Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 4
Haglkornln eru ekki alltaf hnöttótt eða egglaga. Þau geta tekið á sig hinar furðu- legustu myndlr, elns og hér má sjá. Snjórinn minnir ósjálfrátt á hvítan lit, en þó er snjór ekki alltaf hvítur. Þar sem snjókornin kristallast í loftinu eru þau glær og gagnsæ eins og gler. En þegar þau falla í dyngju til jarðar, eða skefur í skafla, þá sýnist snjórinn hvítur vegna þess að kristallar hans endurkasta Ijósinu jafnt í allar áttir. Snjókorn eru létt vegna þess, að alltaf er nokkuð af lofti í þeim. Snjór- inn hefur ekki nema 1/15 af þunga íss, en ísinn hefur aftur á móti 9/10 af þunga vatns. Það er einkennilegt að þau snjó- korn, sem myndast við lítinn kulda, eru miklu stærri en hin sem myndast í miklu frosti. Snjór, sem fellur í miklu frosti á norðurhveli jarðar, er þannig gerður að kornin eru örsmá eins og sandkorn, og þess vegna hafa vís- indamenn kallað þetta „sandsnjó". Þessi snjór er harður og slítur mjög skíðum og sleðum. Svo eru til önnur snjókorn enn minni og hafa vísindamenn nefnt þau „demantsryk". Þetta eru örsmáir kristallar, sem eru eins og salli í loft- inu, virðast svo létt að þau geti varla hnigið til jarðar. Ef maður horfir í móðu þeirra rétt undir sól, þá glitra allir þessir örsmáu kristallar eins og þeir væru demantar. Hrím Það er með ýmsu móti, en kunn- astar eru frostrósir á gluggum, þessi undursamlegu listaverk. En er fram í sækir breytast þessar rósir í hélu. Héla eða hrím myndast einnig á víðavangi, eins og oft má sjá á stein- um og málmum og í moldarflögum. Hún myndast af vatnsgufum úr loft- inu, þegar aðeins er frost við yfirborð jarðar, og getur hæglega myndast þótt frostlaust sé í fárra feta hæð yfir yfirborði jarðar. Þetta hrím myndast ekki þar sem mjög raklent er. Oft gerir hrímið mikið tjón á ökrum erlendis. Hafa menn því tekið upp á því, til þess að verja upp- skeruna, að veita vatni á akrana, eða brenna moðrusli þar. Uppgufunin af vatninu varnar hélumyndun, og reyk- inn leggur venjulega með jörðu, þeg- ar slíkt er veðurfar, og hlífir hann þá gróðrinum. Snjókristallar af ýmsum gerðum. 2, 4 og 7 eru eins og sexhyrndar stjörnur. 1 er einnig sexhyrningur, en hefur misst skraut sitt við að lenda í hlýju loftl. 3 kalla menn „líningarhnapp", vegna þess, að þar eru tvö skæði og fótur á milli. 5 er líkur stuðli og hefur myndast hátt í lofti. 6 er þríhyrningur, og er það sjaldgæft fyrlr- brlgði. Hagl Svo er enn ein tegund af snjó, sem kölluð er hagl. Það eru hörð og mis- munandi stór korn, sem falla úr háa- lofti. Þessi korn myndast þannig, að ískristallar, sem eru fallandi, hitta fyrir uppstreymi af hlýrra lofti og berast með því upp í kalt loft aftur, og mynd- ast þá íshúð utan um þá. Síðan falla þeir aftur niður í hlýrra loft og berast svo með uppstreymi þess á nýjan leik upp í kalt loftlag, og bætist þá önnur íshúð utan á þá. Þannig gengur þetta koll af kolli og alltaf stækka kornin. Stundum festast tvö eða fleiri saman Haglkorn geta orðið mjög stór. Hér er sýnt haglkorn (til vinstri) og venjulegt hænu- egg tll samanburðar. og hlaða utan á sig ísbrynju, þangað til þau eru orðin svo að segja hnöttótt og svo stór og þung, að loftið getur ekki haldið þeim uppi. Þá falla þau til jarðar, og hafa oft valdið stórtjóni. Þegar slík haglél gerir, er hvorki mönnum né málleysingjum líft á ber- svæði, því að kornin geta verið á stærð við gæsaregg, eða enn stærri. Slydda Hér er hvorki um hagl né snjó að ræða, slyddan hefur ekki náð að kristallast. Geta legið til þess tvær ástæður. Önnur er sú, að regnskúr hafi tekið að falla til jarðar hátt í lofti, þar sem hlýtt er, en hafi á leið sinni til jarðar farið í gegnum kuldabelti í loft- inu og droparnir hálffrosið þar, áður en þeir komust til jarðar. Hin ástæðan er sú að snjór hafi verið að byrja að myndast hátt í lofti og tekið að falla, en á leið sinni til jarðar hafi loftið hlýnað og snjókornin hálfbráðnað. fs og jökull ís er ekki annað en frosið vatn. Hann myndast á yfirborði þegar hiti er fyrir neðan frostmark einhvern vissan tíma, og er samsafn af litlausum kristöllum. En ís getur þó ekki mynd- ast fyrr en vatnið sjálft hefur kólnað svo mjög, að það hefur fengið sinn mesta þéttleika á yfirborði. Meira frost þarf til þess að sjó leggi en vatn, og tekur sjó ekki að leggja fyrr en 4/5 hlutar af saltmagni yfirborðsins hafa sokkið dýpra undan kuldanum. Hafís er ekki alltaf ís, heldur hjarn sem orðið hefur að jökli og brotnað framan af skriðjöklum. Slíkir jakar 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.