Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 67

Æskan - 01.11.1980, Side 67
„BEINBROTAHLAUPIГ. Fyrir fimm manna flokka. Fjórir skátar úr hverjum flokki standa við byrjunarstöðina með sjúkrabörur (eða efni í þær) og þríhyrnur. Fimmti skáti hvers flokks (,,sjúklingurinn“) er í hinum enda herbergisins. Þegar gefið er merki, hleypur hvert lið að sínum „sjúkling", athugar veikindi hans (sem er skráö á miða, sem er festur á sjúklinginn), gerir aö sárum hans og flytur hann að byrjunarstöð- inni. Það lið, sem fyrst er að Ijúka þessu á viðeigandi hátt, vinnur leik- inn. Ath.: Á miðanum gæti t. d. staðið. — „Viðbeinsbrot hægra megin; sjúklingurinn með meðvitund". — í þessu ætti það lið að sigra auðveld- lega, sem gerir sér grein fyrir því að bera ekki viðbeinsbrotinn mann á sjúkrabörum, því að það er eins gott fyrir hann að ganga. HVAÐ HEFUR BREYST? Flokkunum eru gefnar 2 mínútur til þess að setja á sig, hvernig fundar- herbergið lítur út. Síðan fara skátarnir út, en sveitarforinginn breytir ýmsu inni svo sem opnar glugga, skiptir um myndir, breytir klukkunni o. s. frv. Svo er kallað á skátana og þeim gefnar fimm mínútur til þess að gera sér grein fyrir breytingunum. Skátarnir gefa svo flokksforingjum sínum skýrslu, en ekki sveitarforingj- um. Flokksforingjarnir gefa svo sveitarforingjanum skýrslu, þegar leiknum er lokið. Eitt stig er gefið fyrir hvert rétt nefnt atriði, en tvö dregin frá fyrir hvert rangt. Orðið er úr Indíánamáli og þýðir hermenn af ólíkustu ættflokkum koma saman til friðsamlegrar samvinnu. Jamboree merkir því Friðar- og bræðralags- ráðstefna. „Allir skátar eru góðir lagsmenn — andi vináttu og bræðralags á að ríkja manna á meðal.“ SKOTSKÍFAN Mynd, sem ekki þarf skýringar við. LISTAMENN Leikendur sitja hlið við hlið. Ysti maður, hægra megin, byrjar að teikna einhverja einfalda mynd. Síðan kíkir sá næsti yfir öxl hans og reynir að líkja eftir myndinni. Svona gengur það koll af kolli, og að lokum eru allar myndirnar bornar saman við þá fyrstu. BLINDANDI BOÐHLAUP Flokkarnir standa í beinum röðum í enda herbergisins og er bundið fyrir augu fremsta skátans. [ hinum endanum eru afmarkaðir hringir, einn fyrir hvern flokk. Þegar gefið er merki, fer blindingi hvers fiokks með krít og á að merkja kross í hring flokksins. Að því loknu fer hann aftur til flokksins og næsti skáti fer eins að blindandi. Setji einhver kross utan við sinn hring, þá er honum sagt það, og má hann ekki snúa við fyrr en honum hefurtekist að setja kross í sinn hring. Flokkarnir mega segja sínum skát- um til, eða hafa má leikinn þöglan. fflBfflHaaHSHEi 53

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.