Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 16

Æskan - 01.01.1980, Side 16
MARÍA H. ÓLAFSDÓTTIR VILLI FER TIL KAUPMANNAHAFNAR H ann Villi er lítill strákur, bara fimm ára. Hann hefur heyrt mömmu sína tala um Danmörku, og einn dag er það ákveðið, að Villi og mamma hans fári til Kaupmannahafnar. Villi varð svo kátur, að hann hljóp út á götu og söng: ,,Villi fer til Kaupmannahafnar, Villi fer til Kaupmannahafnar!" Og allir krakkar úr næstu húsum komu og tóku undir; en þau héldu, að það væri ekki í alvöru. ,,Jú, það er alveg satt,“ sagði Villi. Hann fór inn aftur og safnaði öllu dótinu sínu í hrúgu á gólfinu. Brúða Magga sat við hliðina á hrúgunni og leit eftir, hvort allir kæmu með. ,,Hvar er Bangsi Haraldur?" sagði Villi hátt. Svo hljóp hann að rúminu sínu, og undir koddanum lá bangsinn. ,,Nú, svo þú ert að fela þig! Ég ætla bara að segja þér, að litlir prjóna- bangsar geta hjálpað til að pakka. Nú sest þú hjá Möggu, og við skulum sjá, hvort nokkuð vantar. Hérna er bátur, belti, skæri, hnífur, brunavörubíll, bolti, sverð og söngvabókin. Öll dýrin fá líka að koma með: Öndin Mira, hesturinn Flekkur, kýrnar Kinna og Bauga, hundurinn Sámur, þrjár kind- ur og lömbin þeirra, hnubbarnir og bollinn hennar brúðu Möggu . . .“ Villi ætlaði að láta lyftikranann fyrst niður í kassann — nei, það er vitlaust, hugs- aði hann, ég lyfti dótinu heldur upp í með krananum! Það gerði hann, og raðaði því öliu í stóra kassann. Nokkrum dögum seinna var farið meó allt dótið niður í skip. Villi hljóp fram í stafn og veifaði ættingjum og vinum. Svo var lagt af stað. Næsta morgun vaknaði Villi og flýtti sér upp á þilfar. „Hvar eru fjöllin og húsin, mamma?" spurði hann. „Þau eru bak við sjóinn," svaraði mamma hans. Það sást ekkert nema himinn og haf; öldurnar kepptust hver við aðra að verða sem stærstar. Þegar þær voru orðnar eins stórar og hús, sprungu þær; en það komu strax nýj- ar aftur, sem fóru að slást við þær, sem fyrir voru. Stór alda henti skipinu allt í einu til hliðar, og Villi kastaðist til á þilfarinu. „Ó, ó! mamma, ég vil ekki vera lengur á skipinu, ef það ruggar svona!" kallaði Villi. „Biddu skipstjór- ann að stýra heim aftur, maginn í mér veltist eins og öldurnar . . .“ Ó, það kom stór gusa upp úr honum og rann um þilfarið. Mamma hans tók í höndina á hon- um og sagði: „Við skulum fara niður og leggja okkur." Nú var veðrið batnað, og Villi var kominn upp á þilfar aftur; en hann hafði siglt í fimm nætur og fjóra daga. „Nei, sjáðu mamma! Þarna er eitt- hvað langt í burtu," sagði Villi. „Já, þetta er Danmörk," svaraði mamma hans. „Hvernig er í Danmörku? Eru þar alls engin fjöll? Magga frænka, sem er í skóla, segir, að Danmörk sé flöt eins og pönnukaka . . . Ef ég fer langt inn í landið, get ég þá séð heim til l’slands, því það eru engir klettar til að skyggja á — er það alveg rétt, mamma?" „Nei, Villi minn," svaraði mamma hans. „Það eru reyndar ekki nein há fjöll, en það eru hæðir og hólar, gulir og grænir akrar, og þegar skógurinn er langt í burtu, þá sýnist hann dökk- blár, alveg eins og fjöll, og trén, sem eru allra lengst burtu, virðast Ijósblá." Skipið kom nær og nær að landi, það sást betur og betur, hvernig kirkju- og hallarturnar gnæfðu yfir húsin. „Nú erum við í Kaupmannahöfn, mamma. Má ég ekki fara og heilsa upp á kónginn, þegar við komum í land?" „Það er ekki hægt í dag," sagði mamma hans, „við verðum nú fyrst að 14

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.