Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 14

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 14
greinum á sólstöðudaginn, til að fagna honum. Græni litur greinanna var tákn lífsins, og greinarnar sjálfar því tákn sigurs lífsins yfir dauðanum. Sömu merkingu höfðu grænar grein- ar hjá Rómverjum, Norðurlandabúum og Druídum. Þær voru á einhvern hátt tákn lífsins og verndarar gegn öllu böli. En saga jólatrjáa hefst þó ekki fyrr en Marteinn Lúter bar grænu greinina heim til sín á jólanótt. Þó var það ekki fyrr en löngu seinna að almenningur tók upp þann sið að hafa græn tré á heimilum sínum á jólunum og skreyta þau á ýmsan hátt. Fyrst í stað voru skreytingarnar að- eins táknrænar. Matur var hengdur á greinarnar, eða myndir af mat. Það var tákn allsnægta. Ef til vill má rekja tildrögin að þessu fram í gráa forn- eskju, þegar forfeður vorir hengdu mat upp í tré svo aó villidýr gætu ekki náð í hann eða þegar þeir færðu goðunum matfórnir og hengdu þser upp í tré. Seinna var farið að skreyta trén með mislitum pappír og bóm- ullarhnoðrar voru settir hingað og þangað til þess að tákna snjó. En þeg- ar silfurpappír og „englahár" kom var það óspart notað, því að jólaljósin glitruðu í því eins og stjörnuljósin, sem Lúter sá glitra í snjókristöllunum forðum. Það er nú orðinn sérstakur at- ,,Er hún ekki falleg Jim? Ég hef leitað um alla borgina til að finna hana. Nú verður þú að líta á klukkuna hundrað sinnum á dag. Komdu með úrið þitt. Mig langar til að sjá hvernig þetta fer saman." í stað þess að hlýða veltist Jim niður á sófann, lagði hendur undir kinn og brosti. „Della," sagði hann, „við skulum leggja jólagjafirnartil hliðar og geyma þær um stund. Þær eru of fallegar til að nota þær núna. Ég seldi úrið mitt til að geta keypt kambana. Og nú finnst mér þú ættir að steikja kótelett- urnar." Þér munið víst vitringana þrjá frá Austurlöndum, sem færðu barninu í jötunni gjafir. Það voru þeir sem inn- leiddu þann sið að gefa jólagjafir. Og af því að þeir voru vitrir hljóta gjafir þeirra að hafa verið viturlegar, og vafa- laust hefði verið hægt að hafa skipti á þeim, ef einhver fékk tvær sömu tegundar. Og hér hef ég á ófullkominn hátt sagt yður innihaldslausa sögu um tvö börn sem fórnuðu því dýrmætasta sem þau áttu, hvort fyrir annað og ekki sem viturlegast. En við þessa nútíma vitringa vildi ég segja síðasta orðið. Af öllum sem gefa gjafir voru þessi tvö þau vitrustu. Það var fagran sumardag í frjó- samara landi en ísland er. Maður var á gangi úti í skógi ásamt ungri dóttur sinni. Þar voru margar tegundir trjáa, og hvert tré var í sínum fegursta sumarskrúða. Maðurinn horfði hrifinn á þessar dásemdir náttúrunnar, og svo spurði hann dóttur sína hvaða tré henni þætti fegurst. Svarið kom hik- laust og óvænt! — Jólatré! Það er orðinn gamall siður að hafa tré á heimilunum um jólin. Sumir segja að Marteinn Lúter hafi fyrstur manna byrjað á því um 1500. Sagan segir að hann hafi farið í gönguferð á aðfangadagskvöld til þess að láta fegurð náttúrunnar blása sér í brjóst hvernig hann ætti að prédika á sjálfan jóladaginn. Það var stjörnubjart veður og snjór yfir öllu, svo að myrkrið sýndist bláleitt. Upp úr snjónum stóðu sígræn tré og snjórinn á greinum þeirra glitraði alla vega þegar stjörnuskinið speglaðist í snjó- kristöllunum. Þetta var slík töfrafeg- urð, að Lúter langaði til að geta flutt hana inn á heimili sitt. Hann náði sér í grein, fór meö hana heim og festi á hana kertaljós til þess að fá einhvern svip af þeim töfrageislum, sem hann hafði séð í skóginum. Sumir segja að siðurinn sé miklu eldri. Þeir segja að Egyptar hinir fornu hafi skreytt heimili sín með pálma-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.