Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 57

Æskan - 01.11.1980, Side 57
Nýr þjóðhöfðingi Vigdís Finnbogadóttir er fædd í Reykjavík 15. apríl 1930. Móðir hennar er Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona, sem var formaður Féiags íslenskra hjúkrunar- kvenna um 36 ára skeið, og býr í Reykjavík. Faðir Vigdísar var Finnbogi Rútur Þorvaldsson, hafnarverkfræðingur og pró- fessor við Háskóla íslands. Hann lést fyrir nokkrum árum. Vigdís Finnbogadóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1949. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum, með leikbókmenntir sem sérgrein, í hálft fjórða ár við háskólann í Grenoble og Sorbonne í París. Þegar heim kom starfaði hún í 5 ár sem bókavörður og ritstjóri leikskrár í Þjóðleikhúsinu og annaðist einnig blaðakynningar fyrir leikhúsið. Þá stundaði hún nám við Háskóla íslands í ensku og enskum bókmenntum, með leikbókmenntir sem sérgrein, og hélt áfram námi í frönsku og frönskum bókmenntum. Einnig stundaði hún nám í uppeldis- og kennslufræðum. Um skeið las hún leiklistarsögu við Háskólann í Kaupmannahöfn og í Svíþjóð las hún franska málsögu og tók áfangapróf í báðum greinum. Lokapróf í háskólagreinum sín- um tók Vigdís við Háskóla ís- lands. Vigdís Finnbogadóttir hóf aftur störf í Þjóðleikhúsinu eftir dvöl erlendis, en stundaði jafnframt kennslu við Menntaskólann í Reykjavík árin 1962 til 1968. Þeg- ar Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður réðst hún þar til starfa. Á sumrin vann hún í mörg ár hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, fyrst sem leiðsögumaður, en síð- an við landkynningu og móttöku erlendra rithöfunda og blaða- manna, sem hingað leituðu eftir efni ígreinar og bækur um l'sland. Á þeim árum skipulagði hún leið- sögumannanámskeið Ferðaskrif- stofu ríkisins, stjórnaði þeim og annaðist kennslu. Árið 1970 tók Vigdís ársleyfi frá störfum og dvaldi í Frakklandi þar sem hún kynnti sér samskipti og menn- ingartengsl íslendinga og Frakka á 19. öld, hinni miklu skútuöld Frakka á íslandsmiðum. Síðan 1972 hefur Vigdís starfað sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, en hafði þegar á síðasta hausti sagt starfi sínu lausu frá 1. september s.l. Á 43

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.