Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1980, Page 64

Æskan - 01.11.1980, Page 64
9. Þegar Njáll var háttaður þetta kvöld heyrði hann syngja í öxi. Hann fór á fætur og sá að skildir sona sinna voru ekki á sínum stað. Hann fór út. Bræðurnir voru að hlaupa upp brekku skammt frá bænum. ,,Hvert eruð þið að fara?“ spurði Njáll. ,,Við ætlum að leita sauða,“ svöruðu þeir. ,,Ekki þurfið þið vopn til þess," sagði hann. ,,Við ætlum að veiða líka,“ sagði Skarphéðinn. ,,Ég vona að þið verðið heppnir," sagði Njáll og fór inn og háttaði. 10. Bræðurnir þrír fóru aó Hlíðar- enda og drápu þar manninn, sem hafði kveðið níðvísuna um þá. Skarp- héðinn hjó af honum hausinn og fékk hann smalamanni Hallgerðar. ,,Spurðu hana hvort þetta sé hausinn, sem kvað um okkur níðið," sagði hann. Hallgerður nauðaði sífellt á Gunn- ari að hefna þessp manndráps. En það liðu þrjú Alþingi fyrr en hann minntist á það við Njál. Lauk því svo að Njáll greiddi Gunnari bætur fyrir vígið og voru þeir jafn góðir vinir eftir sem áður. 11. Nokkru síðar varð hart í ári. Fólk fór að skorta mat og Gunnar hjálpaði mörgum, efr varð loks matarlítill sjálf- ur. Fór hann þá til Otkels í Kirkjubæ og bað hann að selja sér hey og mat. En Otkell vildi ekki selja, þó að hann hefði nóg af öllu. — Þá sendi Hall- gerður þræl sinn, sem hét Melkólfur, að Kirkjubæ til að stela mat. Svo átti hann að kveikja í búrinu á eftir svo að ekki yrði tekið eftir að stolið hefði verið. 12. Þegar þrællinn kom heim með það sem hann hafði stolið, tók Hall- gerður við því. Gestir komu til Hlíðar- enda og hún bar stolna matinn á borð. ,,Hvaðan er þessi matur?“ spurði Gunnar. Hann vissi að osturinn á borðinu var ekki til. ,,Það er ekki karlmanna að skipta sér af búverk- um,“ svaraði hún. En Gunnar reiddist og gaf henni kinnhest. Hallgerður sagðist skyldu muna honum þetta. 50 ÆSKAN mun alltaf verða ung, ánægjuleg og fróðleg

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.