Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 45

Æskan - 01.01.1980, Page 45
AFMÆLISBÖRN í OKTÓBER Guðrún Hulda Jónsdóttir. Kjartan Sigurðsson Aðeins fjögur börn hafa sent af- mælisdaga, sem ber upp á afmælis- dag Æskunnar 5. október, og birtum við hér myndir af þeim, og frá tveimur þeirra fengum við þessi ágætu bréf. Kæra Æska! Ég heiti Guðrún Hulda, alltaf kölluð Gunna, og varð 4 ára 5. október. Ég vona að ég verði afmælisbarn hjá ykkur; sendi mynd af mér, þegar ég var lítil. Við erum 5 systkinin. Bróðir minn 7 ara og systir mín 8 ára eru byrjuð í skólanum, þau fara kl. 8.30 á morgn- ana með skólabílnum og koma heim kl. 2 þrjá daga vikunnar, en á föstu- dögum ekki fyrr en kl. 4. Mér finnst þetta langur tími, en ég hef alltaf nóg að gera. Litli bróðir minn, sem fæddist í febrúar, er orðinn duglegur að skríða svo að ég þarf að gæta hans vei. Kisa okkar, hún Skella-Brella- Doppu-Lína (við vorum mörg sem skírðum hana) á 4 kettlinga. Þeir eru orðnir fjörugir, en það er samt stutt síðan þeirvoru blindirog pínulitlir. Endurnar heita Mjallhvít, Ösku- buska, Þyrnirósa og steggurinn ^argur. í sumar voru þær með 15 unga, það var gaman að sjá þá koma úr eggjunum og stækka, en nú eru þeirfullvaxnir. í fyrra vorum við með kiðling sem heimaling, hann elti okkur eins og hvolpur. Mikið var hann skemmtileg- ur. Margar kindur á ég og fer oft í fjár- húsið. Nokkrar þekki ég og þeim þykir gott að láta strjúka sér og þiggja brauðbita hjá mér. Lamb fæddist í vor með 8 fætur en það lifði ekki lengi. Gaman þykir mér og okkur systkin- unum þegarÆskan kemur. Og margt er þar skemmtilegt, þó er Bjössi bolla bestur! Kær afmæliskveðja. Guðrún Hulda Jónsdóttir, Bláhvammi, 641 Húsavík. Kæra Æska! Ég sendi þér þessa mynd af mér. Hún er nú reyndar ekki ný (2 ára); ég er með hjálm, sem pabbi notar í rally-akstri. Ég á afmæli sama dag og þú, 5. október (1975), ég er núna 4 ára. Ég er búinn að vera áskrifandi síðan ég var 3 eða 4 mánaða. Afi gaf mér áskriftina, en mamma ætlar að geyma fyrir mig öll blöðin þar til ég verð stærri. Pabbi og mamma lesa alltaf fyrir mig, mest gaman er að myndasögum. Vert þú nú þlessuð og gleðileg jól og farsælt nýár. Kjartan Sigurðsson, Karfavogi 15, Rvík. AFMÆLISBÖRN í OKTÓBER Dregin voru út eftirtalin nöfn: Ásta Svavarsdóttir, f. 5. 10. 1968, Vestur- bergi 7, Reykjavík; Kjartan Sigurðs- son, f. 5. 10. 1975, Karfavogi 15, Reykjavík; Hafþór Árnason, f. 17. 10. 1973, Safamýri 44, 105 Reykjavík; Skúli Eiríksson, f. 8. 10. 1969, Syðri- Völlum, V.-Húnavatnssýslu; Oddný Ágústa Hávarðsdóttir, f. 18. 10. 1978, Kjörvogi, 522 Strandasýslu; Bergþór Bragi Borgarsson, f. 22. 10. 1970, Goðdölum, Skagafirði; Margrét Ingi- bergsdóttir, f. 26. 10. 1970, Rauða- nesi III, 311 Borgarnesi; Harpa Björg- vinsdóttir, f. 15. 10. 1973, lllugagötu 16, 900 Vestmannaeyjum; Erna Rós Aðalsteinsdóttir, f. 17. 10. 1974, Keflavíkurgötu 16, 360 Hellissandi; Finnur Reyr Stefánsson, f. 14. 10. 1969, Skólabraut 47, 110 Seltjarnar- 39

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.