Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 25

Æskan - 01.11.1980, Side 25
ÆVINTYRAHUSIÐ ,,Dýrð sé Guði í upphæðum, og frióur á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Þessi undursamlega sýn stóð nokkra stund, og á meðan gátu hirðarnir ekki mælt. En eftir nokkra stund þokuðst englarnir fjær og hurfu. Söngurinn dó út í fjarska, en myrkrið vafðist aftur um hirðana og hjörðina þeirra. í fyrstu ætlaði enginn að voga að taka til máls. Enn var allt heilagt, myrkrið, nóttin, kyrrðin, já, sjálft andrúms- loftið. En loks tók Júda til máls. Það var ungur maður af Júdaættkvísl: ,,Við skulum fara rakleitt til Betlehem, og sjá þennan atburð, sem orðinn er og drottinn hefur kunngert oss.“ Enginn hreyfði mótmælum. Þeir hlutu að fara. Það varð að fara, sem fara vildi með hjörðina. Einhver kastaði stórum viðarlurkum á bálið, svo að það kulnaði ekki. Kannski mundi það lifa á meðan þeir færu til Betlehem? Hjörðinni var óhætt á meðan bálið logaði. Villidýrin hættu sér ekki að eldinum. Svo hurfu hirðarnir út í myrkrió, þögulir, alvarlegir og lotningarfullir. Guð hafði sýnt þessum fátæku og um- komulitlu alþýðumönnum mikinn trúnað. Hann hafði sýnt þeim inn í dýrð himnanna. Hann hafði trúað þeim fyrir því, að frelsari heimsins væri fæddur. Þegar hirðarnir voru lagðir af stað, tóku þeir eftir því, að það var alls ekki svarta myrkur. Þeir vissu ekki hvers vegna, en það var engu líkara en bjart, Ijómandi ský færi fyrir þeim og lýsti upp götuslóðana. Ferðin gekk því greiðlega og þeir nálguðust óðum borgina. Þótt undar- legt væri, fann Rúben litli ekki til þreytu. Tvennt var honum ríkast íhuga: Það, að móðir hans lá veik heimaog svo undrið úti á völlunum. Aldrei hafði hann lifað slíkt kvöld. Og þrátt fyrir allt var brjóst hans fullt af fögnuði. En hvað var nú þetta? Þegar þeir nálguðust gripahús Símonar halta, lagði þaðan skæran bjarma. Var kannski kviknað í húsinu? Nei, þetta var ekki eldsbjarmi. Þetta líktist birtunni úti á völlunum. Og nú sáu þeirsýnina aftur. Umhverfis og upþi á gripahúsinu, var fjöldi engla. I’ þetta skipti sungu þeir ekki, en hljóður fögnuður fyllti loftið. Hirðarnir gengu hljóðir að kofadyrunum og litu inn. Og hvílík sjón! í garðanum lá ung kona með nýfætt svein- barn við hlið sér, forkunnarfagurt. En við hlið þeirra stóð ungur maður með sambland af lotningu og gleði í svipn- um. Hér Ijómaði einnig birta drottins í þessu fátæklega gripahúsi. Hirðarnir stóðu agndofa og máttu ekki mæla. Það var þá þetta, sem englarnir höfðu verið að segja þeim úti á völlunum. Ungi maðurinn, sem var enginn annar en Jósef smiður frá Nazaret, gaf þeim bendingu um, að þeir mættu koma inn. Þeir hlýddu því og gengu hljótt inn að C 3 IO S u ”> C/> »_ _r «5 c ra - c u. jS> 'B) ■ ^ (1) 3 ‘fO > .E T co 52 -Q* II £ >o '£• 2 a> c c - - > c -E ? H E « o 'g *o W ‘1 E •ro ~ a> •ö 2 E ro c *o |I SL *0 ’{/> *o o k_ jQ C .E ö --5 o> 3 -j= ra 'O .5 a> *- ■o > E. >* nj E«! m C c ._ 1» > C ± d i? u ■ '0> 0> 3 í *o Ö> o flj o> > n. — sz E 3 - c- ctj ^ <u r c a> a> ro > n. .c C *0 flJ flj flJ 'Z' i>* l. >* £ £ £ = q> ^ *o -Q- E 2 E oj '5>g o « c .= t c >- o ra C jötunni. Rúben fylgdist einnig meó þeim. Þar lutu þeir konunni og barninu í djúpri lotningu. Annað gátu þeir ekki. Þeir höfðu ekkert að gefa. Hirðarnir þorðu ekki að mæla. Þessi staður var heilagur. Hvað gátu þeir líka, syndugir menn, sagt? Þeir drógu sig því í hlé, en þökkuðu guði, bæði hátt og í hljóði, fyrir þá náð, er hann hafði sýnt þeim. Og þegar þeir komu heim til sín og hittu félaga sína, sögðu þeir frá öllu, sem þeir höfðu séð og heyrt. Lúkas og Rúben sonur hans voru einnig djúpt hrærðir af atburðum kvöldsins. Þeir höfðu í bili gleymt öllu nema hinum undursamlegu atburðum. En nú var aðeins stuttur spölur heim til þeirra, og eftir skamma stund stóðu þeir á dyrahellunni og dráþu á dyrnar. Innan stundar lukust þær uþp og Salóme gamla birtist í dyrunum. ,,Hvernig líður?" spurði Lúkas með ákafa. ,,Guði Abrahams, ísaks og Jakobs veri lof, það líður öllum vel,“ sagði Salóme gamla með skjálfandi röddu. Meira gat hún ekki sagt, því að Lúkas og Rúben voru á samri stundu komnir inn í svefnhúsið. Þar hvíldi Ester í rúmi sínu Ijómandi af gleði með nýfætt sveinbarn við hlið sér. Atburðir þessa undarlega kvölds voru nú rifjaðir upp. Innilegur friður og fögnuður fyllti þetta litla og fátæka heimili. Það var friður og fögnuður hinna fyrstu jóla. En í fátæklegu gripahúsi þarna skammt frá hvíldi sjálf- urfrelsari heimsins. Þaðan lagði birtu um allajörð. Það- an streymir jólafögnuður allra alda. H. J. M. ÆSKAN — Með bæninni flýr maður frá syndinni, en með syndinni flýr hann frá bæninni 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.