Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 74

Æskan - 01.12.1973, Blaðsíða 74
i' > Snemma á öldum var stytzti dagur ársins helgaður minningu hinna látnu. Síðar breyttist þetta, og dagurinn var haldinn hátíðlegur til þess að fagna afturkomu Ijóssins og sólarinnar eftir skammdegið. Þar sem fæðingu Krists bar upp á þennan dag, gerði kirkjan hann á 4. öld að aðalhátið sinni. Jólin eiga því upphaf sitt í heiðni og einnig margir siðir, er voru bundnir við þau að fornu. Með aukinni fræðslu al- mennings á öldinni sem leið, fyrndist yfir þessa heiðnu siði og nýir komu I staðinn. Einn þessara nýju siða er hið upp- Ijómaða, skreytta jólatré, sem er upp- runnið á norðurhvel jarðar, en er nú óð- um að breiðast út til suðlægari landa. Strax á 16. öld var það siður ( Svi- þjóð að koma fyrir furu- eða grenitré fyrir utan húsið á jólunum, sem tákn ársins og lífsins, þar sem vöxtur þessara trjáa stöðvast ekki einu sinni á kaldasta tíma vetrarins. Þó er ekki hægt að telja þessi tré fyrirrennara jólatrjáa, eins og þau gerast nú á dögum, því að þau vantaði Ijós. — Hugmynd þessi virðist vera runnin frá Frakklandi á 12. og 13. öld. Á 16. öld er farið að tala um greni- tré með Ijósum ( Mið-Þýzkalandi og á 18. öld í Norður-Þýzkalandi, og þaðan mun svo þessi siður hafa breiðzt til Norðurlandanna. [ Kaupmannahöfn var kveikt á fyrsta jólatrénu 1811, og skömmu síðar urðu jólatré algeng á flestum heimilum í Dan- mörku. Hingað til iands er talið að þessi sið- ur hafi borizt um miðja 19. öld. Danskir kaupmenn, sem hér höfðu vetursetu, prýddu heimili sín með upplýstum og skreyttum trjám yfir jólin, og breiddist þetta smám saman út meðal íbúa kaup- staðanna og síðan út um sveitirnar. Flestir bjuggu trén til sjálfir, þar sem þeir áttu ekki kost á grenitrjám. Tekið var hrífuskaft eða annað álíka prik og á það boruð göt. í þessi göt var svo stungið spýtum, síðan var einir vafinn um „stofninn" og „greinarnar". Á grein- arnar var fest kertum og trén skreytt eftir föngum, skrautið var að sjálfsögðu nær allt heimagert. — Eftir aldamótin var farið að flytja grenitré til landsins, þó var innflutningur þeirra nokkuð stoþ- ull. Nú eru jólatré orðin fastur liður ( jólahaldi flestra heimila á islandi, og menn gera sér far um að skreyta þau sem fegurst og smekklegast. Skrautið er mjög margvíslegt, bæði heimagert og aðkeypt. í búðunum hefur undan- farin ár fengizt mjög mikið úrval af fal- legum hlutum til þess að skreyta með jólatré. í stað kertanna með logandi Ijósunum, sem af stafaði mikil eldhætta, er farið að nota rafmagnsljós, og þá gjarnan marglit og í iögun eins og kerti, jólasveinar, bjöllur og aðrir munir, sem þykja tilheyra jólunum. Á greinar trjánna eru hengdar marg- litar kúlur, englar, jólasveinar, bjöllur, glitræmur, raðir af smáum flöggum, jóla- pokar úr pappír, sem gjarnan eru fylltir af sælgæti, og óteljandi aðrir smáhlutir. Stundum eru epli einnig hengd á trén. Á toppinn er oftast sett stjarna, sem tákn jólastjörnunnar, er vísaði vitring- unum veginn til Betlehem hina fyrstu jólanótt. Áreiðanlegt er, að fátt gleður augu barna og jafnvel fullorðinna eins mikið á jólunum og jólatréð, þegar Ijós þess hafa verið tendruð á aðfangadagskvöld og spegiast í hinu glitrandi skrauti. 72 morgunblaðshúsihu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.