Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 42
— —
VERDLAUNAFERÐ ÆSKUNNAR,
VOLVO OG FLUGFÉLAGS ÍSLANDS 1973:
Á Jónsmessu
í Gautaborg
/S2
ÞAR RÚLLA BÍLAR
AF FÆRIBÖNDUM
Þeir ferðafélagarnir, Þormar og
Óskar, vöknuðu fyrir allar aldir næsta
morgun. Grímur hafði sagzt ætla að
vekja þá kl. 7:30. Kl. rúmlega sex voru
þeir hinir sprækustu, vel vaknaðir og
ræddu saman um alla lieima og geima.
Hvernig var líka hægt að sofa, þegar
sólin skein svona glatt? Úti fyrir færð-
ist líf í umferðina upp úr kl. sex, og
herbergið þeirra sneri út að Drottn-
ingartorginu og aðaljárnbratitarstöð-
inni. Ekki var samt undan því að
kvarta að hávaði bærist utan af göt-
unni. Fyrir því var séð með tvöföld-
um gluggum og góðum umbúnaði
þessa nýja og glæsilega gistihúss, þess
stærsta í Gautaborg. Klukkan rétt fyr-
ir 8:00 voru þeir klæddir, þvegnir og
stroknir og héldu niður í matsalinn í
kjallara hótelsins, Evrópukjallarann,
eins og hann er nefndur. Þarna var til
reiðu staðgóður morgunverður, flesk,
egg, mjólk, brauð, ostur og ýmislegt,
sem of langt yrði upp að telja. Fólk
gekk að stóru borði hlöðnu alls kyns
kræsingum og valdi það, sem því leizt
bezt á. Þeir heyrðu allt í einu talaða
íslenzku. Þarna var kominn hópur ís-
lendinga, sem hafði verið á ferðalagi
í Noregi og Svíþjóð, þarna voru fé-
lagar úr Kiwanisklúbbi frá Reykjavík
ásamt konum sínum. Hópurinn var
nú á leið til Kaupmannahafnar, þar
sem dvalið skyldi í nokkra daga, en
síðan haldið til íslands.
Að lokinni máltíð héldu þeir upp i
Óskar, Grímur, Þormar og Sveinn.
40