Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1980, Page 8

Æskan - 01.11.1980, Page 8
SANDI: BÆN Aftankyrrðin okkur vefur örnuun sínum vetrarbúnum. Geislinn bjarti horfið hefur, höndum fatast vinnulúnum. Drottinn, láttu Ijós pitt skína litla stund á hverjum degi, svo við getum götu pína gengið alla lífsins vegi. Ljúfi faðir láttu skína Ijósin pín á hverjum degi, svo við getum götu pina gengið alla lífsins vegi. Vek með preyttum von í b( veit peim styrk, er fella tár bœgðu frá peim beiskum h er bera dýpstu hjartasárin. Hugsun vorri hœrra snúði höllum fœti stuðning veitU yndi og fegurð öllum búðu áhyggjum í gleði breyttu. fæðingarhátíð Jesú Krists og raulaði fyrir munni sér gömul vers sem eru þó raunar ætíð ný af nálinni. Skammdegismyrkrið grúfði yfir og snjór huldi alla jörð svo langt sem augað eygði. Þá skeði það að rjálað var við útidyrnar og knúið fast á hurðu. Bóndi var ekki heima en hans var von á hverri stundu. Húsfreyja gekk til dyra og gægðist út til að vita hvað um væri að vera, — og þar gaf sannarlega á að líta því heljarstór skepna lá við bæjar- þilið og teygði höfuðið inn í gættina þegar opnað var. Gamla konan varð afar hrædd og skellti hurðinni aftur. Litlu síðar kom maður hennar heim og sagði Ásdís hon- um þá frá því sem fyrir hafði komið. Kveiktu hjónin síðan á Ijóskeri og fóru út til þess að gá að verksummerkjum ef einhver væru — og það stóð nú heldur ekki á því, greinileg för voru í snjónum eftir sterklega hreifa og þungan búk. ,,Hér mun Ljótur okkar hafa verið á ferð'' mælti bóndi — og þarna er jólagjöfin" bætti hann við. Nýveiddur flatfiskur — lúða öðru nafni — lá þar á hlaöinu, svo stór að furðu gegndi. „Blessaður Ljótur minn" stundi Ásdís um leið og hún bar svuntuhornið upp að augum sér, ,,og ég sem lokaði hann úti þá loksins að hann kom — og svo segja menn að þetta séu bara skynlausar skepnur". Þessi góða matbjörg entist hjónunum í Vík langt fram á vetur og kom það sér vel því að hafís rak að landi skömmu eftir nýár og gat þá enginn maður komist á sjó svo mánuðum skipti. Þessa frásögn heyrði ég í bernsku og hef varðveitt hana síðan, hún á að kenna okkur það að vera góð við dýrin, harðýðgi og miskunnarleysi í þeirra garð, umfram það sem þörf krefur, er óafsakanlegt með öllu, ekki síst þegar ungviði á í hlut, sem ef til vill nýlega hefur séð dagsins Ijós og þar af leiðandi ekki byrjað á því hlutverki sem því var ætlað. Röskun á lögmáli náttúrunnar er hættuleg hvaða nafni sem hún nefnist. Fjölmargar dýrategundir eru að deyja út vegna leikni mannanna og á flestum sviðum því brýn naur aðhlynningu. Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga, og lýsa þeim er Ijósið þrá en lifa í skugga. GLEÐI ÞÝSKT ÞJÓÐKVÆÐl Gleöjist á jöröu og í himnanna hæöum gleðjumst nú allir meö söngvum og kvæðum, á himni og jöröu raddirnar hljóma um barnió í jötunni lofsöngvar óma. Jörö, vatn, loft, eldur og himinhvol sanna heilaga tilbeiðslu engla og manna, á himni og jöröu raddirnar hljóma um barnið í jötunni lofsöngvar óma. Þýtt úr Weichnachtsdichte. Guðrún Guðjónsdóttir. 6

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.