Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1980, Page 58

Æskan - 01.11.1980, Page 58
KROSSGOTUR Sumir segja, að krossgötur sé þar t.d. á fjöllum eða hæðum, sem sér til fjögurra kirkna. Elzta trúin er sú, að menn skuli liggja úti jólanótt, því þá er áraskipti, og enn í dag telja menn aldur sinn eftir jólanóttum og sá er t.d. kallaður fimmtán vetra, sem hefur lifað fimmtán jólanætur. Síðar færðu menn árs byrjunina á nýjársnótt. Þegar menn sitja á krossgöt- um, þá koma álfar úr öllum áttum og þyrpast að manni og biðja hann að koma með sér, en maður má engu gegna. Þá bera þeir manni allskonar gersemar: gull og silfur, klæði, mat og drykk, en maður má ekkert þiggja. Þar koma álfakonur í líki móður og systur manns og biðja mann að koma, og allra bragða er leitað. En þegar dagur rennur, þá á maður að standa upp og segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“ Þá hverfa allir álfar, en allur þessi álfaauður verður eftir, og hann á þá maðurinn. En svari maður eður þiggi boð álfa, þá er maður heillaður og verður vitstola og aldrei síð- an mönnum sinnandi. Því varð manni, sem Fúsi het og sat úti á jólanótt, og stóðst lengi, þang- að til ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það, sem síðan er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað.“ Beit hann þá bita sinn úr flotskildinum og trylltist og varð vitlaus. Jón Sigurðsson forseíi. þeim árum hefur verið mikil gróska í leikhúslífi íslendinga og áhersla lögð á að hlynna að leik- ritum íslenskra höfunda og flutn- ingi verka þeirra. Jafnframt störf- um sínum hjá Leikfélagi Reykja- víkur hefur Vigdís verið stunda- kennari í frönskum leikbók- menntum við Háskóla íslands. Árið 1971 kenndi Vigdís frönsku í sjónvarpinu og um tveggja ára skeið sá hún um leik- listarkynningu í Vöku. Árið 1963 var Vigdís ásamt fimm öðrum stofnandi fyrsta tilraunaleikhúss á íslandi, Grímu. Formaður Alliance Francaise var Vigdís um það leyti sem sú hefð skapaðist, að hafa á þess vegum fastar dagskrár í franska sendiráðinu. Vigdís hefur haldið fjölda fyrir- lestra um íslensk menningarmál á þingum erlendis. Vigdís Finn- bogadóttir hefur síðan árið 1976, setið í ráðgefandi nefnd um menningarmál á Norðurlöndum og verið formaður hennar frá 1978, kjörin af ráðherranefnd Norðurlanda. Auk þess hafa henni verið falin margháttuð trúnaðarstörf á opinberum vett- vangi. Kjördóttir Vigdísar, Ástríður, er sjö ára að aldri. NÝR ÞJÓÐHÖFÐINGI 44

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.