Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 7
Altari kirkjunnar { Getsemane.
Þetta er ekki Islenzkt úðaregn, heldur steypiregn, og þrum-
ur drynja og skrugguljósin leiftra um hálfan himininn. Þa3
er aðeins stutt stund milli reiðarslaganna, og þrumuhljóðið
verður ærandi.
Borgin Amman stendur mjög hátt I fjalllendinu.
Loks sjáum við Ijósin á flugvellinum í borginni. Ljósin
eru tjörublys, sem standa f löngum röðum. Vélin lendlr
mjúklega, við þrífum farangur okkar og stígum út úr vélinni.
Þegar við höfum fast land undir fótum, lítum við yfir
borgina, sem er höfuðborg Jórdaníu. Amman er að miklu
leyti ný borg með nýtízku háhýsum úr steinsteypu næst
Getsemanekirkja.
flugvellinum, en lengra til suðurs sést móta fyrir gömlum,
vinalegum, hvítum kalksteinshúsum. Það er hálft tungl, en
gefur þægilega rauðleita birtu, og mér virðist mánasigðin
helmingi stærri en ég á að venjast heima. Mér varð að orði
við einn flugvallarþjónlnn í Amman, að mér þætti leitt að
geta ekki skoðað borgina. „Það er ekki neinn skaði, húsin
eru flest ný og eiga enga sögu. Þú ert á leið til Jerúsalem,
þar e'ru merkileg hús, sem eiga sér sögu.“ Ég sá, að þetta
var hárrétt. Þetta er sjónarmið Araba um þjóðir og ættir.
ísland á þúsund ára sögu, jú, þar getur verið menning og
hefðir. Tvö til þrjú hundruð ára saga þjóðar getur naumast
verið merkileg að mati Araba, enda þótt þjóðin sé rlk og
drekki mikið af coca-cola. Arabar hafa tilhnelglngu til að
líta á nýríka menn eins og segir i gömlum íslenzkum máls-
hætti: Margur verður af aurum api.
Við stígum upp í bílana og ökum af stað til Jerúsalem.
Öll er leiðin niður f mótl, og ekið er á um og yfir 100
kílómetra hraða. Vegurinn er góður og sjálfiýsandi stikur
meðfram öllum vegarbeygjum þarna í fjöllunum.
Við komum seint til Jerúsalem, og strax er okkur hefur
verið vísað til herbergja í hótelinu, förum við að sofa.
Ég fer snemma á fætur og út, áður en nokkur vaknar á
hótelinu. Veðrið er fagurt og mikil birta yfir borginnl. Loftið
er svalt, það hefur rignt um nóttina. Borgin stendur f 800
Gullna hliðið á gamla múrnum i Jerúsalem.
Gamla borgin.
5