Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 6

Æskan - 01.01.1980, Page 6
Iðkendum íþrótta fer jafnt og þétt fjölgandi á Islandi. í árslok 1978 voru þeir taldir vera 65.652 talsins, og hafði fjölgað um tæp 4 þúsund frá árinu áður. Auk þess vinna svo rösk- lega 5.000 manns að ýmsum störfum í þágu íþróttahreyfingarinnar, þannig að tala virkra þátttakenda í íþrótta- starfinu var talin vera 70.757 árið 1978. Má til samanburðar nefna að árið 1971 voru íþróttaiðkendur taldir YFIR 70 ÞÚSUNDIR ÞÁTTTAKENDA vera 37.516 talsins. Hefur því nánast orðið helmings aukning á þessum 7 árum. Samkvæmt skýrslum ISÍ skiptast íþróttaiðkendur þannig milli íþrótta- greina árið 1978: Badminton 4.099, biak 2.501, borðtennis 1.996, fimleikar 2.923, frjálsar íþróttir 7.404, glíma 396, golf 1.422, handknattleikur 9.257, júdó 564, kastlínuíþróttir 123, knattspyrna 14.960, körfuknattleikur 3.781, lyft- ingar 623, róður 99, siglingar 475, skautaíþrótt 853, skíðaíþrótt 8.798, skotfimi 572, sund 4.706, tennis 60. Þegar Jörgen og þjónar réttvísinn- ar komu að bílnum, varð Pjakkur mjög glaður og flaðraði upp um húsbónda sinn, eins og hann vildi segja að ,,allt er gott þá endirinn er góður.“ Lögregluþjónarnir tóku þjófinn í sína vörslu og sáust glöggt á honum tannaför eftir hundinn og einnig voru klæði hans rifin. — Hann sagði frá því, að sér hefði veriö ómögulegt að sleppa út úr bílnum eftir að hundurinn stökk upp í framsætið þarna á bif- reiðastæðinu. Einasta leiðin til að sleppa var að nota bílhornið, hvað hann og gerði. — Það gerðist heima hjá Jörgen þetta kvöld, að eftir að Astrid hafði gefið Pjakki vel að eta, þá fékkst hann ekki til þess að leggjast í körfuna sína, þar sem hann var vanur að sofa, heldur gekk hann að framdyrum bílsins. Þegar þær voru opnaðar stökk hann upp í sætið og bjóst til að sofa þar. — Það var látið eftir honum. Og betri vörð var ekki unnt að fá. Það henti einu sinni að ókunnur maður fór í ógáti að rjála við bílinn, en þá var Pjakkur fljótur að standa á fætur og sýna hvassar tennur sínar. Svo má í lokin geta þess til gamans, að nokkru seinna seldi Jörgen bíl sinn og fékk sér nýjan I staðinn. Þá var sem Pjakkur missti allan áhuga fyrir því að gæta hans. Hann fór nú að sofa á gamla staðnum sínum á hverri nóttu og ekki fór hann heldur í neinn leið- angur til þess að leita að þeim gamla, hann Pjakkur — hann vissi sínu viti, sögðu menn. Lausl. þýtt úr dönsku. G.H. Hvaða leið á kanínan að fara til þess að lenda ekki í klónum á hinum úrilla garðyrkjumanni? 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.