Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 20

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 20
FELUMYND „Taktu það rólega, góði, pabbi er þarna." „Ég get ekki séð hann. Hvar er hann?“ ar: „Sveipaðu kápunni laust um þig og búðu þig til burt- ferðar, því ef þú bíður þangað til messunni er lokið, þá er úti um þig. Það eru hinir framliðnu, sem hér halda guðs- þjónustu." ,,Æ, æ, ég verð svo hrædd frænka," kveinaði einn af krökkunum og klifraði uþp á stól. „Uss, uss, barn. Konan kemst klakklaust úr þessu öllu, hlustaðu nú bara á," sagði frú Skau og hélt svo áfram: ,,En ekkjan varð líka hrædd, því þegar hún heyrði mál- róminn og leit á konuna, sem hvíslað hafði, þá þekkti hún hana, það var grannkona hennar, sem var látin fyrir mörgum árum, og þegar hún nú litaðist um í kirkjunni, mundi hún vel, aó hún hafði séð bæði prestinn og marga úr söfnuðinum, og allt var þaö fólk löngu dáið. Það fór hrollur um hana af ótta, hún sveipaði laust um sig káp- unni og lagði af stað út en þá fannst henni allt fólkið snúa sér við og reyna að ná í hana, og hún ætlaði að hníga niður. Þegar hún kom út úr kirkjudyrunum, fann hún, að það var tekið í kápuna hennar, hún sleppti þá kápunni og flýtti sér heim allt hvað hún gat. Þegar hún kom heim að dyrunum, sló kirkjuklukkan eitt, og þegar hún kom inn, var hún nær dauða en lífi af ótta. Um morguninn, þegar fólk kom til kirkju, fann það kápuna á tröppunum, rifna í tætlur. Móðir mín hafði oft séð þessa kápu, og ég held jafnvel að hún hafi séð einhverjar af tætlunum." Börnin, sem höfðu sýnt ýmis hræðslumerki, meðan á frásögninni stóð, endurtóku nú, að þau vildu ekki heyra meira af svona Ijótum sögum. Þau höfðu skriðið upþ í sófann og upp á stólana, því þeim fannst einhver vera undir borðinu, sem væri að reyna að ná í þau. En nú voru borin inn kertaljós, og voru kertin í gömlum, stórum stjökum, og við Ijósið rénaði hræðsla barnanna, ekki síst, þegar farið var að bera inn jólaköku, aldinmauk og ýmist kaffibrauð. Þessar góðgjörðir ráku á brott allar drauga- sögur og allan geig, og var nú farið að ræða um dagleg málefni. Að lokum kom hrísgrjónagrauturinn og steikin, og voru þessum ágætu réttum gerð góð skil. Eftir máltíð- ina fór fólk að hátta og skildi með óskum um gleðileg jól. En ég átti ekki rólega nótt í vændum. Ég veit ekki hvort það voru sögurnar, eða maturinn, sem ég hafði neytt, það að ég var enn ekki búinn að ná mér, eða allt þetta til samans, sem olli því. Ég lá og bylti mér í rúminu og var að hugsa um húsálfa, huldufólk og vofur alla nótti'na, eða ef ég blundaði, þá dreymdi mig þetta allt. Að lokum ók ég í sleða til kirkju, og mér fannst ég aka í loftinu. Kirkjan var uppljómuð og þegar ég kom inn, þá var þetta kirkjan heima í dalnum, þar sem foreldrar mínir bjuggu. Fólkið var í þjóðbúningi og hafði tjaldað því besta, sem það átti til. Presturinn stóð í prédikunar- stólnum, það var hann afi minn sálugi, sem hafði dáið, þegar ég var lítill strákur. Og allt í einu, þegar hann var í miðri ræðunni, stökk hann ofan úr stólnum og niður á gólf. Mér leist ekki á blikuna, en í sama bili vaknaði ég við það, að tekið var í öxlina á mér, og ég sá mann með stóra loðhúfu lúta yfir mig og stara á mig. „Þig er að dreyma eitthvert rugl, drengur minn, þú ert kófsveittur," heyrði ég hann segja. ,,Ég á að skila til þín bestu jólaóskum frá föður þínum og öllum heima í daln- um og biður fólkið þess að þú sért í guðs friði! Hér er bréf frá skrifaranum, og feldur handa þér, og Stóriskjóni stendur hér fyrir utan." „Er mig að dreyma, eða ert það þú, Þór?" En Þór var ráðsmaður föður míns, mesti öðlingsmaður. „Hvernig í ósköpunum ert þú hingað kominn?" hrópaöi ég glaður í bragði. ,,Ja, það skal ég segja þér", svaraði Þór. ,,Ég kom meö Skjóna en annars var ég úti á nesjum með skrifaranum, og svo sagði hann: „Nú er ekki langt til bæjarins, svo að þú skalt taka hann Skjóna og fara og sjá hvernig liðsfor- ingjanum líður, og sé hann orðinn svo hraustur að hann sé ferðafær, þá komdu með hann." Þegar við lögðum af stað úr borginni var aftur farið að rofa til, og komið ágætasta færi. Skjóni var ekki seinn í ferðum, og aldrei hefur mér liðið eins vel nokkur jól á ævi minni, eins og þessi. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.