Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 32

Æskan - 01.01.1980, Side 32
En þetta er aðeins hluti af verkefni blóðplasmans. Það flytur einnig þau mótefni, sem gerir manneskjuna ó- næma fyrir ýmsum sjúkdómum, og hormóna þá sem stjórna starfsemi ýmissa líkamshluta. Auk þess flytur það megniö af þeirri kolsýru, sem við þurfum að losna við frá vefjunum, aftur til lungnanna. Raunverulega eru stöðugt í blóðplasmanu hundruð mismunandi efna. Auk þessara efna er plasmað um 91% vatn, 7% eggjahvítuefni og 1% steinsölt, en þau efni eru mjög mikil- væg til þess að halda jafnvægi vatns í blóði og vefjum. HVAÐ ERU HÁRÆÐAR? Háræðarnar eru örsmáar blóðæð- ar, nokkurs konar „hliðarvegur" sem tengir saman blóðæðar og slagæðar. En hve smáar og þunnar eru þessar háræðar? Ein háræð er 50 sinnum grennri heldur en mannshár! Ummál hennar er venjulega um einn þúsundasti úr sentímetra. Þetta þýðir að sjálfsögðu að blóðið streymir mjög hægt um þær. Ef títuprjónn væri holur að innan, gætu 500 háræðar komist fyrir inni í honum. Hver háræð er um hálfur millimetri að lengd. Þar sem hlutverk háræðanna er að flytja nauðsynleg efni út í hvern einasta hluta líkamans og úrgangsefni í burtu, getur maður gert sér í hugarlund, aö líkaminn gæti ekki starfað né þrifist, nema að njóta milljóna og aftur milljóna af háræð- um. Hvernig fara efnin í blóðinu að því að síast út gegnum veggi háræð- anna? Og úrgangsefnin inn í blóðið? Þau einfaldlega þrýsta sér í gegn. Veggir háræðanna eru aðeins eitt einasta frumulag, og þau efni sem þurfa að komast í gegn, eru uppleyst í svo örsmáar sameindir, að þau kom- ast framhjá frumunum. FRUMUVEFUR 1 — 4. Hvítu blóðkornin hafa eytt óhreinlndum og koma sér út um háræðavegginn. T.h. rauð blóðkorn flytja súrefni frá lungunum og fjarlægja kolsýru og úrgang. T.v. nærlng- arefni í plasmanu. LAUSN Á MYNDAGÁTU NR. 6 g óður gra(s) nn í e r gúll i be(r) tr(é) i Góður granni er gulli betri Þarna voru augun óvenju stór og barnsleg, en síðar virtist svo sem hann gæti dáleitt milljónir manna með einu saman augnaráðinu og kannski hefur enginn einn maður ráðið örlögum jafn margra á jafn stuttum tíma og hann: Adolf Hlt- ler, hér tveggja ára. Stærsta rándýr af spendýraflokki er hinn brúni Alaskabjörn. Vitað er um einn björn af þessari tegund, sem varð 310 cm á hæð og vó 800 kg. Stærsti hjörtur heimsins er Alaska- elgurinn. Hæð hans upp á herða- kamb er 234 cm, og hann vegur allt að 800 kg. Strúturinn er sá fugl, sem verpir stærstum eggjum allra fugla, 15—18 cm löngum og 135 g þungum. Oft hafa fundist 15—20 þvílík egg í sama hreiðrinu. Suðutími þeirra er 40 mín- útur, ef þau eiga að vera linsoðin. 26

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.