Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1980, Page 5

Æskan - 01.11.1980, Page 5
Saga eftir Þóri S. Guðbergsson $ fc Þórir S. Guðbergsson. ég get ekki útskýrt það,“ sagði faðir hans og herti aðeins á feró- inni. Þeir gengu fram hjá nokkrum börnum sem voru að leika sér við kirkjuvegginn. Þau virtust fremur illa klædd í kuldanum. Þau stöns- uöu andartak og fylgdust með kirkjugestunum. Svo færóu þau sig nær kirkjuveggnum í betra skjól. Og þau héldu leiknum áfram. „Uss," sagói einhver kirkju- gestanna og hastaöi á börnin. „Ekki þennan hávaða á jólunum.“ En börnin skulfu af kulda og héldu áfram aö ærslast. Skömmu síöar sagði annar úr hóþnum: „En hvað þau eiga bágt, bless- uð börnin. Þaó þyrfti aö gera eitt- Jörðin var hulin hvítri skikkju. Hvergi sást í dökkan díl. Úti var nokkur gola og talsvert frost. Inni var logn og hlýja í flestum húsum. Stjörnuskarinn tindraði á dökku himinhvolfinu. Sums staðar stirndi á svellbungur í borginni. Allt var kyrrt og hljótt að mestu. Vélahávaðinn frá bílunum dvín- aöi. Rifrildi nágrannanna lá nióri. Drunur frá skellinöðrum heyrðust ekki lengur. Öskur og ólæti þögn- uðu. Einkennilegur blær færðist yfir borgina. Aófangadagur jóla var runninn upp. Flestir voru í hátíðarskapi. Ein- kennilegur friður gagntók hjörtu fólks. Á flestum heimilum ríkti friöur. Austan hafs og vestan var friöur. Alls staðar óskiljanlegur friður. Sameiginleg tilfinning með öllu því sem lifir og hrærist. Sam- kennd með allri náttúrunni — friöur frá skapara sköpunarverks- ins. Klukkan nálgaðist sex. Fólk streymdi til kirkju. Bílarnir óku hljóölega. Börn og fullorónir 9engu hliö vió hlió. Friður, gleói °9 eftirvænting lýsti úr augum barnanna. Lítill drenghnokki sneri sér að fööur sínum og spurði: ,,Á einhver heima í kirkjunni, Pabbi?" ,,Guð á heima þar,“ svaraði faðir hans án þess aö líta niður. ,,Á ekki Guð heima á himnum?“ spurói drengurinn. ,,Sumir segja, að hann sé alls staðar eins og ég hef sagt þér. En hvað fyrir þau.“ Svo hneppti hann aó sér hlýjum ullarfrakkanum. Fólkið streymdi til kirkjunnar. Þar var birta og ylur. Þar var ilmur og angan af brennandi kertaljós- um. Þar þótti mörgum gott að koma. Inni var raunveruleikinn boðaður í orði. Úti átti guðsþjón- ustan aö halda áfram í hinu hversdagslega lífi. „Af hverju fara ekki þessi börn líka í kirkju, pabbi?“ spuröi Gunn- ar. „Ég veit þaö ekki,“ svaraði faöir hans. „Þau eru illa til fara, eru með hávaða og læti. Það á ekki við í kirkju." Dyrum kirkjunnar var lokaö. Guðsþjónustan hófst. Ómur barnanna á götunni dó út. Söngurinn um jól og hátíð hljóm- aði fagurlega. Presturinn talaói um boðskaþinn frá Betlehems- völlum um friö og frelsi. En Gunn- ar litli gat ekki gleymt börnuunum á götunni. Hann hnippti í föður sinn og hvíslaði: „Hver á að hugsa um börnin á götunni?" „Uss,“ sagði faðir hans, „það er hvorki staður né stund til þess aö hugsa um þaó.“ Gunnar þagnaði. Hann horföi niður á gólfió. Pollur hafói myndast kringum skóna hans. Hugur hans reikaði víða. Honum leið vel og fannst notalegt í kirkjunni. Öðru hverju var hann gagntekinn af Ijósadýröinni eða söng fólksins. En aftur og aftur kom myndin af

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.