið var að setja saman bíla af gerðinni Volvo 164E, en það er stærsti og dýrasti fólksbíllinn, sem Volvo framleiðir. Þeir áttu eftir að kynnast slíkum bíl vel á meðan á dvölinni stóð, því fyrir- tækið lánaði þeim einn slíkan, og á honum ætluðu þeir að ferðast um ná- grennið. Þeim fannst skondið að sjá, hvernig bílvél og drifi er stillt upp á ákveðna staði á færibandinu, og síðan kemur sjálft bílhúsið svífandi á öðru færibandi og er slakað niður á vél og hásingu. Þetta er síðan sett saman af æfðum höndum iðnverkamannanna, og eftir augnablik heldur bíllinn áfram á næsta stað, og þar eru hjólin skrúfuð á. Ljósin eru komin í bílinn, rafmagnskerfið, mælar og að síðustu eru krómlistar settir á og allt skraut- ið. Og svo rennur bíllinn tilbúinn og skínandi fagur út úr verksmiðjunni, tilbúinn handa næsta lukkulegum kaupanda, því ekki er að spyrja að því, að allir, sem Volvo aka, eru lukkulegir með bílinn sinn, eða svo sagði a. m. k. fylgdarmaðurinn okkar í þessari skoðunarferð um verksmiðj- una. Og að endingu sakar ekki að vita það, að „volvo" þýðir rúlla, og Volvobílar rúlla svo til um, allan heim. Eftir að sýningarferð þessari um verksmiðjuna var lokið, fór Karin Skarstedt, hin ágæta leiðsögukona, með bópinn í verksmiðju, þar sem setdr voru saman vörubílar. Þarna gekk allt hægar og kannski virðulegar fyrir sig. Meira var gert með höndum en sjálfvirkum vélum, og þarna voru þyngri hlutir á ferðinni. Gríðarstórir vörubílar mjökuðust eftir færibönd- unum. Óskar og Þormar sáu einnig þar, hvernig grindin, sem kom svo til strípuð inn á færibandið, varð smám saman að bíl með vél, hjólum, alls kyns vökva- og loftþrýstibúnaði til þess að létta bílstjóranum störfin. Eft- ir að hafa skoðað allt, sem hugurinn girntist í þessu stóra húsi varnúklukk- an farin að ganga tólf, og Karin leið- sögukona spurði, hvort menn væru ekki orðnir svangir. Játuðu því allir af bragði. Var þá haldið sem leið lá til aðal skrifstofubyggingarinnar, og þar uppi á lofti bauð fyrirtækið til há- degisverðar. Á aðalskrifstofunni vinna milli fimm og sex þúsund manns, enda eru þetta höfuðstöðvar þessa stærsta einkafyrirtækis á Norðurlönd- um. Óskar og Þormar fengu nú Coca- Cola eins og þá lysti, enda þyrstir vel í 24 stiga hita, glampandi sólskini og eftir miklar gönguferðir. Aðrir fengu drykki við sitt hæfi, en síðan var bor- inn fram matur. Gengilbeina ágæt, nokkuð við aldur, sá vel um að menn fengju nægju sína að borða og vel það. Þarna hélt Karin, sú ágæta leið- sögukona, ræðustúf, afhenti þeim ferðafélögum bíl til umráða, og auð- vitað varð Sveinn að kvitta fyrir bíl- inn og lofa að skila honum óskemmd- um að leiðarlokum. Hún sagði þeim frá, hvernig Volvoverksmiðjurnar hefðu byggzt upp smátt og smátt frá árinu 1925, þegar þeir tveir félagarn- ir og stofnendurnir tóku að bera sam- an bækur sínar um stofnun bílaverk- smiðju. Fyrsti billinn var framleiddur 1927, og hann stendur enn í fallegum sýningarskála á Volvosvæðinu á Tors- landa. Hann heitir „Jakob“ og er með fjögurra strokka 28 hestafla vél. Að sjálfsögðu var framrúða í bílnum en ekkert hús. Blæju var hins vegar hægt að láta yfir bílstjórasædð í rign- ingu. Hún sagði, að árið 1928 hefði framleiðslan verið komin á það stig, að hægt var að selja 20 bíla til Finn- lands, og það var fyrsti útflutningur Volvobíla. Á fertugustu hverri sek- úndu rennur nýr fullbúinn Volvo- fólksbíll út á færiböndunum, og tí- undu hverja mínútu kemur nýr vöru- bíll út á götuna. En svo talað sé um landbúnaðinn, þá framleiðir Volvo líka traktora. Fyrirtækið keypti á sínum tíma verk- smiðju, sem stofnuð hafði verið til framleiðslu á traktorum árið 1913. Fyrsti traktorinn, sem þar var smíð- aður, vó hvorki meira né minna en 8 lestir og hafði tveggja metra há afturhjól. Framh. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.